„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 20:35 Margrét Kristín Pálsdóttir hefur tekið við embætti Úlfars Lúðvíkssonar. Vísir/Samsett Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. „Þetta leggst bara ágætlega vel í mig. Þetta ber svolítið bratt að og ég er auðvitað líka þakklát að hafa fengið þetta traust til að leiða þetta stóra og mikilvæga embætti þó það sé í stuttan tíma,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, baðst lausnar úr embætti eftir að Þorbjörg Sigríðar Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Margréti Kristínu var boðin staðan í hádeginu í dag. „Strax í fyrramálið mun ég hitta framkvæmdastjórn og síðan mun ég reyna hitta sem flesta starfsmenn.“ Margrét er lögfræðimenntuð og var skipuð í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí árið 2024. Hún hefur áður starfað á Suðurnesjunum sem aðstoðarlögreglustjóri. „Ég hef alltaf sagt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er auðvitað mjög umfangsmikið og fjölmargar áskoranir sem eru þar. Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel,“ segir Margrét. „Ég mun taka stöðuna á morgun á fólkinu en þetta er auðvitað tímabundin staða sem ég tek að mér þangað til það verður auglýst eftir nýjum lögreglustjóra. Ég hef töluverða reynslu af bæði störfum lögreglu og málefnum landamæra þannig það var kannski nærtækt að hafa samband við mig á þessu augnabliki.“ Setning Margrétar er til 1. október svo hún gerir ráð fyrir að nýr lögreglustjóri verði skipaður fyrir þann tíma. Að hennar sögn ætlar hún ekki í áherslubreytingar innan embættisins heldur sé einungis um tímabundna stöðu að ræða. „Ég held að hlutverk mitt sé að sinna þessu almenna starfi lögreglustjóra og annast daglega starfsemi embættisins. Svo kemur það í ljós hvort að það verði einhverjar breytingar gerðar en ég sé það ekki fyrir mér á þessu tímabili en það verður að koma í ljós.“ Í viðtali við dómsmálaráðherra sagði hún að töluverðar breytingar séu fyrirhugaðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Breytingarnar séu í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um aukin þunga í landamærapólitík. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
„Þetta leggst bara ágætlega vel í mig. Þetta ber svolítið bratt að og ég er auðvitað líka þakklát að hafa fengið þetta traust til að leiða þetta stóra og mikilvæga embætti þó það sé í stuttan tíma,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, baðst lausnar úr embætti eftir að Þorbjörg Sigríðar Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Margréti Kristínu var boðin staðan í hádeginu í dag. „Strax í fyrramálið mun ég hitta framkvæmdastjórn og síðan mun ég reyna hitta sem flesta starfsmenn.“ Margrét er lögfræðimenntuð og var skipuð í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí árið 2024. Hún hefur áður starfað á Suðurnesjunum sem aðstoðarlögreglustjóri. „Ég hef alltaf sagt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er auðvitað mjög umfangsmikið og fjölmargar áskoranir sem eru þar. Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel,“ segir Margrét. „Ég mun taka stöðuna á morgun á fólkinu en þetta er auðvitað tímabundin staða sem ég tek að mér þangað til það verður auglýst eftir nýjum lögreglustjóra. Ég hef töluverða reynslu af bæði störfum lögreglu og málefnum landamæra þannig það var kannski nærtækt að hafa samband við mig á þessu augnabliki.“ Setning Margrétar er til 1. október svo hún gerir ráð fyrir að nýr lögreglustjóri verði skipaður fyrir þann tíma. Að hennar sögn ætlar hún ekki í áherslubreytingar innan embættisins heldur sé einungis um tímabundna stöðu að ræða. „Ég held að hlutverk mitt sé að sinna þessu almenna starfi lögreglustjóra og annast daglega starfsemi embættisins. Svo kemur það í ljós hvort að það verði einhverjar breytingar gerðar en ég sé það ekki fyrir mér á þessu tímabili en það verður að koma í ljós.“ Í viðtali við dómsmálaráðherra sagði hún að töluverðar breytingar séu fyrirhugaðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Breytingarnar séu í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um aukin þunga í landamærapólitík.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira