Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2025 23:07 Dimitrios Agravanis varð sér til skammar með framkomu sinni í Garðabæ í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Dimitrios Agravanis átti skelfilega innkomu hjá Tindastól í kvöld í úrslitaeinvíginu á móti Stjörnunni sem endaði á því að hann var rekinn út úr húsi. Grikkinn fór endanlega með leikinn fyrir Stólana með framkomu sinni í seinni hálfleik og svo fór að Stólunum var slátrað í leiknum. Stjarnan jafnaði þar með einvígið í 1-1 og Agravanis verður væntanlega í leikbanni í þriðja leiknum í Síkinu. „Þetta skemmir ekki bara fyrir honum, því þetta skemmir fyrir öllu liðinu. Einbeitingin fer út í buskann hjá liðinu eins og við sáum trekk í trekk,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eftir leikinn. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki „Hann hélt bara áfram að haga sér svona þegar hann labbaði út af. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki en þeir vildu meina að það hafi hallað á þá í dómgæslunni,“ sagði Teitur. „Ég kenni í brjósti um Benna að eiga við svona menn, Þetta agaleysi smitaði út frá sér út um allt og eyðilagði allt ‚chemistry' fannst mér hjá Tindastól. Þetta var einn á einn sóknarleikur,“ sagði Teitur. Hermann Hauksson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, var líka allt annað en hrifinn af framkomu gríska reynsluboltans í Garðabænum. Tifandi tímasprengja „Ég er hræddastur við það fyrir hönd Tindastóls að eitt lið geti brotnað svona svakalega. Þá er ég ekki endilega að tala um þennan eina sem var hent út úr húsi,“ sagði Hermann Hauksson. „Ég sagði fyrir leik að þeir væru sterkari án hans. Þeir gefðu verið það örugglega hér í kvöld. Ég held að Stjarnan vilji frekar að hann fari ekki í bann af því að hann er svo mikil tifandi tímasprengja. Það er svo auðvelt að taka hann úr sambandi,“ sagði Hermann. „Ástæðan fyrir því að hann er að spila hérna heima er að ég veit að lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu. Hann var ekki valinn í gríska landsliðið af því að menn vilja ekki spila með honum,“ sagði Hermann. „Hann er með sögu og hann er erfiður. Hann sýndi það svo sannarlega í kvöld,“ sagði Hermann. Vonast Benni eftir banni? Teitur Örlygsson hrósaði frammistöðu Benedikts Guðmundssonar í viðtali eftir leikinn. „Þetta var rétt sem Benni sagði. Leikurinn fór gjörsamlega þarna. Svo fannst mér skína í gegn eins og Benni nánast voni að hann verði dæmdur í eins leiks leikbann því þá þarf hann ekki að eiga við hann,“ sagði Teitur. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Stjarnan jafnaði þar með einvígið í 1-1 og Agravanis verður væntanlega í leikbanni í þriðja leiknum í Síkinu. „Þetta skemmir ekki bara fyrir honum, því þetta skemmir fyrir öllu liðinu. Einbeitingin fer út í buskann hjá liðinu eins og við sáum trekk í trekk,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eftir leikinn. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki „Hann hélt bara áfram að haga sér svona þegar hann labbaði út af. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki en þeir vildu meina að það hafi hallað á þá í dómgæslunni,“ sagði Teitur. „Ég kenni í brjósti um Benna að eiga við svona menn, Þetta agaleysi smitaði út frá sér út um allt og eyðilagði allt ‚chemistry' fannst mér hjá Tindastól. Þetta var einn á einn sóknarleikur,“ sagði Teitur. Hermann Hauksson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, var líka allt annað en hrifinn af framkomu gríska reynsluboltans í Garðabænum. Tifandi tímasprengja „Ég er hræddastur við það fyrir hönd Tindastóls að eitt lið geti brotnað svona svakalega. Þá er ég ekki endilega að tala um þennan eina sem var hent út úr húsi,“ sagði Hermann Hauksson. „Ég sagði fyrir leik að þeir væru sterkari án hans. Þeir gefðu verið það örugglega hér í kvöld. Ég held að Stjarnan vilji frekar að hann fari ekki í bann af því að hann er svo mikil tifandi tímasprengja. Það er svo auðvelt að taka hann úr sambandi,“ sagði Hermann. „Ástæðan fyrir því að hann er að spila hérna heima er að ég veit að lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu. Hann var ekki valinn í gríska landsliðið af því að menn vilja ekki spila með honum,“ sagði Hermann. „Hann er með sögu og hann er erfiður. Hann sýndi það svo sannarlega í kvöld,“ sagði Hermann. Vonast Benni eftir banni? Teitur Örlygsson hrósaði frammistöðu Benedikts Guðmundssonar í viðtali eftir leikinn. „Þetta var rétt sem Benni sagði. Leikurinn fór gjörsamlega þarna. Svo fannst mér skína í gegn eins og Benni nánast voni að hann verði dæmdur í eins leiks leikbann því þá þarf hann ekki að eiga við hann,“ sagði Teitur.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira