Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 13:31 Forsvarsmenn McDonald's segja að neikvæði í garð Bandaríkjamanna í Kanada og víðar virðist ekki hafa haft slæm áhrif á keðjuna. AP/Gene J. Puskar Mikill samdráttur hefur orðið á sölu hjá hamborgarakeðjunni McDonald‘s í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Salan lækkaði um 3,6 prósent sem er mesta lækkunin hjá keðjunni frá árinu 2020, þegar Covid var og hét og loka þurfti verslunum og veitingastöðum. Chris Kempczinski, forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að viðskiptavinir úr hópi lágtekjufólks og millistéttinni, sem hafi miklar áhyggjur af verðbólgu og versnandi efnahagsaðstæðum, hafi dregið verulega úr kaupum sínum á skyndibitum. AP fréttaveitan hefur eftir forstjóranum að fyrirtækið geti staðið af sér þetta óveður betur en margir aðrir. McDonald‘s væri þó ekki ónæmt fyrir slæmum vendingum. Önnur fyrirtæki á markaði skyndibita vestanhafs hafa birt sambærileg ársfjórðungsuppgjör að undanförnum. Á heimsvísu lækkaði salan hjá McDonald‘s um eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi. Aukning varð á sölu í Japan, Kína og Mið-Austurlöndum og er það sagt hafa mildað samdrátt annars staðar í heiminum. Greinendur höfðu spáð um tveggja prósenta söluaukningu á heimsvísu. Kempczinski sagði við hluthafa í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu búist við því að fyrsti ársfjórðungurinn yrði sá versti á árinu. Horfur fyrir næsta hafi þegar skánað töluvert. Forsvarsmenn fyrirtækisins standa enn við tekjuspár fyrir árið allt. Bandaríkin Veitingastaðir Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Chris Kempczinski, forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að viðskiptavinir úr hópi lágtekjufólks og millistéttinni, sem hafi miklar áhyggjur af verðbólgu og versnandi efnahagsaðstæðum, hafi dregið verulega úr kaupum sínum á skyndibitum. AP fréttaveitan hefur eftir forstjóranum að fyrirtækið geti staðið af sér þetta óveður betur en margir aðrir. McDonald‘s væri þó ekki ónæmt fyrir slæmum vendingum. Önnur fyrirtæki á markaði skyndibita vestanhafs hafa birt sambærileg ársfjórðungsuppgjör að undanförnum. Á heimsvísu lækkaði salan hjá McDonald‘s um eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi. Aukning varð á sölu í Japan, Kína og Mið-Austurlöndum og er það sagt hafa mildað samdrátt annars staðar í heiminum. Greinendur höfðu spáð um tveggja prósenta söluaukningu á heimsvísu. Kempczinski sagði við hluthafa í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu búist við því að fyrsti ársfjórðungurinn yrði sá versti á árinu. Horfur fyrir næsta hafi þegar skánað töluvert. Forsvarsmenn fyrirtækisins standa enn við tekjuspár fyrir árið allt.
Bandaríkin Veitingastaðir Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent