Körfubolti

Steinar Kal­dal: Ó­trú­leg til­finning

Árni Jóhannsson skrifar
Steinar Kaldal, fyrir miðju, skilaði Ármanni upp í efstu deild karla í fyrsta sinn síðan 1981.
Steinar Kaldal, fyrir miðju, skilaði Ármanni upp í efstu deild karla í fyrsta sinn síðan 1981. Ármann körfubolti

Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum.

Steinar var að sjálfsögðu spurður að því hvernig tilfinningin væri að leik loknum.

„Tilfinningin er bara yndisleg. Ég er bara klökkur að gera þetta fyrir framan fulla stúku af Ármenningum. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning. Ég vil þakka þessum hérna uppi, mjög gott að leita styrks eitthvert. Þetta lið er búið vera ótrúlegt í vetur.“

Kvennalið Ármanns tryggði sér farseðilinn í Bónus deild kvenna fyrr í vetur og var Steinar spurður að því hvort þetta væri ekki risastórt fyrir félagið.

„Jú eins og þú segir þá er þetta risa risa risastórt. Það er búið að vera undiralda hérna í hverfinu, Laugardalnum, í Vogunum og Laugarnesinu. Sjáðu bara mætinguna hérna í Ármanns litum. Ég veit ekki hvenær þetta var svona síðast. Þannig að þetta er bara ótrúleg tilfinning.“

Að lokum, áður en hann var sendur að fagna með sínum mönnum, var Steinar spurður út í það hvað skilaði þessum sigri.

„Þrautseigja fyrst og fremst. Við héldum þetta út. Vorum skynsamir á köflum í seinni hálfleik. Við vorum dálítið sjeikí og töpuðu alltof mikið af boltum í upphafi leiks. En þegar við fórum inn í kerfin okkar þá fórum við að fá galopin skot og körfur. Svo var þetta bara frábær vörn lengst af þar sem við börðumst til síðasta blóðdropa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×