Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2025 12:59 Úlfar Lúðvíksson var lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann var skipaður í embætti 2020. Vísir/Einar Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans. Eins og greint var frá í fyrradag lét Úlfar sjálfur af störfum sem lögreglustjóri eftir að hafa verið kallaður á fund Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og tilkynnt að auglýsa ætti stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og lög kveði á um að eigi að gera á fimm ára fresti. Í frétt mbl.is kemur fram að honum hafi á sama tíma verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi en Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, var nýlega skipuð í embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands til fimm ára. Staðan var því laus. Sjá einnig: Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Í frétt mbl um málið er vísað til þess að á fundi ráðherra hafi Þorbjörg sérstaklega tekið fram að ákvörðunin um að auglýsa tengdist ekki með neinum hætti frammistöðu Úlfars í embætti. hún hafi vísað til yfirvofandi breytingar á störfum embættisins vegna uppbyggingar brottfarar- og móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á næsta ári. Til skoðunar væri einnig að flytja heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra, áður stoðdeild ríkislögreglustjóra, til embættisins. Því hafi verið réttast að auglýsa embættið þegar skipunartími hans átti að renna út í nóvember. Vildi ekki fara á Austurland Úlfar hafi eftir það tilkynnt þeim að hann myndi ekki vilja taka við stöðunni á Austurlandi og það væri betra að hann myndi láta af störfum sem fyrst, við vikulok síðasta lagi. Hann eigi rétt á launum út skipunartímann, auk sex mánaða í viðbót verði hann ekki skipaður aftur, en stingur upp á því að gerður verði við hann starfslokasamningur, svo hann missi ekki af þessum kjörum. Samkvæmt fundargerð, og frétt mbl, segir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, sem ritar fundargerðina, að „ekki ætti að vera ómögulegt“ að fallast á þá beiðni. Samkvæmt frétt mbl var gerður starfslokasamningur við Úlfar daginn eftir. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Mannréttindi Tengdar fréttir Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Eins og greint var frá í fyrradag lét Úlfar sjálfur af störfum sem lögreglustjóri eftir að hafa verið kallaður á fund Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og tilkynnt að auglýsa ætti stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og lög kveði á um að eigi að gera á fimm ára fresti. Í frétt mbl.is kemur fram að honum hafi á sama tíma verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi en Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, var nýlega skipuð í embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands til fimm ára. Staðan var því laus. Sjá einnig: Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Í frétt mbl um málið er vísað til þess að á fundi ráðherra hafi Þorbjörg sérstaklega tekið fram að ákvörðunin um að auglýsa tengdist ekki með neinum hætti frammistöðu Úlfars í embætti. hún hafi vísað til yfirvofandi breytingar á störfum embættisins vegna uppbyggingar brottfarar- og móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á næsta ári. Til skoðunar væri einnig að flytja heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra, áður stoðdeild ríkislögreglustjóra, til embættisins. Því hafi verið réttast að auglýsa embættið þegar skipunartími hans átti að renna út í nóvember. Vildi ekki fara á Austurland Úlfar hafi eftir það tilkynnt þeim að hann myndi ekki vilja taka við stöðunni á Austurlandi og það væri betra að hann myndi láta af störfum sem fyrst, við vikulok síðasta lagi. Hann eigi rétt á launum út skipunartímann, auk sex mánaða í viðbót verði hann ekki skipaður aftur, en stingur upp á því að gerður verði við hann starfslokasamningur, svo hann missi ekki af þessum kjörum. Samkvæmt fundargerð, og frétt mbl, segir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, sem ritar fundargerðina, að „ekki ætti að vera ómögulegt“ að fallast á þá beiðni. Samkvæmt frétt mbl var gerður starfslokasamningur við Úlfar daginn eftir.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Mannréttindi Tengdar fréttir Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35