„Hefðum viljað sjá stóru löndin taka stærri skref í átt að mannúð á Gasa“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. maí 2025 13:06 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir ábyrgð allra að hefja mannúðaraðstoð á Gasa. Vísir/Anton Brink „Því fleiri lönd sem tala skýrt fyrir því að Ísraelar verði að koma að mannúðaraðstoð á Gasa því betra,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hún og utanríkisráðherrar fimm annarra Evrópuríkja sendu í morgun frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Undir yfirlýsinguna rita, auk Þorgerðar, þau Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar. Ráðherrarnir kalla eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Þeir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru það brot á alþjóðalögum.“ Þorgerður segir aðdragandann stuttan að yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex. „Eftir þessar hrikalegu yfirlýsingar Ísraela á mánudag að henda fólkinu út af Gasa þá töluðum við Esben Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, saman og ræddum við fleiri lönd sem eru svipaðrar skoðunar og við. Þetta eru líkt þenkjandi þjóðir sem vilja undirstrika að það er ábyrgð okkar allra að reyna að gera allt til að koma mannúðaraðstoð á svæðið. Það er ljóst að Ísraelar eru að brjóta alþjóðalög en við vitum það líka samkvæmt okkar upplýsingum að það eru mörg þúsund trukkar með hjálpargögn tilbúin að fara inn á svæðið en hafa ekki fengið að fara þar inn í 60 daga til þess að hjálpa fyrst og síðast börnum, konum og fjölskyldum sem standa frammi fyrir mikilli neyð á svæðinu.“ Vantar stærri þjóðir Þorgerður tekur undir að það hefði verið betra ef nöfn fleiri utanríkisráðherra hefðu verið á yfirlýsingunni, einkum frá stórum löndum eins og Bretlandi og Frakklandi. „Já, það eru heldur ekki öll Norðurlöndin og fleiri þarna en af því ég er núna stödd úti í Svíþjóð þá er ég að taka þetta upp á fundum hér. Það eru allir sammála því að það þarf margt að breytast en við Íslendingar erum að reyna að gera það sem við getum með að beita rödd okkar þar sem við getum og reynt að fá fleiri til liðs við okkur. Það er alveg ljóst að þessi hópur þjóða sem stendur að þessari yfirlýsingu eru þær þjóðir sem hafa talað hvað mest afgerandi í þá veru að það ber að virða alþjóðaleg og koma mannúðaraðstoð á svæðið. Við eigum að vinna að tveggja ríkja lausninni sem hefur lengi verið stefna Íslands. Auðvitað er það þannig að við hefðum viljað sjá öll stóru löndin taka stærri skref og ekki vera með þennan mélkisuhátt alltaf.“ Áttu von á að þau bætist við síðar? „Eigum við ekki bara að halda í vonina. Mér finnst hafa komið mjög skynsamir tónar meðal annars frá Macron, Frakklandsforseta sem undirstrikar tveggja ríkja fyrirkomulagið sem er mikilvægt. Um leið er það alveg ljóst að það þarf að vinna að því að fá ríki Mið-Austurlanda til að viðurkenna Ísrael samhliða því að það verði að koma mannúðaraðstoð, jafnvægi og meiri mennsku á þetta hörmungasvæði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Viðreisn Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hiti gæti náð 25 stigum í dag Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Sjá meira
Undir yfirlýsinguna rita, auk Þorgerðar, þau Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar. Ráðherrarnir kalla eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Þeir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru það brot á alþjóðalögum.“ Þorgerður segir aðdragandann stuttan að yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex. „Eftir þessar hrikalegu yfirlýsingar Ísraela á mánudag að henda fólkinu út af Gasa þá töluðum við Esben Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, saman og ræddum við fleiri lönd sem eru svipaðrar skoðunar og við. Þetta eru líkt þenkjandi þjóðir sem vilja undirstrika að það er ábyrgð okkar allra að reyna að gera allt til að koma mannúðaraðstoð á svæðið. Það er ljóst að Ísraelar eru að brjóta alþjóðalög en við vitum það líka samkvæmt okkar upplýsingum að það eru mörg þúsund trukkar með hjálpargögn tilbúin að fara inn á svæðið en hafa ekki fengið að fara þar inn í 60 daga til þess að hjálpa fyrst og síðast börnum, konum og fjölskyldum sem standa frammi fyrir mikilli neyð á svæðinu.“ Vantar stærri þjóðir Þorgerður tekur undir að það hefði verið betra ef nöfn fleiri utanríkisráðherra hefðu verið á yfirlýsingunni, einkum frá stórum löndum eins og Bretlandi og Frakklandi. „Já, það eru heldur ekki öll Norðurlöndin og fleiri þarna en af því ég er núna stödd úti í Svíþjóð þá er ég að taka þetta upp á fundum hér. Það eru allir sammála því að það þarf margt að breytast en við Íslendingar erum að reyna að gera það sem við getum með að beita rödd okkar þar sem við getum og reynt að fá fleiri til liðs við okkur. Það er alveg ljóst að þessi hópur þjóða sem stendur að þessari yfirlýsingu eru þær þjóðir sem hafa talað hvað mest afgerandi í þá veru að það ber að virða alþjóðaleg og koma mannúðaraðstoð á svæðið. Við eigum að vinna að tveggja ríkja lausninni sem hefur lengi verið stefna Íslands. Auðvitað er það þannig að við hefðum viljað sjá öll stóru löndin taka stærri skref og ekki vera með þennan mélkisuhátt alltaf.“ Áttu von á að þau bætist við síðar? „Eigum við ekki bara að halda í vonina. Mér finnst hafa komið mjög skynsamir tónar meðal annars frá Macron, Frakklandsforseta sem undirstrikar tveggja ríkja fyrirkomulagið sem er mikilvægt. Um leið er það alveg ljóst að það þarf að vinna að því að fá ríki Mið-Austurlanda til að viðurkenna Ísrael samhliða því að það verði að koma mannúðaraðstoð, jafnvægi og meiri mennsku á þetta hörmungasvæði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Viðreisn Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hiti gæti náð 25 stigum í dag Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Sjá meira