Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 19:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. vísir/Ívar Til stendur að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu vikum, þó markaðsaðstæður séu ekki fullkomnar í kjölfar tollahækkana Bandaríkjaforseta, að sögn fjármálaráðherra. Almenningur mun njóta forgangs í útboðinu þegar það fer loks fram. Áður en útboð hefst er beðið eftir því að frumvarp fjármálaráðherra varðandi útboðið verði samþykkt. Breytingartillagan verður tekin fyrir á þingi á næstu dögum og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. „Við erum bara í undirbúningsfasanum, þetta er á lokametrunum. Alþingi á auðvitað eftir að samþykkja lögin sem liggja fyrir en það gerist væntanlega á komandi dögum.“ „Kannski ekki fullkomna stundin“ Útboðið muni því fara fram á allra næstu vikum nema eitthvað mjög óvænt komi upp sem hafi mikil áhrif á markaðinn. Nefnir hann sem dæmi ef annað óvænt útspil frá Bandaríkjaforseta yrði lagt fram líkt og tollahækkanir á dögunum. „Eins og allir hafa fylgst með hafa verið lækkanir víða um heiminn í kjölfarið á ákvörðunum Bandaríkjanna og þess vegna er þetta kannski ekki fullkomna stundin til að huga að þessu. Það er hins vegar mikill áhugi á Íslandi. Við þurfum svolítið að haga seglum eftir vindi hvað það varðar. Við höfum verið að kynna þetta tækifæri fyrir aðilum á markaði og áhuginn er góður. Það er auðvitað mikil óvissa.“ Lokaniðurstaðan háð aðstæðum Íslenskur almenningur mun hafa forgang í útboðinu og síðan íslenskir fjárfestar. Að því loknu mun það sem eftir er vera kynnt fyrir erlendum fjárfestum. „Það er í sjálfu sér engin takmörk á því hvað hægt er að bjóða þar. Þetta er bara til að koma til móts við vilja almennings. Vonandi er áhugi hjá almenningi.“ Í fyrra var ákveðið að Barclays, Citi og Kvika yrðu umsjónaraðilar útboðsins og var auglýst eftir enn fleiri söluaðilum í síðustu viku. „Við erum núna bara að yfirfara þá sem hafa boðið sig fram og ég geri ráð fyrir því að þetta muni allt skýrast á allra næstu dögum. Við erum að reikna með því að bjóða helming bankans til að byrja með, það er ekki alveg sett í stein. Það er okkar markmið. Hver lokaniðurstaðan verður, það er bara háð aðstæðum.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Áður en útboð hefst er beðið eftir því að frumvarp fjármálaráðherra varðandi útboðið verði samþykkt. Breytingartillagan verður tekin fyrir á þingi á næstu dögum og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. „Við erum bara í undirbúningsfasanum, þetta er á lokametrunum. Alþingi á auðvitað eftir að samþykkja lögin sem liggja fyrir en það gerist væntanlega á komandi dögum.“ „Kannski ekki fullkomna stundin“ Útboðið muni því fara fram á allra næstu vikum nema eitthvað mjög óvænt komi upp sem hafi mikil áhrif á markaðinn. Nefnir hann sem dæmi ef annað óvænt útspil frá Bandaríkjaforseta yrði lagt fram líkt og tollahækkanir á dögunum. „Eins og allir hafa fylgst með hafa verið lækkanir víða um heiminn í kjölfarið á ákvörðunum Bandaríkjanna og þess vegna er þetta kannski ekki fullkomna stundin til að huga að þessu. Það er hins vegar mikill áhugi á Íslandi. Við þurfum svolítið að haga seglum eftir vindi hvað það varðar. Við höfum verið að kynna þetta tækifæri fyrir aðilum á markaði og áhuginn er góður. Það er auðvitað mikil óvissa.“ Lokaniðurstaðan háð aðstæðum Íslenskur almenningur mun hafa forgang í útboðinu og síðan íslenskir fjárfestar. Að því loknu mun það sem eftir er vera kynnt fyrir erlendum fjárfestum. „Það er í sjálfu sér engin takmörk á því hvað hægt er að bjóða þar. Þetta er bara til að koma til móts við vilja almennings. Vonandi er áhugi hjá almenningi.“ Í fyrra var ákveðið að Barclays, Citi og Kvika yrðu umsjónaraðilar útboðsins og var auglýst eftir enn fleiri söluaðilum í síðustu viku. „Við erum núna bara að yfirfara þá sem hafa boðið sig fram og ég geri ráð fyrir því að þetta muni allt skýrast á allra næstu dögum. Við erum að reikna með því að bjóða helming bankans til að byrja með, það er ekki alveg sett í stein. Það er okkar markmið. Hver lokaniðurstaðan verður, það er bara háð aðstæðum.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira