„Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 10. maí 2025 22:06 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA vísir / jón gautur Skagamenn fengu heldur betur skell á Hlíðarenda í kvöld þegar þeir heimsóttu Valsmenn í sjöttu umferð Bestu deild karla. Valsmenn kjöldrógu Skagamenn og fóru með sannfærandi 6-1 sigur af hólmi. Þung niðurstaða fyrir gestina. „Heldur betur. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og þá fengum við nákvæmlega sömu niðurstöðu“ sagði Jón Þór Hauksson svekktur í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Það er alveg með lífsins ólíkindum að menn skyldu ekki vera tilbúnir að mæta hérna og þó það væri ekki nema bara að svara fyrir það.“ Þetta er annað stóra tap Skagamanna á stuttum tíma og sagði Jón Þór að hægt væri að rýna í þetta og sjá hvað færi forgörðum. „Já að sjálfsögðu. Í dag erum við bara andlitslausir og gjörsamlega, það er enginn karakter og við erum bara eins og hauslausar hænur að færa liðið til en það gerir enginn neitt. Það er enginn árás á Valsliðið á neinum einasta tímapunkti. Það kemur smá kafli í fyrri háflleik þar sem við komumst nálægt þeim en það var ekkert meira en það“ „Við erum bara flatir. Alveg ofboðslega flatir“ Það gerðist aftur í þessum leik eins og mátti sjá í KR leiknum að það væri eins og menn koðni. „Ég á enga skýringu á því akkurat á þessu mómenti. Ég er bara hundfúll. Hundfúll með það fyrsta að koma hérna út í seinni hálfleikinn og við erum komnir með tvö mörk á okkur eftir bara eina og hálfa eða tvær mínútur“ „Það er ekki í neinum takt við það sem við það sem við fengum fimmtán mínútur hérna á milli hálfleika til þess að ráða ráðum okkar og tala um hitt og þetta. Reyna að járna okkur upp og sýna viðbrögð við því sem var í gangi hérna á vellinum í fyrri hálfleik. Það fór ekki betur en þetta“ Jón Þór var svekktur eftir leik og sagði sína menn þurfa horfast í augu við sannleikann. „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann. Það er ekkert annað í stöðunni. Við vorum undir á öllum sviðum. Þeir hlupu meira en við, voru sterkari í návígjum en við, betri en við í vörn, sókn og öllum andskotanum“ „Einhvertaðar þurfum við að hafa betur, það er alveg ljóst. Við þurfum að fara ákveða það hvar það á að vera“ ÍA Besta deild karla Fótbolti Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
„Heldur betur. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og þá fengum við nákvæmlega sömu niðurstöðu“ sagði Jón Þór Hauksson svekktur í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik í kvöld. „Það er alveg með lífsins ólíkindum að menn skyldu ekki vera tilbúnir að mæta hérna og þó það væri ekki nema bara að svara fyrir það.“ Þetta er annað stóra tap Skagamanna á stuttum tíma og sagði Jón Þór að hægt væri að rýna í þetta og sjá hvað færi forgörðum. „Já að sjálfsögðu. Í dag erum við bara andlitslausir og gjörsamlega, það er enginn karakter og við erum bara eins og hauslausar hænur að færa liðið til en það gerir enginn neitt. Það er enginn árás á Valsliðið á neinum einasta tímapunkti. Það kemur smá kafli í fyrri háflleik þar sem við komumst nálægt þeim en það var ekkert meira en það“ „Við erum bara flatir. Alveg ofboðslega flatir“ Það gerðist aftur í þessum leik eins og mátti sjá í KR leiknum að það væri eins og menn koðni. „Ég á enga skýringu á því akkurat á þessu mómenti. Ég er bara hundfúll. Hundfúll með það fyrsta að koma hérna út í seinni hálfleikinn og við erum komnir með tvö mörk á okkur eftir bara eina og hálfa eða tvær mínútur“ „Það er ekki í neinum takt við það sem við það sem við fengum fimmtán mínútur hérna á milli hálfleika til þess að ráða ráðum okkar og tala um hitt og þetta. Reyna að járna okkur upp og sýna viðbrögð við því sem var í gangi hérna á vellinum í fyrri hálfleik. Það fór ekki betur en þetta“ Jón Þór var svekktur eftir leik og sagði sína menn þurfa horfast í augu við sannleikann. „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann. Það er ekkert annað í stöðunni. Við vorum undir á öllum sviðum. Þeir hlupu meira en við, voru sterkari í návígjum en við, betri en við í vörn, sókn og öllum andskotanum“ „Einhvertaðar þurfum við að hafa betur, það er alveg ljóst. Við þurfum að fara ákveða það hvar það á að vera“
ÍA Besta deild karla Fótbolti Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira