Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 18:00 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, faðmar Trent Alexander-Arnold eftir að sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið á móti Leicester City á dögunum. Getty/Charlotte Wilson Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að ákvörðun Trent Alexander-Arnold um að yfirgefa félagið, hafi ollið honum vonbrigðum. Alexander-Arnold hefur gefið það út að hann fari frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar og nær öruggt þykir að hann sé að fara í framhaldinu til spænska stórliðsins Real Madrid á frjálsri sölu. Alexander-Arnold kom til Liverpool sem ungur strákur og fór upp alla yngri flokka félagsins. Hann kom ungur inn í aðalliðið og hefur spilað stórt hlutverk síðan. Alexander-Arnold hefur nú spilað meira en 350 leiki fyrir félagið. Góð manneskja að yfirgefa okkur „Eins og öllum sem líkar við Liverpool eða eru stuðningsmenn félagsins þá er ég vonsvikinn með það að þurfa að sjá hann fara. Það er ekki bara góð manneskja að yfirgefa okkur heldur einnig mjög góður bakvörður líka,“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi fyrir Arsenal leikinn um helgina. „Ég hef unnið hjá félögum eins og AZ Alkmaar og Feyenoord en þar hafa leikmenn yfirgefið hópinn á hverju ári. Ég er því vanur þessu. Ég bý yfir reynslu af þessu sem og þetta félag. Þegar svona góður leikmaður fer þá stígur vanalega næsti góði leikmaður inn í staðinn. Ég held að það gerist aftur núna,“ sagði Slot. „Veit ég hvert hann er að fara? Hann hefur ekki sagt neitt um það sjálfur við mig. Það eina sem hann hefur staðfest er að hann sé á förum. Það er ómögulegt fyrir mig að tjá mig um hvert hann sé hugsanlega að fara eða hvort það sé lið sem er að fara taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Þið sjáið samt á brosinu mínu að við vitum öll hvert hann sé að fara,“ sagði Slot. Fær nú neikvæðri umfjöllun Margir stuðningsmenn Liverpool eru mjög ósáttir út í Trent Alexander-Arnold og að hann yfirgefið félagið frítt. „Það að fólk hafi skoðun á brottför leikmanns, hvort sem það er Trent eða einhver annar í hans starfsgrein, þá er það ekkert nýtt. Hann fær nú neikvæðri umfjöllun en hann er vanur en ég er ekki mikið að fylgjast með því. Ég ætla ekki að segja fólki hvernig það eigi að bregðast við,“ sagði Slot. „Ég hef ekki séð Trent í smá tíma því strákarnir fengu nokkurra daga hvíld. Ég ætla bíða og sjá til hvernig honum liður með það að hafa tilkynnt það að hann sé á förum,“ sagði Slot. 'A good human being and a very, very good full-back' ✨Arne Slot was full of praise for Trent Alexander-Arnold as the defender prepares for his final few games as a Liverpool player. pic.twitter.com/Fz9cU4yzdZ— BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Alexander-Arnold hefur gefið það út að hann fari frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar og nær öruggt þykir að hann sé að fara í framhaldinu til spænska stórliðsins Real Madrid á frjálsri sölu. Alexander-Arnold kom til Liverpool sem ungur strákur og fór upp alla yngri flokka félagsins. Hann kom ungur inn í aðalliðið og hefur spilað stórt hlutverk síðan. Alexander-Arnold hefur nú spilað meira en 350 leiki fyrir félagið. Góð manneskja að yfirgefa okkur „Eins og öllum sem líkar við Liverpool eða eru stuðningsmenn félagsins þá er ég vonsvikinn með það að þurfa að sjá hann fara. Það er ekki bara góð manneskja að yfirgefa okkur heldur einnig mjög góður bakvörður líka,“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi fyrir Arsenal leikinn um helgina. „Ég hef unnið hjá félögum eins og AZ Alkmaar og Feyenoord en þar hafa leikmenn yfirgefið hópinn á hverju ári. Ég er því vanur þessu. Ég bý yfir reynslu af þessu sem og þetta félag. Þegar svona góður leikmaður fer þá stígur vanalega næsti góði leikmaður inn í staðinn. Ég held að það gerist aftur núna,“ sagði Slot. „Veit ég hvert hann er að fara? Hann hefur ekki sagt neitt um það sjálfur við mig. Það eina sem hann hefur staðfest er að hann sé á förum. Það er ómögulegt fyrir mig að tjá mig um hvert hann sé hugsanlega að fara eða hvort það sé lið sem er að fara taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Þið sjáið samt á brosinu mínu að við vitum öll hvert hann sé að fara,“ sagði Slot. Fær nú neikvæðri umfjöllun Margir stuðningsmenn Liverpool eru mjög ósáttir út í Trent Alexander-Arnold og að hann yfirgefið félagið frítt. „Það að fólk hafi skoðun á brottför leikmanns, hvort sem það er Trent eða einhver annar í hans starfsgrein, þá er það ekkert nýtt. Hann fær nú neikvæðri umfjöllun en hann er vanur en ég er ekki mikið að fylgjast með því. Ég ætla ekki að segja fólki hvernig það eigi að bregðast við,“ sagði Slot. „Ég hef ekki séð Trent í smá tíma því strákarnir fengu nokkurra daga hvíld. Ég ætla bíða og sjá til hvernig honum liður með það að hafa tilkynnt það að hann sé á förum,“ sagði Slot. 'A good human being and a very, very good full-back' ✨Arne Slot was full of praise for Trent Alexander-Arnold as the defender prepares for his final few games as a Liverpool player. pic.twitter.com/Fz9cU4yzdZ— BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira