Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fram er komið á blað þökk sé Öldu Ólafsdóttur.
Fram er komið á blað þökk sé Öldu Ólafsdóttur. Vísir/Anton Brink

Á fimmtudag og föstudag fór fram heil umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fram vann sinn fyrsta leik, Sandra María Jessen komst á blað og Þróttur lagði Val í Reykjavíkurslag. Hér að neðan má sjá öll mörkin að leik Tindastól og Breiðabliks undanskildum.

Sandra María Jessen fór hamförum á síðustu leiktíð en hafði ekki enn skorað þegar Þór/KA sótti nýliða FHL heim. Það breyttist heldur betur en Sandra María skoraði þrennu í 5-2 sigri Akureyringa.

Sonja Björg Sigurðardóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir gerðu hin tvö mörk Þórs/KA á meðan Hrafnheildur Eik Reimarsdóttir og Aida Kardovic skoruðu mörk FHL.

Klippa: Besta deild kvenna: FHL 2-5 Þór/KA

Fram vann sinn fyrsta sigur þegar nýliðarnir sóttu Víking heim. Alda Ólafsdóttir skoraði bæði mörk Fram á meðan Ísfold Marý Sigtryggsdóttir skoraði mark Víkinga.

Klippa: Besta deild kvenna: Víkingur 1-2 Fram

Þróttur vann frækinn 3-1 sigur á Hlíðarenda. Þórdís Elva Ágústsdóttir, Freyja Karín Þorvarðardóttir og María Eva Eyjólfsdóttir skoruðu mörk Þróttar eftir að Lillý Rut Hlynsdóttir kom Val yfir.

Klippa: Valur 1-3 Þróttur R.

FH vann 2-1 endurkomusigur á Stjörnunni. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom gestunum úr Garðabæ yfir. Birna Kristín Björnsdóttir jafnaði metin og Maya Lauren Hansen tryggði FH stigin þrjú.

Klippa: FH 2-1 Stjarnan

Breiðablik gerði góða ferð á Sauðárkrók þrátt fyrir að lenda undir. Elísa Bríet Björnsdóttir kom Tindastól yfir áður en Birta Georgsdóttir jafnaði metin. Eftir það skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir tvívegis á meðan Andrea Rut Bjarnadóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoruðu sitthvort markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×