Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar 5. maí 2025 14:32 Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi? Svansvottun - Gæðavottun Fyrir hinn almenna kaupenda snýst þetta um meira en umhverfismál, því Svansvottun hefur raunveruleg og mælanleg áhrif á innivistina sem getur haft jákvæð áhrif á upplifun og heilsu í daglegu lífi Nægileg dagsbirta: svo íbúð geti fengið Svansvottun þarf hún að uppfylla kröfur um dagsbirtu sem tryggir það að rýmin njóti hámarksdagsbirtu þegar hún er til staðar. Hreinna inniloft: flestar Svansvottaðar byggingar eru með loftræsikerfi sem tryggir ferskt loft allan sólarhringinn – án þess að þurfi að opna glugga. Minni efnasúpa: efni sem notuð eru í Svansvottuðum byggingum þurfa að vera annaðhvort vottuð af traustum umhverfismerkjum eða standast strangar kröfur um efnainnihald. Það þýðir minni útsetning fyrir skaðlegum efnum fyrir þig og fjölskylduna. Rakaforvarnir og vandað verklag: á framkvæmdartíma er sérstakur rakavarnarfulltrúi sem sér til þess að byggingarefni séu rétt meðhöndluð og tryggja frágang og fyrirbyggja rakaskemmdir. Það er því gríðarlega mikill ávinningur í að fjárfesta í Svansvottuðu húsnæði. Harðar kröfur – Auðvelt val Þau sem velja að kaupa Svansvottað húsnæði eru ekki aðeins að fjárfesta í íbúð, heldur í framtíð – bæði sinni og barnanna sinna. Það er fjárfesting í heilsu, lífsgæðum og gæða húsnæði. Svansmerkið tekur á öllum lífsferli vöru eða þjónustu sem er vottuð og á því að einfalda neytendum valið þegar kemur að kaupum. Í dag eru fjölmargar íbúðir í sölu sem eru annaðhvort þegar Svansvottaðar eða í ferli við að verða það. Að velja slíkt húsnæði er því ekki bara umhverfisvænt – heldur líka skynsamlegt og farsælt val. Snjöll fjárfesting Svansvottað húsnæði er húsnæði sem er hannað fyrir framtíðina, dregur úr rekstrar- og viðhaldskostnaði og býður upp á heilsusamlegt heimili fyrir þig og fjölskylduna. Þetta er ekki bara umhverfisvæn lausn – þetta er snjöll fjárfesting í lífsgæðum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi? Svansvottun - Gæðavottun Fyrir hinn almenna kaupenda snýst þetta um meira en umhverfismál, því Svansvottun hefur raunveruleg og mælanleg áhrif á innivistina sem getur haft jákvæð áhrif á upplifun og heilsu í daglegu lífi Nægileg dagsbirta: svo íbúð geti fengið Svansvottun þarf hún að uppfylla kröfur um dagsbirtu sem tryggir það að rýmin njóti hámarksdagsbirtu þegar hún er til staðar. Hreinna inniloft: flestar Svansvottaðar byggingar eru með loftræsikerfi sem tryggir ferskt loft allan sólarhringinn – án þess að þurfi að opna glugga. Minni efnasúpa: efni sem notuð eru í Svansvottuðum byggingum þurfa að vera annaðhvort vottuð af traustum umhverfismerkjum eða standast strangar kröfur um efnainnihald. Það þýðir minni útsetning fyrir skaðlegum efnum fyrir þig og fjölskylduna. Rakaforvarnir og vandað verklag: á framkvæmdartíma er sérstakur rakavarnarfulltrúi sem sér til þess að byggingarefni séu rétt meðhöndluð og tryggja frágang og fyrirbyggja rakaskemmdir. Það er því gríðarlega mikill ávinningur í að fjárfesta í Svansvottuðu húsnæði. Harðar kröfur – Auðvelt val Þau sem velja að kaupa Svansvottað húsnæði eru ekki aðeins að fjárfesta í íbúð, heldur í framtíð – bæði sinni og barnanna sinna. Það er fjárfesting í heilsu, lífsgæðum og gæða húsnæði. Svansmerkið tekur á öllum lífsferli vöru eða þjónustu sem er vottuð og á því að einfalda neytendum valið þegar kemur að kaupum. Í dag eru fjölmargar íbúðir í sölu sem eru annaðhvort þegar Svansvottaðar eða í ferli við að verða það. Að velja slíkt húsnæði er því ekki bara umhverfisvænt – heldur líka skynsamlegt og farsælt val. Snjöll fjárfesting Svansvottað húsnæði er húsnæði sem er hannað fyrir framtíðina, dregur úr rekstrar- og viðhaldskostnaði og býður upp á heilsusamlegt heimili fyrir þig og fjölskylduna. Þetta er ekki bara umhverfisvæn lausn – þetta er snjöll fjárfesting í lífsgæðum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar