Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. maí 2025 14:11 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. vísir/ívar „Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“ Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu um starfslok Úlfars Lúðvíkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í hans stað. Þorbjörg kveðst afar þakklát fyrir góð störf Úlfars og að ákvörðunin hafi ekkert með hæfi eða starfsgetu Úlfars að gera. Einungis sé um pólitíska ákvörðun að ræða vegna breyttra forsenda. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.Stjr „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins.“ Virðir ákvörðun Úlfars Greint hefur verið frá því að Úlfar muni láta af embætti á miðnætti. Hann var boðaður á fund dómsmálaráðherra í dag þar sem honum var tilkynnt að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og samningur hans ekki endurnýjaður. Úlfar baðst þá lausnar á staðnum og féllst Þorbjörg á það. „Fyrirhugaðar eru töluverðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem eru í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um verulega aukinn þunga í landamærapólitík. Það liggur fyrir að ég mun leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð. Það eru sömuleiðis fyrirhugaðar breytingar um það að flytja komustöð svokallaða til Suðurnesja. Samhliða því að það er verið að skoða alvarlega að flytja ákveðin verkefni frá Ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans.“ Eru það vonbrigði að hann starfi ekki fram í nóvember? „Þetta er auðvitað bara ákvörðun Úlfars og ég virði hana.“ Spegli metnað Þorbjörg segir að ekki hafi verið um erfiðan fund að ræða. Hún segir Úlfar hafa fengið sama rökstuðning og kemur fram hér fyrir ofan. „Embættið er að stækka, verkefnin eru að aukast og mér finnst það spegla metnað fyrir verkefninu að auglýsa þá embættið. Aðdragandinn er auðvitað sá að embættismenn eru skipaðir til fimm ára. Á því tímabili þarf svo að tilkynna hvort það verði auglýst eða hvort það verði farið í sjálfkrafa endurnýjun. Aðdragandinn er auðvitað bara stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar um aukna áherslu á þennan málaflokk. Það eru hinar efnislegu ástæður á bak við ákvörðunina mína.“ Úlfar talar um kaldar kveðjur, hvernig blasir það við þér? „Ég er auðvitað bara ráðherra sem er að reyna vinna í samræmri við pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar. Ég er að horfa á verkefnin og get ekki leyft mér þann munað að vera ekki með einbeitinguna þar.“ Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu um starfslok Úlfars Lúðvíkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í hans stað. Þorbjörg kveðst afar þakklát fyrir góð störf Úlfars og að ákvörðunin hafi ekkert með hæfi eða starfsgetu Úlfars að gera. Einungis sé um pólitíska ákvörðun að ræða vegna breyttra forsenda. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.Stjr „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins.“ Virðir ákvörðun Úlfars Greint hefur verið frá því að Úlfar muni láta af embætti á miðnætti. Hann var boðaður á fund dómsmálaráðherra í dag þar sem honum var tilkynnt að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og samningur hans ekki endurnýjaður. Úlfar baðst þá lausnar á staðnum og féllst Þorbjörg á það. „Fyrirhugaðar eru töluverðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem eru í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um verulega aukinn þunga í landamærapólitík. Það liggur fyrir að ég mun leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð. Það eru sömuleiðis fyrirhugaðar breytingar um það að flytja komustöð svokallaða til Suðurnesja. Samhliða því að það er verið að skoða alvarlega að flytja ákveðin verkefni frá Ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans.“ Eru það vonbrigði að hann starfi ekki fram í nóvember? „Þetta er auðvitað bara ákvörðun Úlfars og ég virði hana.“ Spegli metnað Þorbjörg segir að ekki hafi verið um erfiðan fund að ræða. Hún segir Úlfar hafa fengið sama rökstuðning og kemur fram hér fyrir ofan. „Embættið er að stækka, verkefnin eru að aukast og mér finnst það spegla metnað fyrir verkefninu að auglýsa þá embættið. Aðdragandinn er auðvitað sá að embættismenn eru skipaðir til fimm ára. Á því tímabili þarf svo að tilkynna hvort það verði auglýst eða hvort það verði farið í sjálfkrafa endurnýjun. Aðdragandinn er auðvitað bara stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar um aukna áherslu á þennan málaflokk. Það eru hinar efnislegu ástæður á bak við ákvörðunina mína.“ Úlfar talar um kaldar kveðjur, hvernig blasir það við þér? „Ég er auðvitað bara ráðherra sem er að reyna vinna í samræmri við pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar. Ég er að horfa á verkefnin og get ekki leyft mér þann munað að vera ekki með einbeitinguna þar.“
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20