Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 19:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. vísir/Ívar Til stendur að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu vikum, þó markaðsaðstæður séu ekki fullkomnar í kjölfar tollahækkana Bandaríkjaforseta, að sögn fjármálaráðherra. Almenningur mun njóta forgangs í útboðinu þegar það fer loks fram. Áður en útboð hefst er beðið eftir því að frumvarp fjármálaráðherra varðandi útboðið verði samþykkt. Breytingartillagan verður tekin fyrir á þingi á næstu dögum og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. „Við erum bara í undirbúningsfasanum, þetta er á lokametrunum. Alþingi á auðvitað eftir að samþykkja lögin sem liggja fyrir en það gerist væntanlega á komandi dögum.“ „Kannski ekki fullkomna stundin“ Útboðið muni því fara fram á allra næstu vikum nema eitthvað mjög óvænt komi upp sem hafi mikil áhrif á markaðinn. Nefnir hann sem dæmi ef annað óvænt útspil frá Bandaríkjaforseta yrði lagt fram líkt og tollahækkanir á dögunum. „Eins og allir hafa fylgst með hafa verið lækkanir víða um heiminn í kjölfarið á ákvörðunum Bandaríkjanna og þess vegna er þetta kannski ekki fullkomna stundin til að huga að þessu. Það er hins vegar mikill áhugi á Íslandi. Við þurfum svolítið að haga seglum eftir vindi hvað það varðar. Við höfum verið að kynna þetta tækifæri fyrir aðilum á markaði og áhuginn er góður. Það er auðvitað mikil óvissa.“ Lokaniðurstaðan háð aðstæðum Íslenskur almenningur mun hafa forgang í útboðinu og síðan íslenskir fjárfestar. Að því loknu mun það sem eftir er vera kynnt fyrir erlendum fjárfestum. „Það er í sjálfu sér engin takmörk á því hvað hægt er að bjóða þar. Þetta er bara til að koma til móts við vilja almennings. Vonandi er áhugi hjá almenningi.“ Í fyrra var ákveðið að Barclays, Citi og Kvika yrðu umsjónaraðilar útboðsins og var auglýst eftir enn fleiri söluaðilum í síðustu viku. „Við erum núna bara að yfirfara þá sem hafa boðið sig fram og ég geri ráð fyrir því að þetta muni allt skýrast á allra næstu dögum. Við erum að reikna með því að bjóða helming bankans til að byrja með, það er ekki alveg sett í stein. Það er okkar markmið. Hver lokaniðurstaðan verður, það er bara háð aðstæðum.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Áður en útboð hefst er beðið eftir því að frumvarp fjármálaráðherra varðandi útboðið verði samþykkt. Breytingartillagan verður tekin fyrir á þingi á næstu dögum og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. „Við erum bara í undirbúningsfasanum, þetta er á lokametrunum. Alþingi á auðvitað eftir að samþykkja lögin sem liggja fyrir en það gerist væntanlega á komandi dögum.“ „Kannski ekki fullkomna stundin“ Útboðið muni því fara fram á allra næstu vikum nema eitthvað mjög óvænt komi upp sem hafi mikil áhrif á markaðinn. Nefnir hann sem dæmi ef annað óvænt útspil frá Bandaríkjaforseta yrði lagt fram líkt og tollahækkanir á dögunum. „Eins og allir hafa fylgst með hafa verið lækkanir víða um heiminn í kjölfarið á ákvörðunum Bandaríkjanna og þess vegna er þetta kannski ekki fullkomna stundin til að huga að þessu. Það er hins vegar mikill áhugi á Íslandi. Við þurfum svolítið að haga seglum eftir vindi hvað það varðar. Við höfum verið að kynna þetta tækifæri fyrir aðilum á markaði og áhuginn er góður. Það er auðvitað mikil óvissa.“ Lokaniðurstaðan háð aðstæðum Íslenskur almenningur mun hafa forgang í útboðinu og síðan íslenskir fjárfestar. Að því loknu mun það sem eftir er vera kynnt fyrir erlendum fjárfestum. „Það er í sjálfu sér engin takmörk á því hvað hægt er að bjóða þar. Þetta er bara til að koma til móts við vilja almennings. Vonandi er áhugi hjá almenningi.“ Í fyrra var ákveðið að Barclays, Citi og Kvika yrðu umsjónaraðilar útboðsins og var auglýst eftir enn fleiri söluaðilum í síðustu viku. „Við erum núna bara að yfirfara þá sem hafa boðið sig fram og ég geri ráð fyrir því að þetta muni allt skýrast á allra næstu dögum. Við erum að reikna með því að bjóða helming bankans til að byrja með, það er ekki alveg sett í stein. Það er okkar markmið. Hver lokaniðurstaðan verður, það er bara háð aðstæðum.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira