Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2025 14:05 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi, sem hefur miklar áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum þegar viðhald bygginga er annars vegar. Skóinn er eina ríkisstofnunin í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Ölfus leggur mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjármagn til viðhalds en mannvirki skólans eru meira og minna að hruni komin. Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og rekin fyrstu 66 árin, sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu og hefur alltaf verið. Árið 2005 var skólinn sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og nú síðustu ár hefur skólinn verið rekið undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alltaf hefur verið góð aðsókn að starfsmenntanámi skólans en það sem háir honum hvað mest eru byggingarnar, gróðurhús og annað, sem er að hruni komið enda litlir, sem engir peningar settir í viðhald frá ríkinu til skólans. Skólinn er staðsettur í Ölfusi, ekki í Hveragerði eins og margir halda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans. „Við höfum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af þessu. Þetta er eina ríkisstofnunin í Ölfusinu öllu. Þannig að manni fyndist í lófa lagi hjá ríkinu að standa betur að þessum málum. Þetta er ákveðin hornsteinn af allri garðyrkju á Íslandi og þarna hefur verið búið til alveg ótrúleg verðmæti í formi mannauðs þannig að það þarf að standa betur að verki þar“, segir Elliði. Boðið er upp á starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum, sem tengist atvinnugreinum, sem unnið er við. Það er til dæmis ylræktarbraut í skólanum og skrúðgarðyrkjubraut, auk garðplöntubrautar svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skandall hvernig staðið er að þessum málum eða hvað? „Það er allavega öllum ljóst að þarna þarf að gera betur. Við getum ekki rekið skólahúsnæði eða rekið fræðslustarf í skólahúsnæði eins og það er þarna. Það er hreinlega að hruni komið og sums staðar hrun“, segir bæjarstjórinn. En hvað með ábyrgð Sveitarfélagsins Ölfuss, getur það ekkert gert til að hjálpa skólanum með viðhald og annað slíkt til að halda honum áfram í sveitarfélaginu eða hvað ? „Já að sjálfsögðu getum við gert það og höfum mikinn og ríkan vilja en þetta er hins vegar verkefni ríkisins og við getum hvorki farið að reka hér löggæslu, tollinnheimtu eða nokkuð annað, sem ríkið er að gera en við þurfum hins vegar að biðla til þeirra að standa betur að hvað þetta varðar og ég er bjartsýnn á það,“ segir Elliði. Opið hús var í Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta eins og alltaf. Hér fremst á myndinni er Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fjölbrautaskóla Suðurlands er garðyrkjunámið er í þeim skóla Ölfus Garðyrkja Skóla- og menntamál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og rekin fyrstu 66 árin, sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu og hefur alltaf verið. Árið 2005 var skólinn sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og nú síðustu ár hefur skólinn verið rekið undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alltaf hefur verið góð aðsókn að starfsmenntanámi skólans en það sem háir honum hvað mest eru byggingarnar, gróðurhús og annað, sem er að hruni komið enda litlir, sem engir peningar settir í viðhald frá ríkinu til skólans. Skólinn er staðsettur í Ölfusi, ekki í Hveragerði eins og margir halda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans. „Við höfum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af þessu. Þetta er eina ríkisstofnunin í Ölfusinu öllu. Þannig að manni fyndist í lófa lagi hjá ríkinu að standa betur að þessum málum. Þetta er ákveðin hornsteinn af allri garðyrkju á Íslandi og þarna hefur verið búið til alveg ótrúleg verðmæti í formi mannauðs þannig að það þarf að standa betur að verki þar“, segir Elliði. Boðið er upp á starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum, sem tengist atvinnugreinum, sem unnið er við. Það er til dæmis ylræktarbraut í skólanum og skrúðgarðyrkjubraut, auk garðplöntubrautar svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skandall hvernig staðið er að þessum málum eða hvað? „Það er allavega öllum ljóst að þarna þarf að gera betur. Við getum ekki rekið skólahúsnæði eða rekið fræðslustarf í skólahúsnæði eins og það er þarna. Það er hreinlega að hruni komið og sums staðar hrun“, segir bæjarstjórinn. En hvað með ábyrgð Sveitarfélagsins Ölfuss, getur það ekkert gert til að hjálpa skólanum með viðhald og annað slíkt til að halda honum áfram í sveitarfélaginu eða hvað ? „Já að sjálfsögðu getum við gert það og höfum mikinn og ríkan vilja en þetta er hins vegar verkefni ríkisins og við getum hvorki farið að reka hér löggæslu, tollinnheimtu eða nokkuð annað, sem ríkið er að gera en við þurfum hins vegar að biðla til þeirra að standa betur að hvað þetta varðar og ég er bjartsýnn á það,“ segir Elliði. Opið hús var í Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta eins og alltaf. Hér fremst á myndinni er Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fjölbrautaskóla Suðurlands er garðyrkjunámið er í þeim skóla
Ölfus Garðyrkja Skóla- og menntamál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira