Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2025 14:05 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi, sem hefur miklar áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum þegar viðhald bygginga er annars vegar. Skóinn er eina ríkisstofnunin í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Ölfus leggur mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjármagn til viðhalds en mannvirki skólans eru meira og minna að hruni komin. Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og rekin fyrstu 66 árin, sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu og hefur alltaf verið. Árið 2005 var skólinn sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og nú síðustu ár hefur skólinn verið rekið undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alltaf hefur verið góð aðsókn að starfsmenntanámi skólans en það sem háir honum hvað mest eru byggingarnar, gróðurhús og annað, sem er að hruni komið enda litlir, sem engir peningar settir í viðhald frá ríkinu til skólans. Skólinn er staðsettur í Ölfusi, ekki í Hveragerði eins og margir halda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans. „Við höfum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af þessu. Þetta er eina ríkisstofnunin í Ölfusinu öllu. Þannig að manni fyndist í lófa lagi hjá ríkinu að standa betur að þessum málum. Þetta er ákveðin hornsteinn af allri garðyrkju á Íslandi og þarna hefur verið búið til alveg ótrúleg verðmæti í formi mannauðs þannig að það þarf að standa betur að verki þar“, segir Elliði. Boðið er upp á starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum, sem tengist atvinnugreinum, sem unnið er við. Það er til dæmis ylræktarbraut í skólanum og skrúðgarðyrkjubraut, auk garðplöntubrautar svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skandall hvernig staðið er að þessum málum eða hvað? „Það er allavega öllum ljóst að þarna þarf að gera betur. Við getum ekki rekið skólahúsnæði eða rekið fræðslustarf í skólahúsnæði eins og það er þarna. Það er hreinlega að hruni komið og sums staðar hrun“, segir bæjarstjórinn. En hvað með ábyrgð Sveitarfélagsins Ölfuss, getur það ekkert gert til að hjálpa skólanum með viðhald og annað slíkt til að halda honum áfram í sveitarfélaginu eða hvað ? „Já að sjálfsögðu getum við gert það og höfum mikinn og ríkan vilja en þetta er hins vegar verkefni ríkisins og við getum hvorki farið að reka hér löggæslu, tollinnheimtu eða nokkuð annað, sem ríkið er að gera en við þurfum hins vegar að biðla til þeirra að standa betur að hvað þetta varðar og ég er bjartsýnn á það,“ segir Elliði. Opið hús var í Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta eins og alltaf. Hér fremst á myndinni er Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fjölbrautaskóla Suðurlands er garðyrkjunámið er í þeim skóla Ölfus Garðyrkja Skóla- og menntamál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og rekin fyrstu 66 árin, sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu og hefur alltaf verið. Árið 2005 var skólinn sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og nú síðustu ár hefur skólinn verið rekið undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alltaf hefur verið góð aðsókn að starfsmenntanámi skólans en það sem háir honum hvað mest eru byggingarnar, gróðurhús og annað, sem er að hruni komið enda litlir, sem engir peningar settir í viðhald frá ríkinu til skólans. Skólinn er staðsettur í Ölfusi, ekki í Hveragerði eins og margir halda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans. „Við höfum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af þessu. Þetta er eina ríkisstofnunin í Ölfusinu öllu. Þannig að manni fyndist í lófa lagi hjá ríkinu að standa betur að þessum málum. Þetta er ákveðin hornsteinn af allri garðyrkju á Íslandi og þarna hefur verið búið til alveg ótrúleg verðmæti í formi mannauðs þannig að það þarf að standa betur að verki þar“, segir Elliði. Boðið er upp á starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum, sem tengist atvinnugreinum, sem unnið er við. Það er til dæmis ylræktarbraut í skólanum og skrúðgarðyrkjubraut, auk garðplöntubrautar svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skandall hvernig staðið er að þessum málum eða hvað? „Það er allavega öllum ljóst að þarna þarf að gera betur. Við getum ekki rekið skólahúsnæði eða rekið fræðslustarf í skólahúsnæði eins og það er þarna. Það er hreinlega að hruni komið og sums staðar hrun“, segir bæjarstjórinn. En hvað með ábyrgð Sveitarfélagsins Ölfuss, getur það ekkert gert til að hjálpa skólanum með viðhald og annað slíkt til að halda honum áfram í sveitarfélaginu eða hvað ? „Já að sjálfsögðu getum við gert það og höfum mikinn og ríkan vilja en þetta er hins vegar verkefni ríkisins og við getum hvorki farið að reka hér löggæslu, tollinnheimtu eða nokkuð annað, sem ríkið er að gera en við þurfum hins vegar að biðla til þeirra að standa betur að hvað þetta varðar og ég er bjartsýnn á það,“ segir Elliði. Opið hús var í Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta eins og alltaf. Hér fremst á myndinni er Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fjölbrautaskóla Suðurlands er garðyrkjunámið er í þeim skóla
Ölfus Garðyrkja Skóla- og menntamál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira