Innlent

Skilríkjalaus og með fíkni­efni

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls var 51 mál skráð í kerfi lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt.
Alls var 51 mál skráð í kerfi lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Sammi

Lögregluþjónar höfðu í gærkvöldi afskipti af manni sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Hann var ekki með skilríki og var því ekki hægt að staðfesta hver hann væri. Var hann því vistaður í fangageymslu á meðan mál hans er rannsakað.

Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að frá fimm í gær til fimm í morgun hafi 51 mál verið bókað í kerfum lögreglunnar og gistu tveir í fangaklefa.

Lögreglunni barst í gær aðstoðarbeiðni vegna ölvaðs einstaklings sem var til vandræða. Þá barst einnig tilkynning um einstakling sem svaf ölvunarsvefni í anddyri íbúðarhúss. Hann var vakinn og hélt sína leið, eins og fyrri maðurinn gerði einnig.

Nokkrir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×