Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 12:30 Hestar í miðbænum í fyrra. Þeir verða ekki í miðbænum í ár. LANDSMÓT Gjaldið sem Reykjavíkurborg ætlaði að rukka Landssamband hestamannafélaga fyrir Miðbæjarreiðina svokölluðu var 477,5 þúsund krónur. Hestamennirnir létu ekki bjóða sér það og hættu við reiðina. Ráða hefði þurft níu starfsmenn til að loka götum fyrir reiðina og útvega dælubíl. Greint var frá því í morgun að miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga myndi að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan var sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggðist innheimta fyrir viðburðinn. Í tilkynningu þess efnis á vef landssambandsins sagði að miðbæjarreiðin sé ekki að nokkru leyti tekjuaflandi fyrir sambandið og því væri kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að sambandið sæi sér ekki fært að standa undir honum. Borga þarf fyrir flesta viðburði Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að borga þurfi afnotaleyfisgjöld fyrir flesta viðburði sem haldnir eru í borgarlandi Reykjavíkurborgar. Gjaldið fari eftir umfangi viðburða. Í gjaldskrá borgarinnar fyrir útgáfu afnotaleyfa má sjá að leyfin eru flokkuð í fimm flokka eftir umfangi. Ekkert er rukkað fyrir umfangsflokk 5, sem gildir fyrir litla viðburði eða minniháttar viðhald. Gjöld sem eru innheimt eru á bilinu 53.500 til 786.900 krónur. Útreiðartúr um miðbæinn talinn til flokks 1 frekar en 0 Landssamband hestamannafélaga var rukkað um 53.500 samkvæmt umfangsflokki 1. Hann er skýrður sem talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur. Þessir hestar fá ekki að fara niður í bæ, nema Landssamband hestamanna reiði fram 477.500 krónur. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Umfangsflokkur 5, sem ekkert er rukkað fyrir er skýrður sem óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðir, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/görðum. Sópar duga ekki til Þá segir í svari borgarinnar að Landssambandið hafi verið rukkaður fyrir meira leyfið sjálft, það er að segja kostnað sem hefði annars fallið á borgina. Kostnaðurinn skiptist í götulokun, þrif og afnotaleyfið. Til þess að loka götum fyrir reiðina hefði þurft níu manna flokk, búnað, bíla fyrir öryggislokun og grindur. Það hefði kostað 349 þúsund krónur. Þá hefði þurft að útvega dælubíl, þar sem kústar hefðu ekki dugað til að þrífa götur eftir reiðina. Það skyldi engan furða. Kostnaður við slíkt hefði numið 75 þúsund krónum. Allt í allt hefði kostnaðurinn verið 477,5 þúsund krónur. Hestar Hestaíþróttir Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Greint var frá því í morgun að miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga myndi að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan var sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggðist innheimta fyrir viðburðinn. Í tilkynningu þess efnis á vef landssambandsins sagði að miðbæjarreiðin sé ekki að nokkru leyti tekjuaflandi fyrir sambandið og því væri kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að sambandið sæi sér ekki fært að standa undir honum. Borga þarf fyrir flesta viðburði Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að borga þurfi afnotaleyfisgjöld fyrir flesta viðburði sem haldnir eru í borgarlandi Reykjavíkurborgar. Gjaldið fari eftir umfangi viðburða. Í gjaldskrá borgarinnar fyrir útgáfu afnotaleyfa má sjá að leyfin eru flokkuð í fimm flokka eftir umfangi. Ekkert er rukkað fyrir umfangsflokk 5, sem gildir fyrir litla viðburði eða minniháttar viðhald. Gjöld sem eru innheimt eru á bilinu 53.500 til 786.900 krónur. Útreiðartúr um miðbæinn talinn til flokks 1 frekar en 0 Landssamband hestamannafélaga var rukkað um 53.500 samkvæmt umfangsflokki 1. Hann er skýrður sem talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur. Þessir hestar fá ekki að fara niður í bæ, nema Landssamband hestamanna reiði fram 477.500 krónur. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Umfangsflokkur 5, sem ekkert er rukkað fyrir er skýrður sem óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðir, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/görðum. Sópar duga ekki til Þá segir í svari borgarinnar að Landssambandið hafi verið rukkaður fyrir meira leyfið sjálft, það er að segja kostnað sem hefði annars fallið á borgina. Kostnaðurinn skiptist í götulokun, þrif og afnotaleyfið. Til þess að loka götum fyrir reiðina hefði þurft níu manna flokk, búnað, bíla fyrir öryggislokun og grindur. Það hefði kostað 349 þúsund krónur. Þá hefði þurft að útvega dælubíl, þar sem kústar hefðu ekki dugað til að þrífa götur eftir reiðina. Það skyldi engan furða. Kostnaður við slíkt hefði numið 75 þúsund krónum. Allt í allt hefði kostnaðurinn verið 477,5 þúsund krónur.
Hestar Hestaíþróttir Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira