Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2025 13:24 Skjáskot úr myndefni sem var til umfjöllunar Stöðvar 2 í síðasta mánuði, en myndbandið var tekið í september á síðasta ári. Stöð 2 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á meintri illri meðferð á blóðmerum. Það gerir umboðsmaður í kjölfar ábendinga og umfjöllunar fjölmiðla. Frá þessu var greint á vef umboðsmanns í gær. Þar segir að umboðsmaður hafi undanfarið veitt athygli málum er lúta að mögulegri slæmri meðferð dýra og aðkomu Matvælastofnunar að slíkum málum. „Nánar tiltekið væri um að ræða umfjöllun í fjölmiðlum um meðferð svonefndra blóðmera, sem náðst hafi á myndbandsupptöku, og viðbrögð Matvælastofnunar við upplýsingum um umrædda meðferð dýranna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður sendi bréf 15. apríl síðastliðinn vegna málsins en þar er krafist svara við þremur spurningum, en þær eru eftirfarandi: 1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. Fram kemur í tilkynningu umboðsmanns að eftir að Mast svari verði ákveðið hvort tilefni sé til að taka stjórnsýslu hennar varðandi eftirlit með dýravelferð til almennrar athugunar. Matvælaframleiðsla Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Hestar Stjórnsýsla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Frá þessu var greint á vef umboðsmanns í gær. Þar segir að umboðsmaður hafi undanfarið veitt athygli málum er lúta að mögulegri slæmri meðferð dýra og aðkomu Matvælastofnunar að slíkum málum. „Nánar tiltekið væri um að ræða umfjöllun í fjölmiðlum um meðferð svonefndra blóðmera, sem náðst hafi á myndbandsupptöku, og viðbrögð Matvælastofnunar við upplýsingum um umrædda meðferð dýranna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður sendi bréf 15. apríl síðastliðinn vegna málsins en þar er krafist svara við þremur spurningum, en þær eru eftirfarandi: 1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. Fram kemur í tilkynningu umboðsmanns að eftir að Mast svari verði ákveðið hvort tilefni sé til að taka stjórnsýslu hennar varðandi eftirlit með dýravelferð til almennrar athugunar.
1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan.
Matvælaframleiðsla Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Hestar Stjórnsýsla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira