Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. maí 2025 12:05 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. Morgunblaðið greindi frá því í dag að Ólafur Þ. Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari, hafi gert verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna hrunmáls í upphafi árs 2012. Nauðsynlegur samningur Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn og Jón Óttar Ólafsson, eigendur og stofnendur PPP, höfðu gegnt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þegar þeir stofnuðu fyrirtækið en þeir voru síðar kærðir af embættinu í maí 2012 vegna brots á þagnarskyldu. Þeir gengu til liðs við sérstakan saksóknara árið 2009 og voru báðir starfsmenn embættisins í nóvember 2011 þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Mikið hefur verið fjallað um PPP síðustu vikur eftir umfjöllun Kveiks varðandi njósnir fyrirtækisins. Ólafur segir að samningur við fyrirtækið hafi verið nauðsynlegur á þeim tíma. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar í nóvember 2014 kom fram að PPP sf. hefði fengið 4,3 milljónir króna greiddar frá Sérstökum saksóknara fyrir störf sín árið 2012. Þau störf voru innt af hendi áður en Jón Óttar og Guðmundur Haukur voru kærðir. „Þeir voru í verktöku hjá okkur við mál sem þeir áttu ólokið þegar þeir luku störfum hjá embættinu um áramótin. Það samband minnir mig hafa verið í tvo mánuði, í janúar og febrúar til að tryggja yfirfærslu þeirra verkefna sem þeir áttu ólokið.“ Lagaheimild til staðar Ólafur segir í raun ekkert athugavert við umræddan samning og minnir á að ekki hafi legið fyrir á þeim tíma að PPP stundaði njósnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er sérstök lagaheimild fyrir þessu í lögum um sérstakan saksóknara í fjórðu grein þeirra laga. Þá er gert ráð fyrir því að embættið gæti leitað til sérfræðinga bæði innlendra og erlendra.“ Í verktöku fyrir embættið vann PPP að máli sem varðaði kæru á hendur Sjóvá og Milestone. „Þeir voru að vinna með þessa Sjóvá kæru og inn í það tengist auðvitað Milestone. Núna hefur komið í ljós eftir þessa opinberun að þeir voru að reyna búa til einhvers konar samninga við Sjóvá á sama tíma. Við fyrst og fremst töldum að þeir væru að fara vinna fyrir aðra aðila. Ég reikna bara með að þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið boðaðar muni fara mjög þétt ofan í saumana á öllum þáttum málsins.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að Ólafur Þ. Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari, hafi gert verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna hrunmáls í upphafi árs 2012. Nauðsynlegur samningur Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn og Jón Óttar Ólafsson, eigendur og stofnendur PPP, höfðu gegnt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þegar þeir stofnuðu fyrirtækið en þeir voru síðar kærðir af embættinu í maí 2012 vegna brots á þagnarskyldu. Þeir gengu til liðs við sérstakan saksóknara árið 2009 og voru báðir starfsmenn embættisins í nóvember 2011 þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Mikið hefur verið fjallað um PPP síðustu vikur eftir umfjöllun Kveiks varðandi njósnir fyrirtækisins. Ólafur segir að samningur við fyrirtækið hafi verið nauðsynlegur á þeim tíma. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar í nóvember 2014 kom fram að PPP sf. hefði fengið 4,3 milljónir króna greiddar frá Sérstökum saksóknara fyrir störf sín árið 2012. Þau störf voru innt af hendi áður en Jón Óttar og Guðmundur Haukur voru kærðir. „Þeir voru í verktöku hjá okkur við mál sem þeir áttu ólokið þegar þeir luku störfum hjá embættinu um áramótin. Það samband minnir mig hafa verið í tvo mánuði, í janúar og febrúar til að tryggja yfirfærslu þeirra verkefna sem þeir áttu ólokið.“ Lagaheimild til staðar Ólafur segir í raun ekkert athugavert við umræddan samning og minnir á að ekki hafi legið fyrir á þeim tíma að PPP stundaði njósnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er sérstök lagaheimild fyrir þessu í lögum um sérstakan saksóknara í fjórðu grein þeirra laga. Þá er gert ráð fyrir því að embættið gæti leitað til sérfræðinga bæði innlendra og erlendra.“ Í verktöku fyrir embættið vann PPP að máli sem varðaði kæru á hendur Sjóvá og Milestone. „Þeir voru að vinna með þessa Sjóvá kæru og inn í það tengist auðvitað Milestone. Núna hefur komið í ljós eftir þessa opinberun að þeir voru að reyna búa til einhvers konar samninga við Sjóvá á sama tíma. Við fyrst og fremst töldum að þeir væru að fara vinna fyrir aðra aðila. Ég reikna bara með að þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið boðaðar muni fara mjög þétt ofan í saumana á öllum þáttum málsins.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira