Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar 10. maí 2025 14:03 Við skynjum það núna á þeirri bylgju sem fór um heiminn við fráfall Frans páfa og eins er nýkjörinn Páfi steig fram á svalir Péturskirkjunnar að hvort sem okkur líkar það betur eða verr er veröldin býsna trúarlegur staður. Það sem sagt er í nafni trúarbragða virðist hafa áhrif á lífsgæði almennings. Því er mikilvægt að menningin á hverjum tíma haldi trúarbrögðunum ábyrgum og spyrji þau hvað þau meini í félagslegum efnum. Hin kaþólska félagskenning Bent hefur verið á að með því að taka sér nafnið Leó hafi hinn nýi páfi gefið skýr félagspólitísk skilboð. Almennt er litið svo á innan kaþólsku kirkjunnar að umburðarbréf Leós páfa XIII, Rerum Novarum frá árinu 1891, hafi markað upphaf þess textasafns sem nefnt er kaþólsk félagskenning (e. Catholic social teaching). Er þar um að ræða safn skjala svo sem umburðarbréf frá páfum, ályktanir kirkjuþinga eða gögn frá öðru viðurkenndu kennivaldi sem eiga það sameiginlegt að varða félagspólitísk málefni. Efnið sem þannig myndar hina kaþólsku félagskenningu er að mestum hluta útgefið eftir miðbik síðustu aldar og spannar þau félagslegu málefni sem efst hafa verið á baugi á hverjum tíma. Áhersluatriði kaþólkskrar félagskenningar eru almennt sögð varða (1) samstöðu allra manna, gildi þess að (2) ákvarðanir séu teknar í sem nánustum tengslum við þá aðila og samfélög sem málið varðar (e. subsidiarity), (3) iðkun réttlætis og (4) sanngjarnra viðskiptahátta, viðurkenningu á því að (5) gæði heimsins séu ætluð öllum og að (6) einkaeign sé virt en jafnframt (7) samstaða iðkuð með fátækum.[1] Á þeim árum er Leó páfi skrifaði Rerum Novarum var iðnbyltingin komin til sögunnar sem afsprengi upplýsingarinnar, tækninýjunga og frjálslyndra viðskiptahátta og tókst á við sósíalískar hugmyndir í menningunni. Í bréfi sínu gefur Leó XIII eindregin pólitísk skilaboð. Hann fjallar m.a. um atvinnuna sem hina raunverulegu uppsprettu fjármagns, þá ræðir hann gagnkvæma ábyrgð yfirvalda og almennings og leggur áherslu á manngildi hverrar persónu óháð stétt og stöðu. Hverju trúir kristið fólk? Þrír megin þættir kristins átrúnaðar eru trúin á heilaga þrenningu; Guð skaparann, Jesú Krist og heilagan anda. Er ekki langsótt að láta eitthvað svona hafa áhrif á athafnir daglegs lífs og jafn vel heimsmálin sjálf? myndi margur spyrja. Ekki spyr þó MAGA hreyfingin svo. Þar nötra menn af gremju eftir að í ljós kom hver var kjörinn páfi og fyrir hvað hann stendur í trúarefnum. Þetta fólk skilur pólitík og veit að það hvernig trúin er túlkuð á hverjum tíma hefur bein áhrif á hugarfar almennings. Ef fólk trúir á Guð sem er upp hafinn, fjarlægur og refsandi þá getur verið stemmning fyrir því að beita yfirráðum og fautaskap í hans nafni. Ef fólk trúir á umhyggjusaman skapara sem birtist heiminum í nýfæddu flóttabarni þá situr valdníðslan einhvern veginn öðruvísi í sálarlífinu. Veraldlegur húmanismi En nú vill margt fólk, alltént á vesturlöndum, ekki láta troða neinum trúarhugmyndum upp á sig en kýs veraldlega heimsmynd sem styðst við náttúruvísindalega þekkingu og heilbrigða skynsemi. Hinn veraldlega þenkjandi maður getur meðtekið lífið í undrun og þakklæti og þjónað því af ábyrgð án þess að þurfa nokkurn skapaðan hlut að styðjast við guðstrú. Sjáið bara Gunnar Hersvein heimspeking, ekki þarf hann að trúa á Guð til að miðla góðum gildum! Ímyndum okkur nú Gunnar Hersvein og Leó páfa sitjandi í björtu blíðviðri upp við steininn í Esju með gott brúsakaffi í hönd. Við þeim blasir iðandi mannlíf höfuðborgarsvæðisins, bjartur Faxaflóinn og Reykjanesið í fjarska. L: Það er stórkostlega fallegt hjá ykkur hérna. G: Takk. Sjáðu reykinn sem stígur upp þarna yst á nesinu. Þar er Grindavík. Við búum í lifandi landi. Finnum heiminn bókstaflega verða til undir fótum okkar. L: Vá! G: Þetta er mikið álag fyrir alla og skelfilegt áfall fyrir Grindvíkinga. En kraftarnir sem eru að verki maður! L: Svo hafið þið fiskinn í hafinu. Sérðu hvernig sólin glampar á haffletinum. G: Einu sinni mátti sjá skítaflekkina leggja hér frá borginni út í sjó. Nú eru komnar skolphreinsunarstöðvar. Íslendingar eru farnir að sjá og skilja að þeir eru hluti af náttúrunni. Ég trúi því að við eigum eftir að ná þeim þroska að lifa og anda í takt við hafið. L: Það bara verður að gerast. Við þurfum algera hugarfarsbreytingu. Ég vona að fólk horfi á nýju myndina hans Attenborough. Veðrið er milt og góðviðrisský sigla um himinn. Með logninu berst umferðarniður upp úr Kollafirðinum. Þungir vöruflutningabílar erfiða í báðar áttir á of heitu malbikinu. L: Ég veit að þú ert veraldlegur húmanisti. G: Og? L: Truflar það þig nokkuð þótt ég líti á heimabyggð þína umlukta þessu skínandi hafi sem líkama Guðs? G: Mér finnst það bara mjög fallegt. L: Takk. – Ég las greinina þína á Vísi hér um daginn. G: Gaman að heyra. L: Öll börn eru okkar börn, skrifaðir þú. G: Já, hvað fannst þér? L: Þú kemst að sömu siðferðilegu niðurstöðu og kristin kirkja. G: Ég veit. L: Áttu meira kaffi? Spennufall Við erum komin á þann stað í heimssögunni að engin spenna ríkir lengur milli náttúruvísinda og kristinnar trúar. Guðfræði páfastóls eins og hún birtist heiminum í Frans páfa og væntanlega í meðförum Leó XIV sér heiminn, líkt og veraldlegur húmanismi og SÞ gera einmitt líka, sem samansafn opinna gagnvirkra kerfa þar sem allt er innbyrðis tengt og háð hvað öðru. Sameinuðu þjóðirnar eru sá vettvangur sem umfaðamar þetta best með sínum heimsmarkmiðum. Þar er lífið sjálft sett í forgrunn og krafa borin fram um sjálfbæra samvinnu manns og náttúru. Hið kristna ímyndunarafl bætir svo við þeim möguleika að sjá alheiminn sem ástargjöf og jafn vel að ræða um hann sem líkama Guðs og jörðina svo sem væri hún systir. Fullyrða má að megin þorri allra trúarbragða veraldar ásamt SÞ og veraldlegum húmanistum séu sammála þeirri áherslu að líta á mannkyn sem þátttakanda í vistkerfinu fremur en eiganda þess. Þessir aðilar bera fram kröfu um virðingu fyrir öllu lífi og sanngirni í samskiptum manna. Litið er á mannkyn sem eitt fjölbreytt kyn sem vegna færni sinnar beri siðferðilega ábyrgð gagnvart heiminum. Hið kristna ímyndunarafl bætir svo við þeim möguleika að vegna Jesú sem gerst hafi bróðir alls sem lifir megi sjá mannlífið sem eitt stórt ættarmót! Eða, með orðum Leó sem létu hrokavaldið í heiminum skjálfa: Guð elskar alla. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Schwindt, Daniel. Catholic Social Teaching: A New Synthesis (Rerum Novarum to Laudato Si’). [Útg.st. ekki getið]: Agnus Dei Publishing, 2015, s. 5-6. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Andlát Frans páfa Leó fjórtándi páfi Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Við skynjum það núna á þeirri bylgju sem fór um heiminn við fráfall Frans páfa og eins er nýkjörinn Páfi steig fram á svalir Péturskirkjunnar að hvort sem okkur líkar það betur eða verr er veröldin býsna trúarlegur staður. Það sem sagt er í nafni trúarbragða virðist hafa áhrif á lífsgæði almennings. Því er mikilvægt að menningin á hverjum tíma haldi trúarbrögðunum ábyrgum og spyrji þau hvað þau meini í félagslegum efnum. Hin kaþólska félagskenning Bent hefur verið á að með því að taka sér nafnið Leó hafi hinn nýi páfi gefið skýr félagspólitísk skilboð. Almennt er litið svo á innan kaþólsku kirkjunnar að umburðarbréf Leós páfa XIII, Rerum Novarum frá árinu 1891, hafi markað upphaf þess textasafns sem nefnt er kaþólsk félagskenning (e. Catholic social teaching). Er þar um að ræða safn skjala svo sem umburðarbréf frá páfum, ályktanir kirkjuþinga eða gögn frá öðru viðurkenndu kennivaldi sem eiga það sameiginlegt að varða félagspólitísk málefni. Efnið sem þannig myndar hina kaþólsku félagskenningu er að mestum hluta útgefið eftir miðbik síðustu aldar og spannar þau félagslegu málefni sem efst hafa verið á baugi á hverjum tíma. Áhersluatriði kaþólkskrar félagskenningar eru almennt sögð varða (1) samstöðu allra manna, gildi þess að (2) ákvarðanir séu teknar í sem nánustum tengslum við þá aðila og samfélög sem málið varðar (e. subsidiarity), (3) iðkun réttlætis og (4) sanngjarnra viðskiptahátta, viðurkenningu á því að (5) gæði heimsins séu ætluð öllum og að (6) einkaeign sé virt en jafnframt (7) samstaða iðkuð með fátækum.[1] Á þeim árum er Leó páfi skrifaði Rerum Novarum var iðnbyltingin komin til sögunnar sem afsprengi upplýsingarinnar, tækninýjunga og frjálslyndra viðskiptahátta og tókst á við sósíalískar hugmyndir í menningunni. Í bréfi sínu gefur Leó XIII eindregin pólitísk skilaboð. Hann fjallar m.a. um atvinnuna sem hina raunverulegu uppsprettu fjármagns, þá ræðir hann gagnkvæma ábyrgð yfirvalda og almennings og leggur áherslu á manngildi hverrar persónu óháð stétt og stöðu. Hverju trúir kristið fólk? Þrír megin þættir kristins átrúnaðar eru trúin á heilaga þrenningu; Guð skaparann, Jesú Krist og heilagan anda. Er ekki langsótt að láta eitthvað svona hafa áhrif á athafnir daglegs lífs og jafn vel heimsmálin sjálf? myndi margur spyrja. Ekki spyr þó MAGA hreyfingin svo. Þar nötra menn af gremju eftir að í ljós kom hver var kjörinn páfi og fyrir hvað hann stendur í trúarefnum. Þetta fólk skilur pólitík og veit að það hvernig trúin er túlkuð á hverjum tíma hefur bein áhrif á hugarfar almennings. Ef fólk trúir á Guð sem er upp hafinn, fjarlægur og refsandi þá getur verið stemmning fyrir því að beita yfirráðum og fautaskap í hans nafni. Ef fólk trúir á umhyggjusaman skapara sem birtist heiminum í nýfæddu flóttabarni þá situr valdníðslan einhvern veginn öðruvísi í sálarlífinu. Veraldlegur húmanismi En nú vill margt fólk, alltént á vesturlöndum, ekki láta troða neinum trúarhugmyndum upp á sig en kýs veraldlega heimsmynd sem styðst við náttúruvísindalega þekkingu og heilbrigða skynsemi. Hinn veraldlega þenkjandi maður getur meðtekið lífið í undrun og þakklæti og þjónað því af ábyrgð án þess að þurfa nokkurn skapaðan hlut að styðjast við guðstrú. Sjáið bara Gunnar Hersvein heimspeking, ekki þarf hann að trúa á Guð til að miðla góðum gildum! Ímyndum okkur nú Gunnar Hersvein og Leó páfa sitjandi í björtu blíðviðri upp við steininn í Esju með gott brúsakaffi í hönd. Við þeim blasir iðandi mannlíf höfuðborgarsvæðisins, bjartur Faxaflóinn og Reykjanesið í fjarska. L: Það er stórkostlega fallegt hjá ykkur hérna. G: Takk. Sjáðu reykinn sem stígur upp þarna yst á nesinu. Þar er Grindavík. Við búum í lifandi landi. Finnum heiminn bókstaflega verða til undir fótum okkar. L: Vá! G: Þetta er mikið álag fyrir alla og skelfilegt áfall fyrir Grindvíkinga. En kraftarnir sem eru að verki maður! L: Svo hafið þið fiskinn í hafinu. Sérðu hvernig sólin glampar á haffletinum. G: Einu sinni mátti sjá skítaflekkina leggja hér frá borginni út í sjó. Nú eru komnar skolphreinsunarstöðvar. Íslendingar eru farnir að sjá og skilja að þeir eru hluti af náttúrunni. Ég trúi því að við eigum eftir að ná þeim þroska að lifa og anda í takt við hafið. L: Það bara verður að gerast. Við þurfum algera hugarfarsbreytingu. Ég vona að fólk horfi á nýju myndina hans Attenborough. Veðrið er milt og góðviðrisský sigla um himinn. Með logninu berst umferðarniður upp úr Kollafirðinum. Þungir vöruflutningabílar erfiða í báðar áttir á of heitu malbikinu. L: Ég veit að þú ert veraldlegur húmanisti. G: Og? L: Truflar það þig nokkuð þótt ég líti á heimabyggð þína umlukta þessu skínandi hafi sem líkama Guðs? G: Mér finnst það bara mjög fallegt. L: Takk. – Ég las greinina þína á Vísi hér um daginn. G: Gaman að heyra. L: Öll börn eru okkar börn, skrifaðir þú. G: Já, hvað fannst þér? L: Þú kemst að sömu siðferðilegu niðurstöðu og kristin kirkja. G: Ég veit. L: Áttu meira kaffi? Spennufall Við erum komin á þann stað í heimssögunni að engin spenna ríkir lengur milli náttúruvísinda og kristinnar trúar. Guðfræði páfastóls eins og hún birtist heiminum í Frans páfa og væntanlega í meðförum Leó XIV sér heiminn, líkt og veraldlegur húmanismi og SÞ gera einmitt líka, sem samansafn opinna gagnvirkra kerfa þar sem allt er innbyrðis tengt og háð hvað öðru. Sameinuðu þjóðirnar eru sá vettvangur sem umfaðamar þetta best með sínum heimsmarkmiðum. Þar er lífið sjálft sett í forgrunn og krafa borin fram um sjálfbæra samvinnu manns og náttúru. Hið kristna ímyndunarafl bætir svo við þeim möguleika að sjá alheiminn sem ástargjöf og jafn vel að ræða um hann sem líkama Guðs og jörðina svo sem væri hún systir. Fullyrða má að megin þorri allra trúarbragða veraldar ásamt SÞ og veraldlegum húmanistum séu sammála þeirri áherslu að líta á mannkyn sem þátttakanda í vistkerfinu fremur en eiganda þess. Þessir aðilar bera fram kröfu um virðingu fyrir öllu lífi og sanngirni í samskiptum manna. Litið er á mannkyn sem eitt fjölbreytt kyn sem vegna færni sinnar beri siðferðilega ábyrgð gagnvart heiminum. Hið kristna ímyndunarafl bætir svo við þeim möguleika að vegna Jesú sem gerst hafi bróðir alls sem lifir megi sjá mannlífið sem eitt stórt ættarmót! Eða, með orðum Leó sem létu hrokavaldið í heiminum skjálfa: Guð elskar alla. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Schwindt, Daniel. Catholic Social Teaching: A New Synthesis (Rerum Novarum to Laudato Si’). [Útg.st. ekki getið]: Agnus Dei Publishing, 2015, s. 5-6.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun