Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. maí 2025 22:00 Valsmenn fagna sigrinum í leikslok. Björgvin Páll, markmaður og mikilvægasti maður leiksins, fremstur í flokki. vísir / anton Valur vann Aftureldingu 33-29 í oddaleik í undanúrslitum Olís deildar karla. Valsmenn voru við völd allan leikinn og fengu mikla hjálp frá markmanninum Björgvini Pál Gústavssyni. Afturelding átti nokkur ágætis áhlaup en tókst aldrei að minnka muninn í minna en tvö mörk. Rautt spjald á lokamínútum gerði svo algjörlega út af við leikinn. Valsmenn eru því komnir í úrslitaeinvígið og mæta þar Fram, sem sló Íslandsmeistara FH úr leik. Úrslitaeinvígið hefst eftir landsleikjahlé, fimmtudaginn 15. maí. Valsmenn voru við völd eiginlega allan leikinn. vísir / anton Misstu marga menn af velli snemma Afturelding átti frumkvæðið að fyrsta marki leiksins en lenti snemma í vandræðum og missti menn út með tveggja mínútna brottvísanir. Valsmenn nýttu tækifærið sem þeim gafst til að taka tveggja marka forystu eftir um tíu mínútna leik. Eftir það var Valur við völd á vellinum, leiddi leikinn en Afturelding elti. Lítil / mikil hjálp frá markmanni Gestirnir fengu litla markvörslu framan af fyrri hálfleik og forysta Vals varð mest fjögur mörk, en Brynjar Vignir mætti síðan í búrið og átti nokkrar góður vörslur. Staðan 18-16 þegar liðin gengu inn í búningsherbergi. Björgvin Páll átti sannkallaðan stórleik.vísir / anton Hins vegar sýndi Björgvin Páll Gústavsson kollegum sínum hvernig markmenn geta unnið leiki. Stórkostleg frammistaða hjá honum í kvöld og í heildina 23 varin skot, gegn samtals 12 vörðum skotum hjá markmönnum Aftureldingar. Vel hægt að skrifa muninn milli liðanna einfaldlega á það. Kristján Ottó Hjálmsson með eitt af fáum skotum sem fóru framhjá Björgvini Pál.vísir / anton Reyndu að redda málunum en fengu rautt Afturelding átti ágætis áhlaup í upphafi seinni hálfleiks og hélt í Val alveg þar til rúmar tíu mínútur voru eftir. Þá tók Valur aftur fjögurra marka forystu og Afturelding skipti aftur um markmann. En það dugði til lítils því Ihor Kopyshynskyi fékk að líta beint rautt spjald fyrir að veita Bjarna í Selvindi kjaftshögg, Afturelding varð manni færri og Valur breikkaði bilið í sex mörk. Sannfærandi sigur Síðustu mínúturnar var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda en Afturelding minnkaði muninn í fjögur mörk áður en yfir lauk, lokatölur 33-29. Valsmenn fagna sigrinum vel og innilega. vísir / anton Stjörnur og skúrkar Björgvin Páll á risastóran þátt í sigri Vals, með yfir fimmtíu prósent markvörslu, stjarna kvöldsins. Markmenn Aftureldingar gerðu tilkall til skúrkavalsins, en Ihor Kopyshynskyi hlýtur þá nafnbót fyrir að kýla Bjarna í Selvindi. Monsi var með fimm mörk í kvöld.vísir / anton Bjarni var ásamt Úlfari Páli Monsa og Viktori Sigurðssyni markahæstur hjá Val, allir með fimm mörk. Birgir Steinn Jónsson var markahæstur hjá Aftureldingu með átta mörk. Blær Hinriksson fylgdi honum eftir með sex mörk. Stemning og umgjörð Til algjörrar fyrirmyndar. Fullt hús. Strætóskýli, lúðrasveit, trommusett og sturluð stemning. Fuglar flugu milli stuðningssveita.vísir / anton Stuðningsmenn Aftureldingar fjölmenntu og létu vel í sér heyra. vísir / anton Viðtöl „23 boltar varðir er helvíti mikið“ Gunnar ræðir málin með sínum mönnum.vísir / anton „Munurinn á liðunum í kvöld er auðvitað bara Bjöggi, 23 varða bolta, tekur dauðafæri eftir dauðafæri, víti og fráköst, hann er munurinn á liðunum í kvöld“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið. „Við áttum tækifæri til að jafna í seinni hálfleik, minnir að við höfum fengið tvo sénsa til að ná mómentinu og mögulega jafna, en hann bara eiginlega drap okkur. Tók menn af lífi. Mörg færi sem við sköpuðum en hann var okkur erfiður… Menn lögðu allt í þetta og við komum með nokkur áhlaup, en þetta strandaði allt á honum. 23 boltar varðir er helvíti mikið og mörg þeirra góð færi“ hélt Gunnar svo áfram að hrósa markmanni Vals. Afturelding átti sinn slakasta leik í einvíginu í kvöld, liðið vann tvo leiki og var mjög nálægt sigri í hinum tveimur, en var alls ekki nálægt því í oddaleiknum í kvöld. „Ég vil bara óska Valsmönnum til hamingju með sigurinn og velfarnaðar í framhaldinu. Þetta var hörku, hörku einvígi tveggja frábærra liða. Stutt á milli í mörgum leikjunum. Við fengum tækifæri í framlengingunni í leik eitt, vorum yfir, það situr í mér. Lokamínúturnar í leik þrjú líka, áttum við tækifæri. Ég er svekktur yfir þessum mörgu tækifærum sem við nýttum okkur ekki nógu vel. Valsmenn voru klókir… Það svíður rosalega að hafa ekki tekið annað tækifærið, það hefði dugað, en við getum ekki breytt því.“ Gunnar tekur við þjálfun Hauka á næsta tímabili og skilur við Aftureldingu eftir fimm ár í Mosfellsbænum. „Nú kveður maður bara Aftureldingu og nær sér af þessum sárum, ég er mjög svekktur. En ég fer bara héðan ótrúlega stoltur af minni vinnu síðustu fimm ár og fullur þakklæti fyrir að starfa hjá þessu félagi… Algjör forréttindi að hafa verið þarna í fimm ár með mörgu góðu fólki… Auðvitað vill maður alltaf [hafa unnið fleiri titla] en þegar maður lítur til baka, þegar ég verð búinn að jafna mig á þessu, verð ég bara stoltur af minni vinnu. Þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa þarna“ sagði Gunnar að lokum. „Ég hafði mjög góða tilfinningu“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, fagnar.vísir/anton „Í fyrsta lagi vil ég nú bara þakka Aftureldingu, leikmönnum og Gunna vini mínum þjálfara, öllum bara, fyrir geggjaða leiki. Mér fannst þeir nánast betri í fjórum af fimm en við vorum betri í dag“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson eftir sigur sinna manna. „Frábær vörn í fyrri hálfleik, datt aðeins niður í seinni en þar voru hraðaupphlaupin frábær… Bjöggi frábær í markinu og mér fannst bara allir sem komu inn skila sínu… Ég er bara rosa stoltur af liðsheildinni og breiddinni. Ég fann í gær að við myndum spila mjög vel. Það þarf mikið til að vinna þá en ég hafði mjög góða tilfinningu“ sagði Óskar einnig. Allir leikirnir í seríunni unnust á heimavelli. Stuðningur úr stúkunni skipti greinilega miklu máli og stuðningsmenn hafa fleiri tækifæri til að fagna því bæði karla- og kvennalið Vals í handbolta eru komin í úrslitaeinvígi. „Hann var frábær í dag, þriðji flokkur karla og U-liðið, þessir ungu Valsarar, í KH líka, uppaldir gaurar sem alast upp í stúkunni. Þeir voru geggjaðir og verða alltaf fleiri og fleiri… [Körfuboltinn] er því miður dottinn út, þeir hafa haldið uppi veislunni en nú er það bara okkar, bæði karla- og kvennaliðsins.“ Valur mætir Fram í úrslitaeinvíginu, ríkjandi bikarmeisturum sem slógu Íslandsmeistarana út í undanúrslitum. „Framarar bikarmeistarar og hafa vaxið gríðarlega með unga og flotta gaura. Reynir Stefánsson og Rúnar Kárason kannski tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni. Svo eru leikmenn sem voru hér og ég þjálfari í sjötta flokki, sem ég er stoltur af að séu að standa sig svona vel. Erlendur Guðmundsson, Dagur Möller og Tryggvi Garðar, gaman að sjá þá blómstra… Vonandi verður þetta bara sama veislan og hér, fimm leikir, það er gott fyrir hjartapumpuna þó ég sé að verða of gamall í þetta“ sagði Óskar að lokum léttur í bragði, á leið inn í klefa til að fagna sigrinum með sínum mönnum. Olís-deild karla Valur Afturelding
Valur vann Aftureldingu 33-29 í oddaleik í undanúrslitum Olís deildar karla. Valsmenn voru við völd allan leikinn og fengu mikla hjálp frá markmanninum Björgvini Pál Gústavssyni. Afturelding átti nokkur ágætis áhlaup en tókst aldrei að minnka muninn í minna en tvö mörk. Rautt spjald á lokamínútum gerði svo algjörlega út af við leikinn. Valsmenn eru því komnir í úrslitaeinvígið og mæta þar Fram, sem sló Íslandsmeistara FH úr leik. Úrslitaeinvígið hefst eftir landsleikjahlé, fimmtudaginn 15. maí. Valsmenn voru við völd eiginlega allan leikinn. vísir / anton Misstu marga menn af velli snemma Afturelding átti frumkvæðið að fyrsta marki leiksins en lenti snemma í vandræðum og missti menn út með tveggja mínútna brottvísanir. Valsmenn nýttu tækifærið sem þeim gafst til að taka tveggja marka forystu eftir um tíu mínútna leik. Eftir það var Valur við völd á vellinum, leiddi leikinn en Afturelding elti. Lítil / mikil hjálp frá markmanni Gestirnir fengu litla markvörslu framan af fyrri hálfleik og forysta Vals varð mest fjögur mörk, en Brynjar Vignir mætti síðan í búrið og átti nokkrar góður vörslur. Staðan 18-16 þegar liðin gengu inn í búningsherbergi. Björgvin Páll átti sannkallaðan stórleik.vísir / anton Hins vegar sýndi Björgvin Páll Gústavsson kollegum sínum hvernig markmenn geta unnið leiki. Stórkostleg frammistaða hjá honum í kvöld og í heildina 23 varin skot, gegn samtals 12 vörðum skotum hjá markmönnum Aftureldingar. Vel hægt að skrifa muninn milli liðanna einfaldlega á það. Kristján Ottó Hjálmsson með eitt af fáum skotum sem fóru framhjá Björgvini Pál.vísir / anton Reyndu að redda málunum en fengu rautt Afturelding átti ágætis áhlaup í upphafi seinni hálfleiks og hélt í Val alveg þar til rúmar tíu mínútur voru eftir. Þá tók Valur aftur fjögurra marka forystu og Afturelding skipti aftur um markmann. En það dugði til lítils því Ihor Kopyshynskyi fékk að líta beint rautt spjald fyrir að veita Bjarna í Selvindi kjaftshögg, Afturelding varð manni færri og Valur breikkaði bilið í sex mörk. Sannfærandi sigur Síðustu mínúturnar var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda en Afturelding minnkaði muninn í fjögur mörk áður en yfir lauk, lokatölur 33-29. Valsmenn fagna sigrinum vel og innilega. vísir / anton Stjörnur og skúrkar Björgvin Páll á risastóran þátt í sigri Vals, með yfir fimmtíu prósent markvörslu, stjarna kvöldsins. Markmenn Aftureldingar gerðu tilkall til skúrkavalsins, en Ihor Kopyshynskyi hlýtur þá nafnbót fyrir að kýla Bjarna í Selvindi. Monsi var með fimm mörk í kvöld.vísir / anton Bjarni var ásamt Úlfari Páli Monsa og Viktori Sigurðssyni markahæstur hjá Val, allir með fimm mörk. Birgir Steinn Jónsson var markahæstur hjá Aftureldingu með átta mörk. Blær Hinriksson fylgdi honum eftir með sex mörk. Stemning og umgjörð Til algjörrar fyrirmyndar. Fullt hús. Strætóskýli, lúðrasveit, trommusett og sturluð stemning. Fuglar flugu milli stuðningssveita.vísir / anton Stuðningsmenn Aftureldingar fjölmenntu og létu vel í sér heyra. vísir / anton Viðtöl „23 boltar varðir er helvíti mikið“ Gunnar ræðir málin með sínum mönnum.vísir / anton „Munurinn á liðunum í kvöld er auðvitað bara Bjöggi, 23 varða bolta, tekur dauðafæri eftir dauðafæri, víti og fráköst, hann er munurinn á liðunum í kvöld“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið. „Við áttum tækifæri til að jafna í seinni hálfleik, minnir að við höfum fengið tvo sénsa til að ná mómentinu og mögulega jafna, en hann bara eiginlega drap okkur. Tók menn af lífi. Mörg færi sem við sköpuðum en hann var okkur erfiður… Menn lögðu allt í þetta og við komum með nokkur áhlaup, en þetta strandaði allt á honum. 23 boltar varðir er helvíti mikið og mörg þeirra góð færi“ hélt Gunnar svo áfram að hrósa markmanni Vals. Afturelding átti sinn slakasta leik í einvíginu í kvöld, liðið vann tvo leiki og var mjög nálægt sigri í hinum tveimur, en var alls ekki nálægt því í oddaleiknum í kvöld. „Ég vil bara óska Valsmönnum til hamingju með sigurinn og velfarnaðar í framhaldinu. Þetta var hörku, hörku einvígi tveggja frábærra liða. Stutt á milli í mörgum leikjunum. Við fengum tækifæri í framlengingunni í leik eitt, vorum yfir, það situr í mér. Lokamínúturnar í leik þrjú líka, áttum við tækifæri. Ég er svekktur yfir þessum mörgu tækifærum sem við nýttum okkur ekki nógu vel. Valsmenn voru klókir… Það svíður rosalega að hafa ekki tekið annað tækifærið, það hefði dugað, en við getum ekki breytt því.“ Gunnar tekur við þjálfun Hauka á næsta tímabili og skilur við Aftureldingu eftir fimm ár í Mosfellsbænum. „Nú kveður maður bara Aftureldingu og nær sér af þessum sárum, ég er mjög svekktur. En ég fer bara héðan ótrúlega stoltur af minni vinnu síðustu fimm ár og fullur þakklæti fyrir að starfa hjá þessu félagi… Algjör forréttindi að hafa verið þarna í fimm ár með mörgu góðu fólki… Auðvitað vill maður alltaf [hafa unnið fleiri titla] en þegar maður lítur til baka, þegar ég verð búinn að jafna mig á þessu, verð ég bara stoltur af minni vinnu. Þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa þarna“ sagði Gunnar að lokum. „Ég hafði mjög góða tilfinningu“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, fagnar.vísir/anton „Í fyrsta lagi vil ég nú bara þakka Aftureldingu, leikmönnum og Gunna vini mínum þjálfara, öllum bara, fyrir geggjaða leiki. Mér fannst þeir nánast betri í fjórum af fimm en við vorum betri í dag“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson eftir sigur sinna manna. „Frábær vörn í fyrri hálfleik, datt aðeins niður í seinni en þar voru hraðaupphlaupin frábær… Bjöggi frábær í markinu og mér fannst bara allir sem komu inn skila sínu… Ég er bara rosa stoltur af liðsheildinni og breiddinni. Ég fann í gær að við myndum spila mjög vel. Það þarf mikið til að vinna þá en ég hafði mjög góða tilfinningu“ sagði Óskar einnig. Allir leikirnir í seríunni unnust á heimavelli. Stuðningur úr stúkunni skipti greinilega miklu máli og stuðningsmenn hafa fleiri tækifæri til að fagna því bæði karla- og kvennalið Vals í handbolta eru komin í úrslitaeinvígi. „Hann var frábær í dag, þriðji flokkur karla og U-liðið, þessir ungu Valsarar, í KH líka, uppaldir gaurar sem alast upp í stúkunni. Þeir voru geggjaðir og verða alltaf fleiri og fleiri… [Körfuboltinn] er því miður dottinn út, þeir hafa haldið uppi veislunni en nú er það bara okkar, bæði karla- og kvennaliðsins.“ Valur mætir Fram í úrslitaeinvíginu, ríkjandi bikarmeisturum sem slógu Íslandsmeistarana út í undanúrslitum. „Framarar bikarmeistarar og hafa vaxið gríðarlega með unga og flotta gaura. Reynir Stefánsson og Rúnar Kárason kannski tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni. Svo eru leikmenn sem voru hér og ég þjálfari í sjötta flokki, sem ég er stoltur af að séu að standa sig svona vel. Erlendur Guðmundsson, Dagur Möller og Tryggvi Garðar, gaman að sjá þá blómstra… Vonandi verður þetta bara sama veislan og hér, fimm leikir, það er gott fyrir hjartapumpuna þó ég sé að verða of gamall í þetta“ sagði Óskar að lokum léttur í bragði, á leið inn í klefa til að fagna sigrinum með sínum mönnum.
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita