Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 12:21 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka frá árinu 2007 nema ríflega 9,1 milljarði króna. Framlögin eru sögð ætluð til að auka traust til stjórnmálaflokka. Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hljóðaði svo: Hvað hafa ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka verið háir frá því að lög um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum og stjórnmálaflokkum. Svarið hefst á umfjöllum um markmið laganna en það sé að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála. Markmið laganna sé jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Með þessu fyrirkomulagi eigi að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka. Tólf milljónir fyrir einn mann og svo hluti af kökunni Þá segir að í lögunum sé kveðið á um reglur um framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi. Þar komi fram að stjórnmálasamtök sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi í næstliðnum alþingiskosningum eigi rétt á 12 milljóna króna grunnrekstrarframlagi úr ríkissjóði á ári hverju. Þessi upphæð var lögfest árið 2018 með lagabreytingafrumvarpi sem fulltrúar allra flokka á þáverandi þingi mæltu fyrir. Með breytingunni var einnig lögfest skilyrði um að uppfylla upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun. Síðari breyting á lögunum, um skilyrði um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, leiddi svo til styrkjamálsins svokallaða. Í svarinu segir að einnig skuli árlega úthluta stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fé samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Heildarfjárhæðinni skuli úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert. Heildarstyrkir sem greiddir hafa verið úr ríkissjóði frá gildistöku laganna árið 2007 eru samkvæmt svari fjármálaráðherra 8,98 milljarðar króna. Sérstakir styrkir fyrir kosningabaráttu Í svarinu segir að að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í þremur kjördæmum eða fleiri í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði vegna kosningabaráttu, að hámarki 750 þúsund krónur fyrir hvert kjördæmi sem boðið er fram í. Þeim umsóknum skuli beint til dómsmálaráðuneytisins en fjármálaráðuneytið hafi séð um úthlutun hinna árlegu styrkja. Heildarstyrkir vegna kosningabaráttu í kosningum árin 2013, 2016, 2017, 2021 og 2025 nemi samtals 174,19 milljónum króna. Þannig nema heildarstyrkir úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 9,15 milljörðum króna frá árinu 2007. Ítarlega sundurliðun á styrkjum má sjá í svari ráðherra hér. Þar eru styrkir meðal annars sundurliðaðir eftir flokkum. Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hljóðaði svo: Hvað hafa ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka verið háir frá því að lög um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum og stjórnmálaflokkum. Svarið hefst á umfjöllum um markmið laganna en það sé að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála. Markmið laganna sé jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Með þessu fyrirkomulagi eigi að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka. Tólf milljónir fyrir einn mann og svo hluti af kökunni Þá segir að í lögunum sé kveðið á um reglur um framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi. Þar komi fram að stjórnmálasamtök sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi í næstliðnum alþingiskosningum eigi rétt á 12 milljóna króna grunnrekstrarframlagi úr ríkissjóði á ári hverju. Þessi upphæð var lögfest árið 2018 með lagabreytingafrumvarpi sem fulltrúar allra flokka á þáverandi þingi mæltu fyrir. Með breytingunni var einnig lögfest skilyrði um að uppfylla upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun. Síðari breyting á lögunum, um skilyrði um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, leiddi svo til styrkjamálsins svokallaða. Í svarinu segir að einnig skuli árlega úthluta stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fé samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Heildarfjárhæðinni skuli úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert. Heildarstyrkir sem greiddir hafa verið úr ríkissjóði frá gildistöku laganna árið 2007 eru samkvæmt svari fjármálaráðherra 8,98 milljarðar króna. Sérstakir styrkir fyrir kosningabaráttu Í svarinu segir að að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í þremur kjördæmum eða fleiri í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði vegna kosningabaráttu, að hámarki 750 þúsund krónur fyrir hvert kjördæmi sem boðið er fram í. Þeim umsóknum skuli beint til dómsmálaráðuneytisins en fjármálaráðuneytið hafi séð um úthlutun hinna árlegu styrkja. Heildarstyrkir vegna kosningabaráttu í kosningum árin 2013, 2016, 2017, 2021 og 2025 nemi samtals 174,19 milljónum króna. Þannig nema heildarstyrkir úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 9,15 milljörðum króna frá árinu 2007. Ítarlega sundurliðun á styrkjum má sjá í svari ráðherra hér. Þar eru styrkir meðal annars sundurliðaðir eftir flokkum.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira