Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 4. maí 2025 20:20 Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, telur húsnæði eiga að teljast sem mannréttindi frekar en fjárfestingu eða markaðsvöru. Vísir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. „Við vitum að húsnæði er langstærsti kostnaðarliður launafólks og ef að fólk hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuð, eða þarf að mæta mjög miklum hækkunum á húsnæðiskostnaði þá mega kjarasamningar sín mjög lítils og þær launahækkanir sem við semjum um,“ segir Halla sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var einnig rætt við hagfræðing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem segir mikið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Halla segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við þessari stöðu með því að setja á stofn óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, Bjarg og Blæ. „Viðskiptaráð er nú komið í stríð við þessi úrræði vegna þess að þar á bæ vilja menn ekki að það sé hægt að komast í húsnæði án þess að einhver annar græði á því,“ segir Halla og vísar þar í nýlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Spurð hvort markaðurinn sé of einsleitur segir Halla að hún geti aðeins miðað við sína eigin reynslu. Blær hafi núna komið upp tveimur blokkum og eftirspurnin hafi þar verið mest eftir litlum íbúðum. „Það kemur alveg fram í þessum fréttum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að það skortir litlar íbúðir og þessar miðlungsstóru íbúðir þær eru kannski, það er kannski of mikill lúxusbragur á sumum þeirra og þær eru dýrar,“ segir Halla og þá sé eðlilega spurt af hverju þær lækki ekki í veðri. Verðinu sé haldið uppi Það sé aðkallandi spurning og líklega væri það þannig annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum, að ef íbúðir seljist ekki þá myndu þær lækka í verði. „En hér er verðinu haldið uppi og það eru einhverjir hagsmunir þar að baki,“ segir Halla og að það sé augljóst að það séu meiri hagsmunir að því að halda verðinu uppi og bíða með að selja þær en að selja þær á lægra verði. „Samt er þetta mjög ábatasamur bransi þannig það er ekki eins og það skorti.“ Aðgengi að húsnæði séu mannréttindi frekar en markaðsvara Til að bregðast við þessu segir Halla mikilvægt að litið sé á húsnæði sem mannréttindi, en ekki fjárfestingar- eða markaðsvöru. „Ég held að það sé það sem skiptir mestu máli. Hér eru stýrivextir hærri en nokkurs staðar í OECD. Þú þarft að fara til landa þar sem er stríð eða eiturlyfjagengjaátök eða eitthvað viðlíka til að finna svona háa stýrivexti og auðvitað skiptir máli að fólk hafi aðgengi að lánum á viðráðanlegum kjörum, því öðruvísi gengur þetta ekki. Þannig að það finnst mér vera mikið mál.“ Halla segir einnig mikilvægt að koma reglu á leigumarkað og að hann sé gagnsærri. „Þetta er gríðarlega brýnt. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings og launafólks á Íslandi.“ Stéttarfélög Húsnæðismál Kjaramál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
„Við vitum að húsnæði er langstærsti kostnaðarliður launafólks og ef að fólk hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuð, eða þarf að mæta mjög miklum hækkunum á húsnæðiskostnaði þá mega kjarasamningar sín mjög lítils og þær launahækkanir sem við semjum um,“ segir Halla sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var einnig rætt við hagfræðing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem segir mikið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Halla segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við þessari stöðu með því að setja á stofn óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, Bjarg og Blæ. „Viðskiptaráð er nú komið í stríð við þessi úrræði vegna þess að þar á bæ vilja menn ekki að það sé hægt að komast í húsnæði án þess að einhver annar græði á því,“ segir Halla og vísar þar í nýlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Spurð hvort markaðurinn sé of einsleitur segir Halla að hún geti aðeins miðað við sína eigin reynslu. Blær hafi núna komið upp tveimur blokkum og eftirspurnin hafi þar verið mest eftir litlum íbúðum. „Það kemur alveg fram í þessum fréttum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að það skortir litlar íbúðir og þessar miðlungsstóru íbúðir þær eru kannski, það er kannski of mikill lúxusbragur á sumum þeirra og þær eru dýrar,“ segir Halla og þá sé eðlilega spurt af hverju þær lækki ekki í veðri. Verðinu sé haldið uppi Það sé aðkallandi spurning og líklega væri það þannig annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum, að ef íbúðir seljist ekki þá myndu þær lækka í verði. „En hér er verðinu haldið uppi og það eru einhverjir hagsmunir þar að baki,“ segir Halla og að það sé augljóst að það séu meiri hagsmunir að því að halda verðinu uppi og bíða með að selja þær en að selja þær á lægra verði. „Samt er þetta mjög ábatasamur bransi þannig það er ekki eins og það skorti.“ Aðgengi að húsnæði séu mannréttindi frekar en markaðsvara Til að bregðast við þessu segir Halla mikilvægt að litið sé á húsnæði sem mannréttindi, en ekki fjárfestingar- eða markaðsvöru. „Ég held að það sé það sem skiptir mestu máli. Hér eru stýrivextir hærri en nokkurs staðar í OECD. Þú þarft að fara til landa þar sem er stríð eða eiturlyfjagengjaátök eða eitthvað viðlíka til að finna svona háa stýrivexti og auðvitað skiptir máli að fólk hafi aðgengi að lánum á viðráðanlegum kjörum, því öðruvísi gengur þetta ekki. Þannig að það finnst mér vera mikið mál.“ Halla segir einnig mikilvægt að koma reglu á leigumarkað og að hann sé gagnsærri. „Þetta er gríðarlega brýnt. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings og launafólks á Íslandi.“
Stéttarfélög Húsnæðismál Kjaramál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
„Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent