Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 23:37 Mál njósnaradiplómatans og varnarmálaráðgjafa sem sagði ef sér eftir hneykslismál tengjast að sögn sænska ríkisútvarpsins. Getty Háttsettur sænskur diplómati hefur verið handtekinn grunaður um njósnir. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins hefur hann starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. SVT hefur fjallað um málið en upplýsingafulltrúi sænsku öryggislögreglunnar staðfestir í samtali við miðilinn að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við grun um njósnir og að rannsókn standi yfir á málinu. Fleiri upplýsingar vildi Säpo ekki veita. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins var gerð húsleit heima hjá diplómata sem hefur unnið í utanríkisþjónustunni í mörg ár. Myndir sem miðillinn hafi undir höndum sýni að dyrnar á heimili hans hafi verið brotnar upp. „Í þessari frumrannsókn öryggislögreglunnar hefur verið gripið til fjölda aðgerða, þar á meðal handtöku manns sem rökstuddur grunur liggur á að hafa stundað njósnir. Þetta er auðvitað grunur um alvarlegt, refsivert athæfi. Rannsóknin verður nú að renna sitt skeið og ég get ekki haft áhrif á hana,“ hefur SVT eftir Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra. Fram kemur að saksóknarar fari fram á að hinn handtekni verði yfirheyrður um leið og verjandi hefur verið skipaður. Samkvæmt lögmanni hins grunaða segist hann sýkn af öllum sökum og neitar því að hafa gerst uppvís að saknæmu athæfi. Tobias Thyberg var skipaður öryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að Henrik Landerholm sagði af sér eftir að hafa ítrekað gleymt trúnaðargögnum á glámbekk. Aðeins um hálftíma eftir að tilkynnt hafði verið um ráðningu Tobias fékk ríkisstjórnin sendar ansi klúrar myndir af honum af stefnumótaforritinu Grindr nafnlaust. Seinna sama dag greindi Tobias Thyberg frá því að hann myndi ekki taka við embættinu og var hann gagnrýndur fyrir að hafa ekki látið ríkisstjórnarliða vita af tilvist myndanna. Handtakan sem lýst er hér að ofan átti sér stað þremur dögum eftir að myndirnar af Tobias bárust ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum SVT er tenging málanna á milli. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
SVT hefur fjallað um málið en upplýsingafulltrúi sænsku öryggislögreglunnar staðfestir í samtali við miðilinn að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við grun um njósnir og að rannsókn standi yfir á málinu. Fleiri upplýsingar vildi Säpo ekki veita. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins var gerð húsleit heima hjá diplómata sem hefur unnið í utanríkisþjónustunni í mörg ár. Myndir sem miðillinn hafi undir höndum sýni að dyrnar á heimili hans hafi verið brotnar upp. „Í þessari frumrannsókn öryggislögreglunnar hefur verið gripið til fjölda aðgerða, þar á meðal handtöku manns sem rökstuddur grunur liggur á að hafa stundað njósnir. Þetta er auðvitað grunur um alvarlegt, refsivert athæfi. Rannsóknin verður nú að renna sitt skeið og ég get ekki haft áhrif á hana,“ hefur SVT eftir Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra. Fram kemur að saksóknarar fari fram á að hinn handtekni verði yfirheyrður um leið og verjandi hefur verið skipaður. Samkvæmt lögmanni hins grunaða segist hann sýkn af öllum sökum og neitar því að hafa gerst uppvís að saknæmu athæfi. Tobias Thyberg var skipaður öryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að Henrik Landerholm sagði af sér eftir að hafa ítrekað gleymt trúnaðargögnum á glámbekk. Aðeins um hálftíma eftir að tilkynnt hafði verið um ráðningu Tobias fékk ríkisstjórnin sendar ansi klúrar myndir af honum af stefnumótaforritinu Grindr nafnlaust. Seinna sama dag greindi Tobias Thyberg frá því að hann myndi ekki taka við embættinu og var hann gagnrýndur fyrir að hafa ekki látið ríkisstjórnarliða vita af tilvist myndanna. Handtakan sem lýst er hér að ofan átti sér stað þremur dögum eftir að myndirnar af Tobias bárust ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum SVT er tenging málanna á milli.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira