Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 12:02 Erika Nótt Einarsdóttir mætir til leiks á Icebox 13. júní og mætir að öllum líkindum erlendum andstæðingi. icebox Icebox verður haldið í áttunda sinn þann 13. júní næstkomandi. Venju samkvæmt fer hnefaleikakvöldið fram í Kaplakrika og skipuleggjandi þess að það verði stærra og flottara en nokkru sinni fyrr. Erlendir keppendur mæta til leiks að þessu sinni. Davíð Rúnar Bjarnason er í óðaönn að skipuleggja Icebox þessa dagana, finna keppendur og setja saman þennan stóra viðburð. Eins og síðast verða átta bardagar á dagskrá. „Ég er alltaf að gefa í og er að flytja inn Svía núna og mögulega kemur ein stelpa frá öðru landi. Ég er að vinna þetta með landsliðsþjálfara Svíþjóðar og þetta verða hörkubardagar. Það eru aðilar í Svíþjóð sem hafa verið að keppa á Ólympíuleikum þannig að við reynum finna keppendur sem eru nálægt okkar til að búa til jafna bardaga. Þrír sænskir keppendur eru staðfestir og vonandi fjórir,“ sagði Davíð í samtali við Vísi. Fínt að prófa þá Sem fyrr sagði er hann enn að leggja lokahönd á dagskrána og ekki eru allir bardagar kvöldsins staðfestir. „Nóel Freyr Ragnarsson og Viktor Zoega eru staðfestir. Sá síðarnefndi hefur einu sinni orðið Icebox-meistari og þeir Nóel hafa mæst nokkrum sinnum. Viðureignir þeirra hafa verið rosalega spennandi. Þeir mæta sitt hvorum Svíanum. Við ákváðum það í staðinn fyrir að láta þá mætast enn einu sinni. Það er fínt að fá erlenda mótherja og prófa þá,“ sagði Davíð. Átta bardagar verða á dagskrá á Icebox.icebox „Elmar Gauti Halldórsson mætir Svía og það er vonandi neglt. Svo á ég eftir að fá endanlega staðfestingu frá Hafþóri Magnússyni sem hefur orðið Icebox meistari.“ Er að verða stjarna Davíð leitar einnig að erlendum mótherja fyrir Eriku Nótt Einarsdóttur. „Hún hefur vakið rosalega mikla athygli á netinu og er áberandi á samfélagsmiðlum. Svo er hún búin að æfa úti um allan heim og keppa mikið þannig að hún er komin á þann stað að fólk vill sjá meira af henni. Ég hef alltaf sagt að hún verði stjarna og hún er að verða það,“ sagði Davíð. View this post on Instagram A post shared by Erika Nott (@erika_night) Mikið verður lagt upp úr að hafa sýninguna á Icebox sem stærsta og sem fyrr verða flott skemmtiatriði. „Ég segi aldrei hver það er fyrr en rétt áður en ég hef bara verið með stórstjörnur í því og þannig verður það áfram,“ sagði Davíð. Hægt að kaupa stakan viðburð Icebox verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áskrifendur geta því notið bardagakvöldsins en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að Icebox sem stökum viðburði (e. Pay-per-view). „Þetta er í fyrsta sinn sem box á Íslandi verður í Pay-per-view. Við erum með erlenda keppendur og það býður upp á að útlendingar geti horft á þetta,“ sagði Davíð. Davíð Rúnar Bjarnason hefur í nægu að snúast þessa dagana.icebox „Ég er að horfa á möguleikann á að fleiri sjái box. Það er fólk sem er ekki með áskrift en vill geta séð þetta. Það er geggjað að geta keypt stakan viðburð. Það hefur síðan verið ótrúlega mikill áhugi erlendis frá. Það eru margir sem hafa spurt um Icebox og leitað til mín með að koma með það erlendis og koma hingað til lands að taka þátt. Ég vil bara að fleiri geti horft á box og færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið.“ Áttunda Icebox bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Box Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sjá meira
Davíð Rúnar Bjarnason er í óðaönn að skipuleggja Icebox þessa dagana, finna keppendur og setja saman þennan stóra viðburð. Eins og síðast verða átta bardagar á dagskrá. „Ég er alltaf að gefa í og er að flytja inn Svía núna og mögulega kemur ein stelpa frá öðru landi. Ég er að vinna þetta með landsliðsþjálfara Svíþjóðar og þetta verða hörkubardagar. Það eru aðilar í Svíþjóð sem hafa verið að keppa á Ólympíuleikum þannig að við reynum finna keppendur sem eru nálægt okkar til að búa til jafna bardaga. Þrír sænskir keppendur eru staðfestir og vonandi fjórir,“ sagði Davíð í samtali við Vísi. Fínt að prófa þá Sem fyrr sagði er hann enn að leggja lokahönd á dagskrána og ekki eru allir bardagar kvöldsins staðfestir. „Nóel Freyr Ragnarsson og Viktor Zoega eru staðfestir. Sá síðarnefndi hefur einu sinni orðið Icebox-meistari og þeir Nóel hafa mæst nokkrum sinnum. Viðureignir þeirra hafa verið rosalega spennandi. Þeir mæta sitt hvorum Svíanum. Við ákváðum það í staðinn fyrir að láta þá mætast enn einu sinni. Það er fínt að fá erlenda mótherja og prófa þá,“ sagði Davíð. Átta bardagar verða á dagskrá á Icebox.icebox „Elmar Gauti Halldórsson mætir Svía og það er vonandi neglt. Svo á ég eftir að fá endanlega staðfestingu frá Hafþóri Magnússyni sem hefur orðið Icebox meistari.“ Er að verða stjarna Davíð leitar einnig að erlendum mótherja fyrir Eriku Nótt Einarsdóttur. „Hún hefur vakið rosalega mikla athygli á netinu og er áberandi á samfélagsmiðlum. Svo er hún búin að æfa úti um allan heim og keppa mikið þannig að hún er komin á þann stað að fólk vill sjá meira af henni. Ég hef alltaf sagt að hún verði stjarna og hún er að verða það,“ sagði Davíð. View this post on Instagram A post shared by Erika Nott (@erika_night) Mikið verður lagt upp úr að hafa sýninguna á Icebox sem stærsta og sem fyrr verða flott skemmtiatriði. „Ég segi aldrei hver það er fyrr en rétt áður en ég hef bara verið með stórstjörnur í því og þannig verður það áfram,“ sagði Davíð. Hægt að kaupa stakan viðburð Icebox verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áskrifendur geta því notið bardagakvöldsins en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að Icebox sem stökum viðburði (e. Pay-per-view). „Þetta er í fyrsta sinn sem box á Íslandi verður í Pay-per-view. Við erum með erlenda keppendur og það býður upp á að útlendingar geti horft á þetta,“ sagði Davíð. Davíð Rúnar Bjarnason hefur í nægu að snúast þessa dagana.icebox „Ég er að horfa á möguleikann á að fleiri sjái box. Það er fólk sem er ekki með áskrift en vill geta séð þetta. Það er geggjað að geta keypt stakan viðburð. Það hefur síðan verið ótrúlega mikill áhugi erlendis frá. Það eru margir sem hafa spurt um Icebox og leitað til mín með að koma með það erlendis og koma hingað til lands að taka þátt. Ég vil bara að fleiri geti horft á box og færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið.“ Áttunda Icebox bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður sýnt beint á Stöð 2 Sport.
Box Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sjá meira