Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 17:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég sendi bréf með spurningum um það, hvernig var vörslu gagna háttað, hvernig var öryggi gagna tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var þeim eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem töldust ekki varða sakarefni máls?“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í þinginu í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins hafði þá spurt hana hvaða gagna hún hefði aflað um málið og með hvaða hætti hún muni bregðast við til að leiða málið til lykta. Hvað varðar eftirlitsskyldu þáverandi dómsmálaráðherra segir hún ekkert hafa komið fram sem bendi til vanrækslu þeirra en auðvitað þurfi að rýna í alla þætti málsins. Gagnaþjófnaðurinn árás á réttarkerfið Í bréfinu, sem birt hefur verið á vef dómsmálaráðuneytisins, er tekið fram að beiðnin lúti að verklagi og framkvæmd hjá embættinu almennt. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um einstök mál. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg í þinginu í dag. Hún sagði jafnframt óþolandi tilhugsun að aðilar hafi tekið við upplýsingum sem þessum. „Og þar hlýtur spurningin að vera, vissu þessir aðilar að gögnin voru illa fengin?“ Þorbjörg segir góðan brag á að rannsaka málið sem sakamál en taka það jafnframt fyrir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ráðuneytinu. Hún vekur athygli á að frumvarp Björns Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara hafi verið samþykkt á Alþingi árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. „Það var mat stjórnvalda þá að það þyrfti að rannsaka aðdraganda og þá þætti sem tengdust hruninu. Í þessa vegferð var farið, mér finnst sjálfsagt núna, þegar tíminn er liðinn, að við rýnum í kjölfarið regluverkið sem þá var smíðað og gerum þennan tíma upp. Skoðum hvort allt standist tímans tönn í þeim efnum. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
„Ég sendi bréf með spurningum um það, hvernig var vörslu gagna háttað, hvernig var öryggi gagna tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var þeim eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem töldust ekki varða sakarefni máls?“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í þinginu í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins hafði þá spurt hana hvaða gagna hún hefði aflað um málið og með hvaða hætti hún muni bregðast við til að leiða málið til lykta. Hvað varðar eftirlitsskyldu þáverandi dómsmálaráðherra segir hún ekkert hafa komið fram sem bendi til vanrækslu þeirra en auðvitað þurfi að rýna í alla þætti málsins. Gagnaþjófnaðurinn árás á réttarkerfið Í bréfinu, sem birt hefur verið á vef dómsmálaráðuneytisins, er tekið fram að beiðnin lúti að verklagi og framkvæmd hjá embættinu almennt. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um einstök mál. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg í þinginu í dag. Hún sagði jafnframt óþolandi tilhugsun að aðilar hafi tekið við upplýsingum sem þessum. „Og þar hlýtur spurningin að vera, vissu þessir aðilar að gögnin voru illa fengin?“ Þorbjörg segir góðan brag á að rannsaka málið sem sakamál en taka það jafnframt fyrir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ráðuneytinu. Hún vekur athygli á að frumvarp Björns Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara hafi verið samþykkt á Alþingi árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. „Það var mat stjórnvalda þá að það þyrfti að rannsaka aðdraganda og þá þætti sem tengdust hruninu. Í þessa vegferð var farið, mér finnst sjálfsagt núna, þegar tíminn er liðinn, að við rýnum í kjölfarið regluverkið sem þá var smíðað og gerum þennan tíma upp. Skoðum hvort allt standist tímans tönn í þeim efnum.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira