Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2025 14:05 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi, sem hefur miklar áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum þegar viðhald bygginga er annars vegar. Skóinn er eina ríkisstofnunin í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Ölfus leggur mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjármagn til viðhalds en mannvirki skólans eru meira og minna að hruni komin. Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og rekin fyrstu 66 árin, sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu og hefur alltaf verið. Árið 2005 var skólinn sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og nú síðustu ár hefur skólinn verið rekið undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alltaf hefur verið góð aðsókn að starfsmenntanámi skólans en það sem háir honum hvað mest eru byggingarnar, gróðurhús og annað, sem er að hruni komið enda litlir, sem engir peningar settir í viðhald frá ríkinu til skólans. Skólinn er staðsettur í Ölfusi, ekki í Hveragerði eins og margir halda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans. „Við höfum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af þessu. Þetta er eina ríkisstofnunin í Ölfusinu öllu. Þannig að manni fyndist í lófa lagi hjá ríkinu að standa betur að þessum málum. Þetta er ákveðin hornsteinn af allri garðyrkju á Íslandi og þarna hefur verið búið til alveg ótrúleg verðmæti í formi mannauðs þannig að það þarf að standa betur að verki þar“, segir Elliði. Boðið er upp á starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum, sem tengist atvinnugreinum, sem unnið er við. Það er til dæmis ylræktarbraut í skólanum og skrúðgarðyrkjubraut, auk garðplöntubrautar svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skandall hvernig staðið er að þessum málum eða hvað? „Það er allavega öllum ljóst að þarna þarf að gera betur. Við getum ekki rekið skólahúsnæði eða rekið fræðslustarf í skólahúsnæði eins og það er þarna. Það er hreinlega að hruni komið og sums staðar hrun“, segir bæjarstjórinn. En hvað með ábyrgð Sveitarfélagsins Ölfuss, getur það ekkert gert til að hjálpa skólanum með viðhald og annað slíkt til að halda honum áfram í sveitarfélaginu eða hvað ? „Já að sjálfsögðu getum við gert það og höfum mikinn og ríkan vilja en þetta er hins vegar verkefni ríkisins og við getum hvorki farið að reka hér löggæslu, tollinnheimtu eða nokkuð annað, sem ríkið er að gera en við þurfum hins vegar að biðla til þeirra að standa betur að hvað þetta varðar og ég er bjartsýnn á það,“ segir Elliði. Opið hús var í Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta eins og alltaf. Hér fremst á myndinni er Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fjölbrautaskóla Suðurlands er garðyrkjunámið er í þeim skóla Ölfus Garðyrkja Skóla- og menntamál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og rekin fyrstu 66 árin, sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu og hefur alltaf verið. Árið 2005 var skólinn sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og nú síðustu ár hefur skólinn verið rekið undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alltaf hefur verið góð aðsókn að starfsmenntanámi skólans en það sem háir honum hvað mest eru byggingarnar, gróðurhús og annað, sem er að hruni komið enda litlir, sem engir peningar settir í viðhald frá ríkinu til skólans. Skólinn er staðsettur í Ölfusi, ekki í Hveragerði eins og margir halda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans. „Við höfum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af þessu. Þetta er eina ríkisstofnunin í Ölfusinu öllu. Þannig að manni fyndist í lófa lagi hjá ríkinu að standa betur að þessum málum. Þetta er ákveðin hornsteinn af allri garðyrkju á Íslandi og þarna hefur verið búið til alveg ótrúleg verðmæti í formi mannauðs þannig að það þarf að standa betur að verki þar“, segir Elliði. Boðið er upp á starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum, sem tengist atvinnugreinum, sem unnið er við. Það er til dæmis ylræktarbraut í skólanum og skrúðgarðyrkjubraut, auk garðplöntubrautar svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skandall hvernig staðið er að þessum málum eða hvað? „Það er allavega öllum ljóst að þarna þarf að gera betur. Við getum ekki rekið skólahúsnæði eða rekið fræðslustarf í skólahúsnæði eins og það er þarna. Það er hreinlega að hruni komið og sums staðar hrun“, segir bæjarstjórinn. En hvað með ábyrgð Sveitarfélagsins Ölfuss, getur það ekkert gert til að hjálpa skólanum með viðhald og annað slíkt til að halda honum áfram í sveitarfélaginu eða hvað ? „Já að sjálfsögðu getum við gert það og höfum mikinn og ríkan vilja en þetta er hins vegar verkefni ríkisins og við getum hvorki farið að reka hér löggæslu, tollinnheimtu eða nokkuð annað, sem ríkið er að gera en við þurfum hins vegar að biðla til þeirra að standa betur að hvað þetta varðar og ég er bjartsýnn á það,“ segir Elliði. Opið hús var í Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta eins og alltaf. Hér fremst á myndinni er Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fjölbrautaskóla Suðurlands er garðyrkjunámið er í þeim skóla
Ölfus Garðyrkja Skóla- og menntamál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira