Íslenski boltinn

Valur marði Fram í fram­lengingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jasmín Erla skoraði annað mark Vals.
Jasmín Erla skoraði annað mark Vals. Vísir/Anton Brink

Valur lagði nýliða Fram með herkjum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Lokatölur í Úlfarsárdal 2-3 og ríkjandi bikarmeistarar Vals komnar áfram í 8-liða úrslit.

Nadía Atladóttir kom Val yfir eftir aðeins þrjár mínútur og héldu gestirnir frá Hlíðarenda mögulega að verkefni kvöldsins yrði létt. Annað kom á daginn. Lily Anna Farkas jafnaði metin á 10. mínútu og markadrottningin Alda Ólafsdóttir kom Fram yfir á 23. mínútu.

Staðan 2-1 í hálfleik og Fram í fínum málum. Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði hins vegar metin á 66. mínútu leiksins og þar sem ekkert var skorað í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja.

Þar reyndust bikarmeistararnir sterkari en Jordyn Rhodes skoraði sigurmarkið á 111. mínútu og skaut Val í 8-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×