Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 16:09 Menn að störfum í Saporisjía eftir árásir Rússa í nótt. AP/Kateryna Klochko Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum. Í einu slíku tilfelli, í febrúar, gekk kona að útisvæði veitingastaðar í Mykolaiv þar sem úkraínskir hermenn í hádegishléi stóðu saman. Hún lagði tösku við hlið hermannanna en skömmu eftir það sprakk sprengja í töskunni í loft upp. Konan lét lífið og þrír hermannanna gerðu það einnig. Fjallað er um þessa viðleitni Rússa til að valda usla og mannskaða í Úkraínu í ítarlegri grein New Lines Magazine. Þar kemur fram að áðurnefndir útsendarar, sem höfðu sagt konunni að hún væri að flytja peninga í tösku, sprengdu sprengjuna þegar þeir sáu að hún var komin á leiðarenda. Áróðursmaskínur Rússa fóru á yfirsnúning eftir árásina og héldu því fram að konan hefði myrt hermennina, sem sagðir voru starfa við að kveðja menn í úkraínska herinn, í hefndarskyni vegna dauða sonar hennar á víglínunni. Hið rétta er að hermennirnir unnu ekki við herkvaðningu heldur störfuðu þeir við að finna jarðsprengjur og gera þær óvirkar. Konan, sem var 42 ára gömul, átti ekki son sem hafði fallið í átökum heldur hafði hún skilið ungt barn, hennar eina, eftir á gistiheimili nærri kaffihúsinu. Bjóða fólki peninga fyrir auðveld verkefni Rússneskir útsendarar höfðu átt í samskiptum við konuna á samfélagsmiðlinum Telegram og beðið hana um að koma töskunni áleiðis í skiptum fyrir peninga. Í töskunni var þó sprengja, eins og áður hefur komið fram, en hún var smíðuð af tveimur úkraínskum táningum. Þeir voru fjórtán og sautján ára gamlir og höfðu smíðað sprengjuna eftir leiðbeiningum frá Rússlandi. Í mars átti sér stað annað sambærilegt atvik þegar tveir aðrir táningar, fimmtán og sautján ára gamlir, voru á gangi nærri lestarstöð í borginni Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu. Þá sprakk sprengja sem þeir voru að flytja svo sá eldri lést og hinn særðist alvarlega. Sprengjan sem þeir höfðu einnig smíðað með leiðsögn frá Rússlandi og höfðu þeir komið GPS-tæki fyrir í henni svo rússnesku útsendararnir gátu sprengt hana þegar þeir sáu að hún var komin á réttan stað. Drengirnir áttu að fá fúlgur fjár fyrir að smíða sprengjuna og koma henni fyrir. Úkraínumenn segja tilfellum sem þessum hafa farið fjölgandi og eru starfsmenn leyniþjónustu Úkraínu farnir að halda fyrirlestra í skólum þar í landi og vara ungmenni við gylliboðum frá fólki á Telegram. Hótuðu að birta myndir af fjórtán ára stúlku Það eru þó ekki bara gylliboð sem eru notuð til að fá úkraínskt fólk til voðaverka. Í einu tilfelli brutu rússneskir hakkarar sér inn í síma fjórtán ára stúlku og hótuðu að birta myndir af henni sem þeir fundu þar, ef hún færi ekki eftir skipunum þeirra. Þeir létu hana smíða sprengju og fara með hana á lögreglustöð í heimabæ hennar. Þar var hún þó gómuð og engan sakaði. Sprengjuárásir þessar hafa að miklu leyti beinst að skrifstofum hersins þar sem herkvaðning fer fram en herkvaðning í Úkraínu hefur lengi verið óvinsæl. Átján til sextíu ára gömlum mönnum hefur verið meinað að fara frá Úkraínu en 25 til sextíu ára menn eru kvaddir í herinn. Skemmdarverk og banatilræði í Evrópu Rússar hafa einnig verið duglegir við árásir og skemmdarverk annars staðar í Evrópu að undanförnu. Meðal annars hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um að koma eldsprengjum fyrir í flugvélum og að reyna að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum. Fregnir hafa borist af því að sérstök séraðgerðasveit hafi verið stofnuð sem hafi þau meginverkefni að fremja skemmdarverk og banatilræði á erlendri grundu og að koma útsendurum fyrir í vestrænum fyrirtækjum og háskólum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Í einu slíku tilfelli, í febrúar, gekk kona að útisvæði veitingastaðar í Mykolaiv þar sem úkraínskir hermenn í hádegishléi stóðu saman. Hún lagði tösku við hlið hermannanna en skömmu eftir það sprakk sprengja í töskunni í loft upp. Konan lét lífið og þrír hermannanna gerðu það einnig. Fjallað er um þessa viðleitni Rússa til að valda usla og mannskaða í Úkraínu í ítarlegri grein New Lines Magazine. Þar kemur fram að áðurnefndir útsendarar, sem höfðu sagt konunni að hún væri að flytja peninga í tösku, sprengdu sprengjuna þegar þeir sáu að hún var komin á leiðarenda. Áróðursmaskínur Rússa fóru á yfirsnúning eftir árásina og héldu því fram að konan hefði myrt hermennina, sem sagðir voru starfa við að kveðja menn í úkraínska herinn, í hefndarskyni vegna dauða sonar hennar á víglínunni. Hið rétta er að hermennirnir unnu ekki við herkvaðningu heldur störfuðu þeir við að finna jarðsprengjur og gera þær óvirkar. Konan, sem var 42 ára gömul, átti ekki son sem hafði fallið í átökum heldur hafði hún skilið ungt barn, hennar eina, eftir á gistiheimili nærri kaffihúsinu. Bjóða fólki peninga fyrir auðveld verkefni Rússneskir útsendarar höfðu átt í samskiptum við konuna á samfélagsmiðlinum Telegram og beðið hana um að koma töskunni áleiðis í skiptum fyrir peninga. Í töskunni var þó sprengja, eins og áður hefur komið fram, en hún var smíðuð af tveimur úkraínskum táningum. Þeir voru fjórtán og sautján ára gamlir og höfðu smíðað sprengjuna eftir leiðbeiningum frá Rússlandi. Í mars átti sér stað annað sambærilegt atvik þegar tveir aðrir táningar, fimmtán og sautján ára gamlir, voru á gangi nærri lestarstöð í borginni Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu. Þá sprakk sprengja sem þeir voru að flytja svo sá eldri lést og hinn særðist alvarlega. Sprengjan sem þeir höfðu einnig smíðað með leiðsögn frá Rússlandi og höfðu þeir komið GPS-tæki fyrir í henni svo rússnesku útsendararnir gátu sprengt hana þegar þeir sáu að hún var komin á réttan stað. Drengirnir áttu að fá fúlgur fjár fyrir að smíða sprengjuna og koma henni fyrir. Úkraínumenn segja tilfellum sem þessum hafa farið fjölgandi og eru starfsmenn leyniþjónustu Úkraínu farnir að halda fyrirlestra í skólum þar í landi og vara ungmenni við gylliboðum frá fólki á Telegram. Hótuðu að birta myndir af fjórtán ára stúlku Það eru þó ekki bara gylliboð sem eru notuð til að fá úkraínskt fólk til voðaverka. Í einu tilfelli brutu rússneskir hakkarar sér inn í síma fjórtán ára stúlku og hótuðu að birta myndir af henni sem þeir fundu þar, ef hún færi ekki eftir skipunum þeirra. Þeir létu hana smíða sprengju og fara með hana á lögreglustöð í heimabæ hennar. Þar var hún þó gómuð og engan sakaði. Sprengjuárásir þessar hafa að miklu leyti beinst að skrifstofum hersins þar sem herkvaðning fer fram en herkvaðning í Úkraínu hefur lengi verið óvinsæl. Átján til sextíu ára gömlum mönnum hefur verið meinað að fara frá Úkraínu en 25 til sextíu ára menn eru kvaddir í herinn. Skemmdarverk og banatilræði í Evrópu Rússar hafa einnig verið duglegir við árásir og skemmdarverk annars staðar í Evrópu að undanförnu. Meðal annars hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um að koma eldsprengjum fyrir í flugvélum og að reyna að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum. Fregnir hafa borist af því að sérstök séraðgerðasveit hafi verið stofnuð sem hafi þau meginverkefni að fremja skemmdarverk og banatilræði á erlendri grundu og að koma útsendurum fyrir í vestrænum fyrirtækjum og háskólum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira