Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2025 07:49 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri segir að fyrsti ársfjórðungur 2025 hafi einkennst af talsverðum sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum. Þá ríki ákveðin óvissa um áhrif hækkunar tolla. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Vaxtatekjur jukust um tæp sjö prósent, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp tvö prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Þar segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 9,4 prósent á tímabilinu. Farið er yfir helstu atriði á tímabilinu í tilkynningunni: Hagnaður af rekstri nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 (1F24: 5,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli (1F24: 9,8%). Hreinar vaxtatekjur námu 12,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 og hækkuðu um 817 milljónir króna á 1F25 samanborið við 1F24. Vaxtamunur var 3,2% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 3,0% á fyrsta ársfjórðungi 2024. Hreinar þóknanatekjur jukust um 1,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 og námu samtals 3,1 milljarði króna á fjórðungnum. Hrein fjármagnsgjöld voru 986 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 236 milljónir króna á 1F24. Aðrar rekstrartekjur námu 467 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 1.098 milljónir króna á 1F24. Stjórnunarkostnaður nam 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 7,1 milljarð króna á 1F24, sem er 4,0% hækkun á milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 47,6% á fjórðungnum. Kostnaðarhlutfallið var 43,9% á 1F24. Virðisrýrnun fjáreigna var 3 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við virðisrýrnun sem nam 704 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var 0,1 punktur á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 23 punkta á sama ársfjórðungi 2024. Útlán til viðskiptavina jukust um 3,5 milljarða króna á fjórðungnum frá fjórða ársfjórðungi 2024 og voru 1.299 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2025. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 1,1% milli loka fjórða ársfjórðungs 2024 og fyrsta ársfjórðungs 2025 og námu 937 milljörðum króna í lok fjórðungsins. Eigið fé nam 217,9 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins, samanborið við 227,4 milljarða króna í lok árs 2024. Eiginfjárhlutfall var 21,6% í lok fyrsta ársfjórðungs 2025, samanborið við 23,2% í árslok 2024. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 18,6%, samanborið við 20,1% í árslok 2024. Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 var 320 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila í lok ársfjórðungsins, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila. Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) er 19,6% af áhættugrunni, til viðbótar við samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 var MREL bankans 37,8%, 830 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila. Sveiflur á mörkuðum og óvissa um áhrif tolla Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að fyrsti ársfjórðungur 2025 hafi einkennst af talsverðum sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum. Þá ríki ákveðin óvissa um áhrif hækkunar tolla. „Óvissan hefur haft áhrif á hlutabréfamarkaðinn hér heima og lækkaði arðgreiðsluleiðrétt úrvalsvísitala OMX Iceland 15 um 7,7% á fyrsta ársfjórðungi. Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 5,2 milljörðum króna, sem er um 3% yfir spám greinenda. Vaxtatekjur jukust um tæp 7%, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp 2%. Vaxtamunur var 3,2% á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli og kostnaðarhlutfallið 47,6%, sem hvort um sig er utan markmiða bankans. Neikvæð afkoma fjármunatekna, sem nemur 986 milljónum króna, hefur áhrif á afkomu bankans á fjórðungnum,“ segir Jón Guðni. Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. 1. maí 2025 08:00 Mest lesið Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Þar segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 9,4 prósent á tímabilinu. Farið er yfir helstu atriði á tímabilinu í tilkynningunni: Hagnaður af rekstri nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 (1F24: 5,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli (1F24: 9,8%). Hreinar vaxtatekjur námu 12,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 og hækkuðu um 817 milljónir króna á 1F25 samanborið við 1F24. Vaxtamunur var 3,2% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 3,0% á fyrsta ársfjórðungi 2024. Hreinar þóknanatekjur jukust um 1,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 og námu samtals 3,1 milljarði króna á fjórðungnum. Hrein fjármagnsgjöld voru 986 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 236 milljónir króna á 1F24. Aðrar rekstrartekjur námu 467 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 1.098 milljónir króna á 1F24. Stjórnunarkostnaður nam 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 7,1 milljarð króna á 1F24, sem er 4,0% hækkun á milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 47,6% á fjórðungnum. Kostnaðarhlutfallið var 43,9% á 1F24. Virðisrýrnun fjáreigna var 3 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við virðisrýrnun sem nam 704 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var 0,1 punktur á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 23 punkta á sama ársfjórðungi 2024. Útlán til viðskiptavina jukust um 3,5 milljarða króna á fjórðungnum frá fjórða ársfjórðungi 2024 og voru 1.299 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2025. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 1,1% milli loka fjórða ársfjórðungs 2024 og fyrsta ársfjórðungs 2025 og námu 937 milljörðum króna í lok fjórðungsins. Eigið fé nam 217,9 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins, samanborið við 227,4 milljarða króna í lok árs 2024. Eiginfjárhlutfall var 21,6% í lok fyrsta ársfjórðungs 2025, samanborið við 23,2% í árslok 2024. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 18,6%, samanborið við 20,1% í árslok 2024. Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 var 320 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila í lok ársfjórðungsins, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila. Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) er 19,6% af áhættugrunni, til viðbótar við samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 var MREL bankans 37,8%, 830 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila. Sveiflur á mörkuðum og óvissa um áhrif tolla Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að fyrsti ársfjórðungur 2025 hafi einkennst af talsverðum sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum. Þá ríki ákveðin óvissa um áhrif hækkunar tolla. „Óvissan hefur haft áhrif á hlutabréfamarkaðinn hér heima og lækkaði arðgreiðsluleiðrétt úrvalsvísitala OMX Iceland 15 um 7,7% á fyrsta ársfjórðungi. Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 5,2 milljörðum króna, sem er um 3% yfir spám greinenda. Vaxtatekjur jukust um tæp 7%, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp 2%. Vaxtamunur var 3,2% á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli og kostnaðarhlutfallið 47,6%, sem hvort um sig er utan markmiða bankans. Neikvæð afkoma fjármunatekna, sem nemur 986 milljónum króna, hefur áhrif á afkomu bankans á fjórðungnum,“ segir Jón Guðni.
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. 1. maí 2025 08:00 Mest lesið Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. 1. maí 2025 08:00