Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2025 19:03 Sigurbjörg segir daginn í dag hafa verið ógeðslegan. Hún viti ekkert hvað bíði hennar. Vísir/Ívar Fannar Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. Konan var borin út úr íbúðinni í Bríetartúni af fulltrúum lögreglu og sýslumanns í morgun. Fram hefur komið í fréttum að hún hafi ekki greitt leigu vegna nágranna á stigagangi hennar, sem hafi haldið húsinu í heljargreipum með ofbeldi, hótunum og þjófnaði. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði í samtali við fréttastofu í dag að að leigjendur séu ekki bornir út nema allt hafi verið reynt fyrst til að leysa úr þeirra málum. Rætt var við föður konunnar í gær, sem sagðist telja best ef Félagsbústaðir gætu fengið leiguupphæðina beint frá Tryggingastofnun, áður en bætur eru greiddar út. „Ógeð“ Konan, sem heitir Sigurbjörg Jónsdóttir, segist hafa fengið að vita af útburðinum með sex daga fyrirvara. „Fyrsti [maí] var á fimmtudeginum. Þannig að þetta er föstudagur og svo mánudagur. Hálf tíu í morgun voru allir mættir,“ segir Sigurbjörg. Hún var þá við húsið að vitja annars katta sinna, sem hafi orðið eftir þegar hún var borin út. Félagsráðgjafi og fulltrúi vettvangs- og ráðgjafarteymis borgarinnar hafi varið þessum tíma í að reyna að komast í samband við Félagsbústaði vegna málsins. „Og þá fékk ég að vita, um sexleytið í gærkvöldi, að klukkan hálf tíu á morgun yrði ég borin út.“ „Þetta er bara búið að vera ógeð,“ segir Sigurbjörg um daginn í dag. Hvorki frelsi né öryggi í Bríetartúni Hún segir nágranna sinn hafa haldið sér í heljargreipum með hótunum síðustu þrjú ár. Setið hafi verið fyrir henni og ráðist á hana. „Lífið snýst um frelsi og öryggi. Frelsið finnst í örygginu, og öryggið í frelsinu. Hér í Bríetartúni er hvorugt þekkjanlegt. Þessi saga er svo löng, og mikil og ströng. Án gríns, það er búið að ræna mig öllu.“ Sigurbjörg krýpur hér á stéttinni fyrir utan stigaganginn, eftir að hafa verið borin út af heimili sínu.Vísir/Anton Brink Sigurbjörg hafi stundum varið klukkutíma á dag í að byrgja sig inni í íbúð sinni, af ótta við að brotist yrði inn. Félagsbústaðir hafi lofað að brugðist yrði við ástandinu. „Og standa aldrei við neitt.“ En hvað bíður þín þá núna, þegar það er búið að bera þig út? Hvert ferðu? „Ekki grænan Guðmund. Ég er ekki að fara í Konukot og ég er bara ekki að fara neitt. Ég bara hef ekki hugmynd. Ég bara veit ekkert,“ segir Sigurbjörg. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Konan var borin út úr íbúðinni í Bríetartúni af fulltrúum lögreglu og sýslumanns í morgun. Fram hefur komið í fréttum að hún hafi ekki greitt leigu vegna nágranna á stigagangi hennar, sem hafi haldið húsinu í heljargreipum með ofbeldi, hótunum og þjófnaði. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði í samtali við fréttastofu í dag að að leigjendur séu ekki bornir út nema allt hafi verið reynt fyrst til að leysa úr þeirra málum. Rætt var við föður konunnar í gær, sem sagðist telja best ef Félagsbústaðir gætu fengið leiguupphæðina beint frá Tryggingastofnun, áður en bætur eru greiddar út. „Ógeð“ Konan, sem heitir Sigurbjörg Jónsdóttir, segist hafa fengið að vita af útburðinum með sex daga fyrirvara. „Fyrsti [maí] var á fimmtudeginum. Þannig að þetta er föstudagur og svo mánudagur. Hálf tíu í morgun voru allir mættir,“ segir Sigurbjörg. Hún var þá við húsið að vitja annars katta sinna, sem hafi orðið eftir þegar hún var borin út. Félagsráðgjafi og fulltrúi vettvangs- og ráðgjafarteymis borgarinnar hafi varið þessum tíma í að reyna að komast í samband við Félagsbústaði vegna málsins. „Og þá fékk ég að vita, um sexleytið í gærkvöldi, að klukkan hálf tíu á morgun yrði ég borin út.“ „Þetta er bara búið að vera ógeð,“ segir Sigurbjörg um daginn í dag. Hvorki frelsi né öryggi í Bríetartúni Hún segir nágranna sinn hafa haldið sér í heljargreipum með hótunum síðustu þrjú ár. Setið hafi verið fyrir henni og ráðist á hana. „Lífið snýst um frelsi og öryggi. Frelsið finnst í örygginu, og öryggið í frelsinu. Hér í Bríetartúni er hvorugt þekkjanlegt. Þessi saga er svo löng, og mikil og ströng. Án gríns, það er búið að ræna mig öllu.“ Sigurbjörg krýpur hér á stéttinni fyrir utan stigaganginn, eftir að hafa verið borin út af heimili sínu.Vísir/Anton Brink Sigurbjörg hafi stundum varið klukkutíma á dag í að byrgja sig inni í íbúð sinni, af ótta við að brotist yrði inn. Félagsbústaðir hafi lofað að brugðist yrði við ástandinu. „Og standa aldrei við neitt.“ En hvað bíður þín þá núna, þegar það er búið að bera þig út? Hvert ferðu? „Ekki grænan Guðmund. Ég er ekki að fara í Konukot og ég er bara ekki að fara neitt. Ég bara hef ekki hugmynd. Ég bara veit ekkert,“ segir Sigurbjörg.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40