Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 10. maí 2025 11:03 Kerfisáætlun Landsnets 2025 - 2034 Áður en við byrjum skal það skýrt tekið fram að undirritaður er síður en svo mótfallinn styrkingu raforkukerfisins hvað varðar byggðalínur og virkjanakosti Landsvirkjunar í Húnabyggð. Landsnet fer nú um landið og kynnir nýja kerfisáætlun, sem er vel, hún kynnir sig ekki sjálf, engu er til sparað og fundir vel upp settir. En hverjum á kerfisáætlun að þjóna ? Ég get í það minnsta ekki séð að hún þjóni orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Sniðin setja Húnabyggð á sama stað og 101 Reykjavík, það má segja að allt sé gert til að tryggja að ekki verði orkutengd uppbygging í Húnabyggð. Til dæmis er Landsnet mjög áfram um að svipta sveitarfélög skipulagsvaldi með Raflínunefndum. Hversu mikið hefur uppbygging tafist á Norðurlandi vegna vinnubragða Landsnets ? Það situr orka föst í Blönduvirkjun og ekkert hefur verið aðhafst við að koma henni stystu leið í vinnu á iðnaðarsvæði í Húnabyggð með byggingu auka línu. Hversu mikið er tap Landsnets við að flytja ekki orku til að hægt sé að nýta hana og tap Landsvirkjunar við að selja hana ekki ? Getur verið að Landsvirkjun tapi á þessu 1 milljarði á ári? Hversu mikið hefur tapast og hversu stórt er tjónið á hagvexti á NV, hver væri staða landshlutans og þá sér í lagi Húnabyggðar sem á skjalageymslur fullar af sviknum loforðum. Hvers vegna hefur ekki verið hægt að byrja á virkjunum í veituleið Blönduvirkjunar sem eru fyrir löngu komnar í nýtingarflokk í rammaáætlun ? Er það vegna þess að Landsnet hefur ákveðið að flækja Byggðalínuleiðina með Borgarlínu útspilinu, ef ekki hefði verið farið í það að þá hefði væntanlega verið löngu búið að endurnýja 1 legg Blöndulínu 1 niður í Laxárvatn. Hvers vegna er síminn ekki rauðglóandi hjá okkur með áhugasömum orkukaupendum ? Er það vegna þess að Landsnet ætlar sér að flytja orkuna lengra í burtu - fæst meira fyrir flutninginn - á kostnað nærumhverfisins. Landsnet sagði nefnilega á kynningarfundinum í Húnabyggð að það þyrfti nýju byggðalínurnar til að hægt væri að flytja orku Austur og Suður. Hvers vegna er Landsnet ekki búið að fara fram á það að fá að greiða landeigendum leigu í stað úreltra einskiptisgreiðslna, ef lína rýrir landgæði eða nýtingu þá er mun eðlilegra að bætur fylgi jörð heldur en að núverandi landeigandi leysi bara út og fari með bæturnar ef svo ber undir, leigugreiðslan sem fylgir jörð eykur verðgildi frekar en að rýra. Er það mögulega ástæða þess að Landsnet hefur verið fast með t.d. Blöndulínu 3 í 20 ár og illa gengur að semja við landeigendur. Og þar sem það eru sífelldar áskoranir í rekstri sveitarfélaga af hverju horfir Landsnet ekki til þess að óska eftir að fá að greiða fasteignagjöld af byggðalínunum til sveitarfélaganna til að tryggja enn frekar sátt um byggingu þeirra. Hvert er kostnaðurinn við að byggja alltaf nýjar línur og geta svo ekki viðhaldið þeim eldri fyrr en seint og um síðir og hversu mikla tafir og mótstöðu býr það verklag til í samfélögum á landsbyggðinni ? Væri kannski nær að hugsa þetta þannig að nýja línan leysti þá eldri af svo hægt væri að endurnýja án þess að bæta við endalausum viðhaldskostnaði. Eitt af þeim atriðum sem var sérstaklega haft á orði við sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduóss, var : “Vegna framkvæmda við vindmyllugarð í Blöndulundi og Blöndulínu 3 á Steinárhálsi er uppbygging vega með bundnu slitlagi í austanverðum Blöndudal fram fyrir Bollastaði og Svartárdalsvegar fram að Stafni óhjákvæmileg og í raun forsenda heimamanna fyrir slíkum framkvæmdum.” Ég hef óskað eftir því að fá sent mat á áhrifum þess að flytja aðföng upp á hálendi og hvaða leiðir verði helst notaðar. Uppbygging innviða má ekki bitna á þeim lélegu innviðum sem eru til staðar í Húnabyggð. Ég hef ekki rekist á greiningu á þessu veigamikla atriði í mati umhverfisáhrifa eða hvað varðar öryggi en þar kemur fram að Landsnet hugi “ekki síst að öryggi starfsfólksins okkar sem vinnur við þessa mikilvægu innviði”. Landsnet segir sjálf að betri afhendingar geta stuðlað að jöfnun búsetuskilyrða, hvaða landsvæði er Landsnet með í huga við þessa fullyrðingu ? Eftir þessa yfirferð mína þá eru hér nokkrir punktar úr nýju Kerfisáætluninni frá Landsneti sem koma mér skringilega fyrir sjónir sé horft til þeirra með sértæku byggðagleraugunum sem á fann á okkar frábæra skjalasafni hjá sviknu loforðunum. “Takmörkuð flutningsgeta á milli landshluta gerir það að verkum að ekki er hægt að keyra allar virkjanir á fullum afköstum. Þetta takmarkar líka möguleika á uppbyggingu nýrrar orkuframleiðslu. Eins og er skilar takmörkuðum ávinningi að virkja frekar á Norður- eða Austurlandi þar sem ójafnvægi myndi aukast í veikri byggðalínu. Þetta takmarkar verulega nýtingu nýrra og núverandi orkuauðlinda. Flutningstakmarkanir hafa kostað Ísland um 11-15 milljarða króna á ári undanfarin ár og eru þá ekki tekin með glötuð tækifæri í atvinnuuppbyggingu. ” Línuframkvæmdir á borð við Holtavörðuheiðarlínur 1 og 3 og Blöndulínu 3 ætti að líta á sem þjóðhagslega mikilvæga innviði og tryggja að þær gangi greiðlega fyrir sig. Eins og er er kerfið uppselt – víðast hvar um landið er ekki hægt að afhenda meiri orku til atvinnuuppbyggingar eða orkuskipta en þegar er gert 8.2 Auknir möguleikar fyrir atvinnulíf og nýsköpun Styrking flutningskerfisins skapar öflugan grunn fyrir atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í öllum landshlutum. Óhætt er að taka undir orð formanns Samtaka Iðnaðarins sem féllu á iðnþingi í ár. Án orku verður ekki hagvöxtur. Með betra flutningskerfi og aukinni afhendingargetu raforku geta fyrirtæki treyst á stöðuga orkuafhendingu, óháð staðsetningu. Þetta eykur möguleika á uppbyggingu atvinnugreina sem krefjast mikillar raforku, svo sem gagnavera, landeldis, vetnisframleiðslu, grænna iðngarða og framleiðslu á rafeldsneyti. 8.3 Örugg afhending raforku styrkir traust og stöðugleika Eitt af grundvallaratriðum í efnahagslegri velgengni er örugg og áreiðanleg afhending raforku. Þegar flutningskerfið er sterkt og sveigjanlegt er hægt að tryggja áreiðanleika og gæði í afhendingu, jafnvel við miklar sveiflur í eftirspurn eða náttúruhamfarir. Þetta er sérstaklega mikilvægt, ekki bara í ljósi þess að íslenskt atvinnulíf er í síauknum mæli háð stafrænum lausnum og háþróaðri tækni sem krefst stöðugrar orkuafhendingar heldur líka í ljósi þess að stórir notendur í þungt lestuðu kerfi auka áhættuna á skaðlegum áhrifum truflana eins og nýleg dæmi sýna og áhætta tengd eldvirkni og öðrum náttúruhamförum hefur aukist. Traust og áreiðanleiki raforkukerfisins hefur einnig bein áhrif á erlenda fjárfestingu. Fyrirtæki sem íhuga að setja upp starfsemi hér á landi þurfa að vita að þau geta reitt sig á örugga orkuafhendingu. Með því að styrkja flutningskerfið eykst traust fjárfesta á Íslandi sem ákjósanlegum stað fyrir orkufreka starfsemi sem leiðir til meiri fjárfestinga og aukins hagvaxtar 8.4 Flutningstakmarkanir hamla nýrri orkuvinnslu Sterkt flutningskerfi stuðlar einnig að jafnvægi í byggðaþróun. Sumir landshlutar hafa lengi staðið frammi fyrir skorti á bæði öruggri raforkuafhendingu og afhendingargetu sem dregur úr möguleikum til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar á viðkomandi svæðum. Fjölmörg dæmi má telja til um töpuð tækifæri til atvinnusköpunar á þeim svæðum þar sem flutningskerfið er takmarkandi og það hefur til lengri tíma leitt til þess að laun almennings á þeim svæðum hafa hækkað hægar en annars staðar. Með því að efla flutningsgetu kerfisins er unnt að tryggja jafnan aðgang að raforku um allt land og stuðla þannig að fjölbreyttara atvinnulífi og sterkari byggðum. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir ný tækifæri í matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og grænni iðnvæðingu í dreifðum byggðum. Öflugra raforkukerfi er forsenda fyrir nýtingu rafvæddra lausna í framleiðslu og ferðaþjónusta þróað sjálfbærari þjónustu með aukinni rafvæðingu sem eykur gæði og dregur úr umhverfis- og loftslagsáhrifum. 8.5 Flutningskerfið sem lykill að orkuskiptum Orkuskipti eru meðal mikilvægustu viðfangsefna samtímans og Ísland hefur einstaka möguleika til að vera áfram í fararbroddi á þeirri vegferð. Til þess að nýta þá möguleika til fulls er nauðsynlegt að styrkja og bæta flutningskerfið svo að raforka geti verið nýtt með hagkvæmum og sveigjanlegum hætti um allt land. Stór hluti orkuskipta felst í rafvæðingu samgangna, iðnaðar og annarra lykilþátta í hagkerfinu. Með því að bæta flutningsgetu raforkukerfisins má hraða orkuskiptum og tryggja að hægt sé að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina og endurnýjanlega orku. Þetta hefur ekki einungis umhverfislegan ávinning heldur skapar einnig ný atvinnutækifæri og styrkir forsendur fyrir grænum lausnum. 8.6 Jöfnun búsetuskilyrða og dreifing atvinnuuppbyggingar Sterkt flutningskerfi stuðlar einnig að jafnvægi í byggðaþróun. Í dag standa sumir landshlutar frammi fyrir skorti á raforkuafhendingu sem dregur úr möguleikum til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar á viðkomandi svæðum. Með því að efla flutningsgetu kerfisins er unnt að tryggja jafnan aðgang að raforku um allt land og stuðla þannig að fjölbreyttara atvinnulífi og sterkari byggðum í samræmi við markmið í 1.gr. raforkulaga. Þessar línur, sem voru byggðar 1974–1977, hafa takmarkaða flutningsgetu, eru komnar til ára sinna og hafa í nokkur ár takmarkað afhendingargetu rafmagns á svæðinu og annars staðar á landinu. Aðgangur að öruggri raforku er grundvöllur allrar atvinnustarfsemi og án raforku verður ekki hagvöxtur. Flutningskerfi raforku hefur áhrif á alla atvinnustarfsemi landsins og lífsgæði um land allt. Þetta endurspeglast í markmiði raforkulaga: að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Endurgreiðslutími uppbyggingar flutningskerfisins er metinn á bilinu 4 til 13 ár fyrir mannvirki sem hafa líftíma 40 til 70 ár Niðurstöður kerfisgreininga eru ótvíræðar. Styrking flutningskerfisins er nauðsynleg forsenda orkuskipta. Áður hefur þjóðhagslegt virði þess að ná orkuskiptum verið metið af Viðskiptaráði og á vefnum orkuskipti.is. Þar var mat á þjóðhagslegum ábata annars vegar 1.200 milljarðar kr fram til ársins 2040 og hins vegar 1.700 milljarðar kr fram til ársins 2060. Eftir að hafa rennt yfir kerfisáætlunina og lesið um allan þjóðhagslega ávinninginn , þá velti ég því fyrir mér hvort Húnabyggð tilheyri annarri þjóð. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð Heimildir: Kerfisáætlun Landsnets 2025-2034 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Húnabyggð Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Kerfisáætlun Landsnets 2025 - 2034 Áður en við byrjum skal það skýrt tekið fram að undirritaður er síður en svo mótfallinn styrkingu raforkukerfisins hvað varðar byggðalínur og virkjanakosti Landsvirkjunar í Húnabyggð. Landsnet fer nú um landið og kynnir nýja kerfisáætlun, sem er vel, hún kynnir sig ekki sjálf, engu er til sparað og fundir vel upp settir. En hverjum á kerfisáætlun að þjóna ? Ég get í það minnsta ekki séð að hún þjóni orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Sniðin setja Húnabyggð á sama stað og 101 Reykjavík, það má segja að allt sé gert til að tryggja að ekki verði orkutengd uppbygging í Húnabyggð. Til dæmis er Landsnet mjög áfram um að svipta sveitarfélög skipulagsvaldi með Raflínunefndum. Hversu mikið hefur uppbygging tafist á Norðurlandi vegna vinnubragða Landsnets ? Það situr orka föst í Blönduvirkjun og ekkert hefur verið aðhafst við að koma henni stystu leið í vinnu á iðnaðarsvæði í Húnabyggð með byggingu auka línu. Hversu mikið er tap Landsnets við að flytja ekki orku til að hægt sé að nýta hana og tap Landsvirkjunar við að selja hana ekki ? Getur verið að Landsvirkjun tapi á þessu 1 milljarði á ári? Hversu mikið hefur tapast og hversu stórt er tjónið á hagvexti á NV, hver væri staða landshlutans og þá sér í lagi Húnabyggðar sem á skjalageymslur fullar af sviknum loforðum. Hvers vegna hefur ekki verið hægt að byrja á virkjunum í veituleið Blönduvirkjunar sem eru fyrir löngu komnar í nýtingarflokk í rammaáætlun ? Er það vegna þess að Landsnet hefur ákveðið að flækja Byggðalínuleiðina með Borgarlínu útspilinu, ef ekki hefði verið farið í það að þá hefði væntanlega verið löngu búið að endurnýja 1 legg Blöndulínu 1 niður í Laxárvatn. Hvers vegna er síminn ekki rauðglóandi hjá okkur með áhugasömum orkukaupendum ? Er það vegna þess að Landsnet ætlar sér að flytja orkuna lengra í burtu - fæst meira fyrir flutninginn - á kostnað nærumhverfisins. Landsnet sagði nefnilega á kynningarfundinum í Húnabyggð að það þyrfti nýju byggðalínurnar til að hægt væri að flytja orku Austur og Suður. Hvers vegna er Landsnet ekki búið að fara fram á það að fá að greiða landeigendum leigu í stað úreltra einskiptisgreiðslna, ef lína rýrir landgæði eða nýtingu þá er mun eðlilegra að bætur fylgi jörð heldur en að núverandi landeigandi leysi bara út og fari með bæturnar ef svo ber undir, leigugreiðslan sem fylgir jörð eykur verðgildi frekar en að rýra. Er það mögulega ástæða þess að Landsnet hefur verið fast með t.d. Blöndulínu 3 í 20 ár og illa gengur að semja við landeigendur. Og þar sem það eru sífelldar áskoranir í rekstri sveitarfélaga af hverju horfir Landsnet ekki til þess að óska eftir að fá að greiða fasteignagjöld af byggðalínunum til sveitarfélaganna til að tryggja enn frekar sátt um byggingu þeirra. Hvert er kostnaðurinn við að byggja alltaf nýjar línur og geta svo ekki viðhaldið þeim eldri fyrr en seint og um síðir og hversu mikla tafir og mótstöðu býr það verklag til í samfélögum á landsbyggðinni ? Væri kannski nær að hugsa þetta þannig að nýja línan leysti þá eldri af svo hægt væri að endurnýja án þess að bæta við endalausum viðhaldskostnaði. Eitt af þeim atriðum sem var sérstaklega haft á orði við sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduóss, var : “Vegna framkvæmda við vindmyllugarð í Blöndulundi og Blöndulínu 3 á Steinárhálsi er uppbygging vega með bundnu slitlagi í austanverðum Blöndudal fram fyrir Bollastaði og Svartárdalsvegar fram að Stafni óhjákvæmileg og í raun forsenda heimamanna fyrir slíkum framkvæmdum.” Ég hef óskað eftir því að fá sent mat á áhrifum þess að flytja aðföng upp á hálendi og hvaða leiðir verði helst notaðar. Uppbygging innviða má ekki bitna á þeim lélegu innviðum sem eru til staðar í Húnabyggð. Ég hef ekki rekist á greiningu á þessu veigamikla atriði í mati umhverfisáhrifa eða hvað varðar öryggi en þar kemur fram að Landsnet hugi “ekki síst að öryggi starfsfólksins okkar sem vinnur við þessa mikilvægu innviði”. Landsnet segir sjálf að betri afhendingar geta stuðlað að jöfnun búsetuskilyrða, hvaða landsvæði er Landsnet með í huga við þessa fullyrðingu ? Eftir þessa yfirferð mína þá eru hér nokkrir punktar úr nýju Kerfisáætluninni frá Landsneti sem koma mér skringilega fyrir sjónir sé horft til þeirra með sértæku byggðagleraugunum sem á fann á okkar frábæra skjalasafni hjá sviknu loforðunum. “Takmörkuð flutningsgeta á milli landshluta gerir það að verkum að ekki er hægt að keyra allar virkjanir á fullum afköstum. Þetta takmarkar líka möguleika á uppbyggingu nýrrar orkuframleiðslu. Eins og er skilar takmörkuðum ávinningi að virkja frekar á Norður- eða Austurlandi þar sem ójafnvægi myndi aukast í veikri byggðalínu. Þetta takmarkar verulega nýtingu nýrra og núverandi orkuauðlinda. Flutningstakmarkanir hafa kostað Ísland um 11-15 milljarða króna á ári undanfarin ár og eru þá ekki tekin með glötuð tækifæri í atvinnuuppbyggingu. ” Línuframkvæmdir á borð við Holtavörðuheiðarlínur 1 og 3 og Blöndulínu 3 ætti að líta á sem þjóðhagslega mikilvæga innviði og tryggja að þær gangi greiðlega fyrir sig. Eins og er er kerfið uppselt – víðast hvar um landið er ekki hægt að afhenda meiri orku til atvinnuuppbyggingar eða orkuskipta en þegar er gert 8.2 Auknir möguleikar fyrir atvinnulíf og nýsköpun Styrking flutningskerfisins skapar öflugan grunn fyrir atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í öllum landshlutum. Óhætt er að taka undir orð formanns Samtaka Iðnaðarins sem féllu á iðnþingi í ár. Án orku verður ekki hagvöxtur. Með betra flutningskerfi og aukinni afhendingargetu raforku geta fyrirtæki treyst á stöðuga orkuafhendingu, óháð staðsetningu. Þetta eykur möguleika á uppbyggingu atvinnugreina sem krefjast mikillar raforku, svo sem gagnavera, landeldis, vetnisframleiðslu, grænna iðngarða og framleiðslu á rafeldsneyti. 8.3 Örugg afhending raforku styrkir traust og stöðugleika Eitt af grundvallaratriðum í efnahagslegri velgengni er örugg og áreiðanleg afhending raforku. Þegar flutningskerfið er sterkt og sveigjanlegt er hægt að tryggja áreiðanleika og gæði í afhendingu, jafnvel við miklar sveiflur í eftirspurn eða náttúruhamfarir. Þetta er sérstaklega mikilvægt, ekki bara í ljósi þess að íslenskt atvinnulíf er í síauknum mæli háð stafrænum lausnum og háþróaðri tækni sem krefst stöðugrar orkuafhendingar heldur líka í ljósi þess að stórir notendur í þungt lestuðu kerfi auka áhættuna á skaðlegum áhrifum truflana eins og nýleg dæmi sýna og áhætta tengd eldvirkni og öðrum náttúruhamförum hefur aukist. Traust og áreiðanleiki raforkukerfisins hefur einnig bein áhrif á erlenda fjárfestingu. Fyrirtæki sem íhuga að setja upp starfsemi hér á landi þurfa að vita að þau geta reitt sig á örugga orkuafhendingu. Með því að styrkja flutningskerfið eykst traust fjárfesta á Íslandi sem ákjósanlegum stað fyrir orkufreka starfsemi sem leiðir til meiri fjárfestinga og aukins hagvaxtar 8.4 Flutningstakmarkanir hamla nýrri orkuvinnslu Sterkt flutningskerfi stuðlar einnig að jafnvægi í byggðaþróun. Sumir landshlutar hafa lengi staðið frammi fyrir skorti á bæði öruggri raforkuafhendingu og afhendingargetu sem dregur úr möguleikum til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar á viðkomandi svæðum. Fjölmörg dæmi má telja til um töpuð tækifæri til atvinnusköpunar á þeim svæðum þar sem flutningskerfið er takmarkandi og það hefur til lengri tíma leitt til þess að laun almennings á þeim svæðum hafa hækkað hægar en annars staðar. Með því að efla flutningsgetu kerfisins er unnt að tryggja jafnan aðgang að raforku um allt land og stuðla þannig að fjölbreyttara atvinnulífi og sterkari byggðum. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir ný tækifæri í matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og grænni iðnvæðingu í dreifðum byggðum. Öflugra raforkukerfi er forsenda fyrir nýtingu rafvæddra lausna í framleiðslu og ferðaþjónusta þróað sjálfbærari þjónustu með aukinni rafvæðingu sem eykur gæði og dregur úr umhverfis- og loftslagsáhrifum. 8.5 Flutningskerfið sem lykill að orkuskiptum Orkuskipti eru meðal mikilvægustu viðfangsefna samtímans og Ísland hefur einstaka möguleika til að vera áfram í fararbroddi á þeirri vegferð. Til þess að nýta þá möguleika til fulls er nauðsynlegt að styrkja og bæta flutningskerfið svo að raforka geti verið nýtt með hagkvæmum og sveigjanlegum hætti um allt land. Stór hluti orkuskipta felst í rafvæðingu samgangna, iðnaðar og annarra lykilþátta í hagkerfinu. Með því að bæta flutningsgetu raforkukerfisins má hraða orkuskiptum og tryggja að hægt sé að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina og endurnýjanlega orku. Þetta hefur ekki einungis umhverfislegan ávinning heldur skapar einnig ný atvinnutækifæri og styrkir forsendur fyrir grænum lausnum. 8.6 Jöfnun búsetuskilyrða og dreifing atvinnuuppbyggingar Sterkt flutningskerfi stuðlar einnig að jafnvægi í byggðaþróun. Í dag standa sumir landshlutar frammi fyrir skorti á raforkuafhendingu sem dregur úr möguleikum til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar á viðkomandi svæðum. Með því að efla flutningsgetu kerfisins er unnt að tryggja jafnan aðgang að raforku um allt land og stuðla þannig að fjölbreyttara atvinnulífi og sterkari byggðum í samræmi við markmið í 1.gr. raforkulaga. Þessar línur, sem voru byggðar 1974–1977, hafa takmarkaða flutningsgetu, eru komnar til ára sinna og hafa í nokkur ár takmarkað afhendingargetu rafmagns á svæðinu og annars staðar á landinu. Aðgangur að öruggri raforku er grundvöllur allrar atvinnustarfsemi og án raforku verður ekki hagvöxtur. Flutningskerfi raforku hefur áhrif á alla atvinnustarfsemi landsins og lífsgæði um land allt. Þetta endurspeglast í markmiði raforkulaga: að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Endurgreiðslutími uppbyggingar flutningskerfisins er metinn á bilinu 4 til 13 ár fyrir mannvirki sem hafa líftíma 40 til 70 ár Niðurstöður kerfisgreininga eru ótvíræðar. Styrking flutningskerfisins er nauðsynleg forsenda orkuskipta. Áður hefur þjóðhagslegt virði þess að ná orkuskiptum verið metið af Viðskiptaráði og á vefnum orkuskipti.is. Þar var mat á þjóðhagslegum ábata annars vegar 1.200 milljarðar kr fram til ársins 2040 og hins vegar 1.700 milljarðar kr fram til ársins 2060. Eftir að hafa rennt yfir kerfisáætlunina og lesið um allan þjóðhagslega ávinninginn , þá velti ég því fyrir mér hvort Húnabyggð tilheyri annarri þjóð. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð Heimildir: Kerfisáætlun Landsnets 2025-2034
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar