Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 12:02 Erika Nótt Einarsdóttir mætir til leiks á Icebox 13. júní og mætir að öllum líkindum erlendum andstæðingi. icebox Icebox verður haldið í áttunda sinn þann 13. júní næstkomandi. Venju samkvæmt fer hnefaleikakvöldið fram í Kaplakrika og skipuleggjandi þess að það verði stærra og flottara en nokkru sinni fyrr. Erlendir keppendur mæta til leiks að þessu sinni. Davíð Rúnar Bjarnason er í óðaönn að skipuleggja Icebox þessa dagana, finna keppendur og setja saman þennan stóra viðburð. Eins og síðast verða átta bardagar á dagskrá. „Ég er alltaf að gefa í og er að flytja inn Svía núna og mögulega kemur ein stelpa frá öðru landi. Ég er að vinna þetta með landsliðsþjálfara Svíþjóðar og þetta verða hörkubardagar. Það eru aðilar í Svíþjóð sem hafa verið að keppa á Ólympíuleikum þannig að við reynum finna keppendur sem eru nálægt okkar til að búa til jafna bardaga. Þrír sænskir keppendur eru staðfestir og vonandi fjórir,“ sagði Davíð í samtali við Vísi. Fínt að prófa þá Sem fyrr sagði er hann enn að leggja lokahönd á dagskrána og ekki eru allir bardagar kvöldsins staðfestir. „Nóel Freyr Ragnarsson og Viktor Zoega eru staðfestir. Sá síðarnefndi hefur einu sinni orðið Icebox-meistari og þeir Nóel hafa mæst nokkrum sinnum. Viðureignir þeirra hafa verið rosalega spennandi. Þeir mæta sitt hvorum Svíanum. Við ákváðum það í staðinn fyrir að láta þá mætast enn einu sinni. Það er fínt að fá erlenda mótherja og prófa þá,“ sagði Davíð. Átta bardagar verða á dagskrá á Icebox.icebox „Elmar Gauti Halldórsson mætir Svía og það er vonandi neglt. Svo á ég eftir að fá endanlega staðfestingu frá Hafþóri Magnússyni sem hefur orðið Icebox meistari.“ Er að verða stjarna Davíð leitar einnig að erlendum mótherja fyrir Eriku Nótt Einarsdóttur. „Hún hefur vakið rosalega mikla athygli á netinu og er áberandi á samfélagsmiðlum. Svo er hún búin að æfa úti um allan heim og keppa mikið þannig að hún er komin á þann stað að fólk vill sjá meira af henni. Ég hef alltaf sagt að hún verði stjarna og hún er að verða það,“ sagði Davíð. View this post on Instagram A post shared by Erika Nott (@erika_night) Mikið verður lagt upp úr að hafa sýninguna á Icebox sem stærsta og sem fyrr verða flott skemmtiatriði. „Ég segi aldrei hver það er fyrr en rétt áður en ég hef bara verið með stórstjörnur í því og þannig verður það áfram,“ sagði Davíð. Hægt að kaupa stakan viðburð Icebox verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áskrifendur geta því notið bardagakvöldsins en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að Icebox sem stökum viðburði (e. Pay-per-view). „Þetta er í fyrsta sinn sem box á Íslandi verður í Pay-per-view. Við erum með erlenda keppendur og það býður upp á að útlendingar geti horft á þetta,“ sagði Davíð. Davíð Rúnar Bjarnason hefur í nægu að snúast þessa dagana.icebox „Ég er að horfa á möguleikann á að fleiri sjái box. Það er fólk sem er ekki með áskrift en vill geta séð þetta. Það er geggjað að geta keypt stakan viðburð. Það hefur síðan verið ótrúlega mikill áhugi erlendis frá. Það eru margir sem hafa spurt um Icebox og leitað til mín með að koma með það erlendis og koma hingað til lands að taka þátt. Ég vil bara að fleiri geti horft á box og færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið.“ Áttunda Icebox bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Box Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Davíð Rúnar Bjarnason er í óðaönn að skipuleggja Icebox þessa dagana, finna keppendur og setja saman þennan stóra viðburð. Eins og síðast verða átta bardagar á dagskrá. „Ég er alltaf að gefa í og er að flytja inn Svía núna og mögulega kemur ein stelpa frá öðru landi. Ég er að vinna þetta með landsliðsþjálfara Svíþjóðar og þetta verða hörkubardagar. Það eru aðilar í Svíþjóð sem hafa verið að keppa á Ólympíuleikum þannig að við reynum finna keppendur sem eru nálægt okkar til að búa til jafna bardaga. Þrír sænskir keppendur eru staðfestir og vonandi fjórir,“ sagði Davíð í samtali við Vísi. Fínt að prófa þá Sem fyrr sagði er hann enn að leggja lokahönd á dagskrána og ekki eru allir bardagar kvöldsins staðfestir. „Nóel Freyr Ragnarsson og Viktor Zoega eru staðfestir. Sá síðarnefndi hefur einu sinni orðið Icebox-meistari og þeir Nóel hafa mæst nokkrum sinnum. Viðureignir þeirra hafa verið rosalega spennandi. Þeir mæta sitt hvorum Svíanum. Við ákváðum það í staðinn fyrir að láta þá mætast enn einu sinni. Það er fínt að fá erlenda mótherja og prófa þá,“ sagði Davíð. Átta bardagar verða á dagskrá á Icebox.icebox „Elmar Gauti Halldórsson mætir Svía og það er vonandi neglt. Svo á ég eftir að fá endanlega staðfestingu frá Hafþóri Magnússyni sem hefur orðið Icebox meistari.“ Er að verða stjarna Davíð leitar einnig að erlendum mótherja fyrir Eriku Nótt Einarsdóttur. „Hún hefur vakið rosalega mikla athygli á netinu og er áberandi á samfélagsmiðlum. Svo er hún búin að æfa úti um allan heim og keppa mikið þannig að hún er komin á þann stað að fólk vill sjá meira af henni. Ég hef alltaf sagt að hún verði stjarna og hún er að verða það,“ sagði Davíð. View this post on Instagram A post shared by Erika Nott (@erika_night) Mikið verður lagt upp úr að hafa sýninguna á Icebox sem stærsta og sem fyrr verða flott skemmtiatriði. „Ég segi aldrei hver það er fyrr en rétt áður en ég hef bara verið með stórstjörnur í því og þannig verður það áfram,“ sagði Davíð. Hægt að kaupa stakan viðburð Icebox verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áskrifendur geta því notið bardagakvöldsins en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að Icebox sem stökum viðburði (e. Pay-per-view). „Þetta er í fyrsta sinn sem box á Íslandi verður í Pay-per-view. Við erum með erlenda keppendur og það býður upp á að útlendingar geti horft á þetta,“ sagði Davíð. Davíð Rúnar Bjarnason hefur í nægu að snúast þessa dagana.icebox „Ég er að horfa á möguleikann á að fleiri sjái box. Það er fólk sem er ekki með áskrift en vill geta séð þetta. Það er geggjað að geta keypt stakan viðburð. Það hefur síðan verið ótrúlega mikill áhugi erlendis frá. Það eru margir sem hafa spurt um Icebox og leitað til mín með að koma með það erlendis og koma hingað til lands að taka þátt. Ég vil bara að fleiri geti horft á box og færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið.“ Áttunda Icebox bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður sýnt beint á Stöð 2 Sport.
Box Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira