Innlent

Ólafur Þór segir ekki til­efni til af­sagnar

Jakob Bjarnar skrifar
Ólafur Þór Hauksson telur málið ekki tilefni til afsagnar af sinni hálfu.
Ólafur Þór Hauksson telur málið ekki tilefni til afsagnar af sinni hálfu. vísir/vilhelm

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur gagnastuld úr sínum fórum þá er hann starfaði sem sérstakur saksóknari ekki vera ástæðu til þess að hann segi starfi sínu lausu eða stígi til hliðar.

Ólafur Þór sagði, í samtali við fréttastofu, að hann ætlaði að bíða eftir niðurstöðu rannsóknar gagnalekans en hann er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt málið grafalvarlegt og raunar svik við almenning. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sagt að hann telji ástæðu til að bæði Ólafur Þór Hauksson og Sigríður Friðjónsdóttir stígi til hliðar meðan rannsókn fer fram. Ólafur Þór telur hins vegar ekki ástæðu til þess. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er sama sinnis eftir því sem fram kemur á vef Ríkisútvarpsins.

Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu er einnig að rannsaka lekann auk þess sem Vilhjálmur Árnason þingmaður sagði í fréttum í gær að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taki málið til skoðunar og kalli þá fyrir nefndina þá aðila sem að málum koma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×