Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 11:45 Luis Enrique með dóttur sinni Xönu eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni 2015. Getty/Ina Fassbender Luis Enrique, þjálfari Paris Saint Germain, missti sína stærstu stjörnu til Real Madrid fyrir tímabilið en er þrátt fyrir það búinn að koma Paris Saint Germain alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann hefur unnið magnað starf í París og sett saman magnað fótboltalið sem hefur ekki aðeins rúllað yfir frönsku deildina heldur er nú komið alla leið í bestu deild Evrópu. Til þess að komast þangað þurfti hann að slá út ensku liðin Liverpool, Aston Villa og nú síðast Arsenal í undanúrslitunum. Enrique þekkir það að vinna Meistaradeildina en það gerði hann með Barcelona fyrir tíu árum síðan. Þegar Enrique fagnaði sigri Barcelona í Berlín í júní 2015 þá var hann með fimm ára dóttur sína, Xana, sér við hlið. View this post on Instagram A post shared by Oh My Goal (@ohmygoal) Xana lést úr krabbameini í lok ágúst 2019 þegar hún var aðeins níu ára gömul. Enrique var hugsað til Xönu sinnar eftir sigurinn á Arsenal og talaði um hana á blaðamannafundinum eftir leikinn. „Ég man eftir ótrúlegri mynd af mér með dóttur minni, eftir að við unnum Meistaradeildina, að reisa Barca fánann á miðjum vellinum,“ sagði Luis Enrique en það má sjá þessa mynd hér fyrir neðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti endurtekið leikinn með PSG. Hún verður ekki þarna í líkamlegu formi en hún verður þarna í anda. Það er mér mjög mikilvægt,“ sagði Enrique. Hann ætlar að heiðra minningu dóttur sinnar með því að vinna aftur Meistaradeildina. „Ætti ég að segja að ég sé óheppinn maður eða að lukkan leiki við mig. Ég lít á mig sem mjög heppin mann. Fólk segir: En þú misstir níu ára dóttur þína. Ég svara: Dóttir mín bjó hjá okkur í níu yndisleg ár,“ sagði Enrique. View this post on Instagram A post shared by 433 (@433) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira
Hann hefur unnið magnað starf í París og sett saman magnað fótboltalið sem hefur ekki aðeins rúllað yfir frönsku deildina heldur er nú komið alla leið í bestu deild Evrópu. Til þess að komast þangað þurfti hann að slá út ensku liðin Liverpool, Aston Villa og nú síðast Arsenal í undanúrslitunum. Enrique þekkir það að vinna Meistaradeildina en það gerði hann með Barcelona fyrir tíu árum síðan. Þegar Enrique fagnaði sigri Barcelona í Berlín í júní 2015 þá var hann með fimm ára dóttur sína, Xana, sér við hlið. View this post on Instagram A post shared by Oh My Goal (@ohmygoal) Xana lést úr krabbameini í lok ágúst 2019 þegar hún var aðeins níu ára gömul. Enrique var hugsað til Xönu sinnar eftir sigurinn á Arsenal og talaði um hana á blaðamannafundinum eftir leikinn. „Ég man eftir ótrúlegri mynd af mér með dóttur minni, eftir að við unnum Meistaradeildina, að reisa Barca fánann á miðjum vellinum,“ sagði Luis Enrique en það má sjá þessa mynd hér fyrir neðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti endurtekið leikinn með PSG. Hún verður ekki þarna í líkamlegu formi en hún verður þarna í anda. Það er mér mjög mikilvægt,“ sagði Enrique. Hann ætlar að heiðra minningu dóttur sinnar með því að vinna aftur Meistaradeildina. „Ætti ég að segja að ég sé óheppinn maður eða að lukkan leiki við mig. Ég lít á mig sem mjög heppin mann. Fólk segir: En þú misstir níu ára dóttur þína. Ég svara: Dóttir mín bjó hjá okkur í níu yndisleg ár,“ sagði Enrique. View this post on Instagram A post shared by 433 (@433)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira