Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2025 09:30 Kristófer Ingi kom inn á með krafti gegn KR á dögunum. Leik sem markaði endurkomu hans á knattspyrnuvöllinn. Vísir/Pawel Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Bestu deildar liðs Breiðabliks, sem sneri aftur inn á knattspyrnuvöllinn í síðustu umferð gegn KR og skoraði dramatískt jöfnunarmark, lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu er hann vann í því að komast aftur inn á völlinn eftir aðgerð á báðum ökklum. Kristófer fór í aðgerð á báðum ökklum í haust eftir síðasta tímabil þar sem að Breiðablik stóð uppi sem Íslandsmeistari en endurhæfingin var þó ekki alveg eftir bókinni líkt og Kristófer greinir frá í áhugaverðri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Í janúar lenti Kristófer í því upp úr engu að fá heiftarlega streptakokka sýkingu í ökklann og varð fárveikur. „Ég var lagður inn á gjörgæslu í eina viku þar sem að mikil óvissa ríkti vegna þess að sýkingin var búin að dreifa sér inn í ökklann og bólgumörk í blóði orðin mjög há þar sem ég var kominn með blóðsýkingu.“ Sem betur komst Kristófer nógu snemma undir læknishendur. „Sýklalyfin náðu að snúa hlutunum við og komu í veg fyrir enn frekari vandamál. Eftir það hófst langt endurheimtar ferli þar sem hlutirnir voru teknir frá degi til dags í von eftir því besta.“ Kristófer sneri aftur inn á knattspyrnuvöllinn á mánudaginn síðastliðinn í leik Breiðabliks og KR í 5. umferð Bestu deildar karla sem bauð upp á mikla skemmtun. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og það var Kristófer, sem kom inn á sem varamaður á 88. mínútu, sem reyndist hetja Breiðabliks í leiknum með því að skora mikilvægt jöfnunarmark í uppbótartíma venjulegs leiktíma. „Mér tókst að komast aftur á völlinn eftir mikla vinnu og er ég gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning og hjálp sem ég hef fengið í gegnum þessa vegferð. Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu og er þessi lífsreynsla mjög mikill “eye opener” fyrir mig og hvað maður má vera þakklátur fyrir heilsuna og þeim forréttindum sem fylgja henni.“ Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Kristófer fór í aðgerð á báðum ökklum í haust eftir síðasta tímabil þar sem að Breiðablik stóð uppi sem Íslandsmeistari en endurhæfingin var þó ekki alveg eftir bókinni líkt og Kristófer greinir frá í áhugaverðri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Í janúar lenti Kristófer í því upp úr engu að fá heiftarlega streptakokka sýkingu í ökklann og varð fárveikur. „Ég var lagður inn á gjörgæslu í eina viku þar sem að mikil óvissa ríkti vegna þess að sýkingin var búin að dreifa sér inn í ökklann og bólgumörk í blóði orðin mjög há þar sem ég var kominn með blóðsýkingu.“ Sem betur komst Kristófer nógu snemma undir læknishendur. „Sýklalyfin náðu að snúa hlutunum við og komu í veg fyrir enn frekari vandamál. Eftir það hófst langt endurheimtar ferli þar sem hlutirnir voru teknir frá degi til dags í von eftir því besta.“ Kristófer sneri aftur inn á knattspyrnuvöllinn á mánudaginn síðastliðinn í leik Breiðabliks og KR í 5. umferð Bestu deildar karla sem bauð upp á mikla skemmtun. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og það var Kristófer, sem kom inn á sem varamaður á 88. mínútu, sem reyndist hetja Breiðabliks í leiknum með því að skora mikilvægt jöfnunarmark í uppbótartíma venjulegs leiktíma. „Mér tókst að komast aftur á völlinn eftir mikla vinnu og er ég gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning og hjálp sem ég hef fengið í gegnum þessa vegferð. Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu og er þessi lífsreynsla mjög mikill “eye opener” fyrir mig og hvað maður má vera þakklátur fyrir heilsuna og þeim forréttindum sem fylgja henni.“
Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira