Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 2. maí 2025 07:01 Hver er efnahagslegur ávinningur af fjórfrelsi EES samningsins fyrir Ísland? Mikið er talað um hið svonefnda fjórfrelsi samningsins. Frjálsir vöruflutningar (viðskipti), frjálsir fólksflutninga, frjálst flæði fjármagns og frjáls þjónustu. Skoðum hver er ávinningur útflutninggreina inn á ESB svæðið. Tvær skýrslum liggja fyrir. Hagfræðistofnun HÍ. vann skýrslu að beiðni Utanríkisráðuneytisins sem kom út í jan. 2018 og bar heitið “Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf. “og önnur skýrsla öllu ýtarlegri í máli en ekki í innihaldi kom út 2019 sem nefndist; „Skýrsla starfshóps um EES samstarfið.“ Ávinningur útflutnings Íslands af EES. Sjávarútvegur Viðskipti Íslands og ESB byggja að mestu leyti á tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 og EES samningnum frá 1994. EES-samningurinn nær að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, en fjallað er um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Þar eru ákvæði um afnám og lækkun tolla af sjávarafurðum Íslendinga til ESB. Enn er lagður á tollur á ýmsar tegundir sjávarafurða sem hafa áhrif á viðskipti. Fiskafurðir sem bera enn fullan toll eru lax, síld, makríll, rækja, hörpudiskur og humar, afurðir sem eru í samkeppni við lönd ESB. Niðurstaðan skýrslnanna er að ávinning íslensks sjávarútvegs af EES samningnum er sláandi mjög lítill umfram það sem Ísland hafði fyrir samkvæmt tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 sem enn er í gildi. HHÍ skýrslan sagði m.a; „ Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki um 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda.“ Skýrsla Starfshópsins 2019 tók þessa niðurstöðu beint inn í sinn kafla og bæti við: „Á undanförnum árum hefur ESB gert fríverslunarsamninga við Kanadamenn og Japani sem hafa að geyma hagstæðari tolla á sjávarafurðum en er að finna í samningnum við Íslendinga.„ Samkvæmt samantekt frá Sendiráði Íslands í Brussel eru 70% af fiskútflutningi til ESB, á verðmætagrundvelli, tollfrjáls,“, meira er það nú ekki Frá þessum tíma hefur útfluttur makríll og lax aukist verulega sem bera toll og því hafa tollgreiðslur inn á EES aukist verulega og má segja að EES samningurinn hafi ekki veitt útflutningi sjávarafurða neinn ávinningumfram tvíhliðasamninginn við EB frá 1972. Staðan er nú eftir rúm 30 ár í EES að nýtur Ísland ekki enn fullt tollfrelsis fyrir sjávarafurðir og samningur ESB við Kanada og Japan er hagstæðari fyrir sjávarafurðir en Ísland hefur í EES,-og ekki þurfa þessi lönd að taka upp ESB tilskipanir í sína lagabálka því tvíhliða samningarnir fela ekki í sér sameiginlegar stofnanir eða yfirþjóðlegt vald. Eftir útgöngu Breta úr ESB hefur Ísland náð betri samningum inn á Bretland en hafði fyrir. Iðnaðarvörur. Fjárhagslegur ávinningur Iðnaðarútflutnings af EES samningnum umfram eldri fríverslunarsamningi um iðnaðarvöruútflutning er enginn, því alla tolla var búið að fella niður af iðnaðarvörum í tvíhliða samningnum 1972 sem enn er í gildi. Um ávinning af útfluttum Iðnaðarvörum segir í skýrslu HHÍ: „ Megináhrif samnings um Evrópskt efnahagssvæði á viðskipti með iðnvarning felast að líkindum í samræmingu reglna og afnámi tæknilegra viðskiptahindrana.“Í skýrslu Samstarfshópsins 2019 segir: „Full tollfríðindi í viðskiptum með iðnaðarvörur fólust í fríverslunarsamningi Íslands og EBE frá árinu 1972. Með EES-samningnum voru þessi tollfríðindi staðfest.“ Frjálsu flæði fólksflutninga, fjármagns og þjónustu Um ávinning samningsins af frjálsu flæði fjármagns, fólksflutningum og þjónustu er fjallað almennum orðum í skýrslunum, en ekki er að sjá að samningurinn gefi Íslandi eitthvað sérstakt forskot umfram önnur lönd utan ESB. Þróunin í alþjóðaviðskiptum er almennt orðin opnari á þessum sviðum hvar sem er í heiminum.Oft er rætt um að samningurinn veiti aðgang að styrkjakerfi ESB til rannsókna hverskonar, en þá gleymist að geta þess að kostnaður sem samningnum fylgir er margfalt meiri en ávinningurinn á heildina litið. Niðurstaða. Fagurgalar um EES samninginn, eins og að hafa “aðgang að öllum innri markaði ESB“ er fallinn sem sést best af því að viðskiptalönd utan ESB/EES eru orðin betri en Ísland hefur. Segja á EES samningnum upp og hefja fríverslunarviðræður um samning sem er laus við lagatilskipanir ESB . Samningurinn um EES er ekki viðskiptasamningur. Hann var og er samningur um aðlögun að ESB sem ekki yrði til bóta. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er efnahagslegur ávinningur af fjórfrelsi EES samningsins fyrir Ísland? Mikið er talað um hið svonefnda fjórfrelsi samningsins. Frjálsir vöruflutningar (viðskipti), frjálsir fólksflutninga, frjálst flæði fjármagns og frjáls þjónustu. Skoðum hver er ávinningur útflutninggreina inn á ESB svæðið. Tvær skýrslum liggja fyrir. Hagfræðistofnun HÍ. vann skýrslu að beiðni Utanríkisráðuneytisins sem kom út í jan. 2018 og bar heitið “Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf. “og önnur skýrsla öllu ýtarlegri í máli en ekki í innihaldi kom út 2019 sem nefndist; „Skýrsla starfshóps um EES samstarfið.“ Ávinningur útflutnings Íslands af EES. Sjávarútvegur Viðskipti Íslands og ESB byggja að mestu leyti á tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 og EES samningnum frá 1994. EES-samningurinn nær að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, en fjallað er um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Þar eru ákvæði um afnám og lækkun tolla af sjávarafurðum Íslendinga til ESB. Enn er lagður á tollur á ýmsar tegundir sjávarafurða sem hafa áhrif á viðskipti. Fiskafurðir sem bera enn fullan toll eru lax, síld, makríll, rækja, hörpudiskur og humar, afurðir sem eru í samkeppni við lönd ESB. Niðurstaðan skýrslnanna er að ávinning íslensks sjávarútvegs af EES samningnum er sláandi mjög lítill umfram það sem Ísland hafði fyrir samkvæmt tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 sem enn er í gildi. HHÍ skýrslan sagði m.a; „ Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki um 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda.“ Skýrsla Starfshópsins 2019 tók þessa niðurstöðu beint inn í sinn kafla og bæti við: „Á undanförnum árum hefur ESB gert fríverslunarsamninga við Kanadamenn og Japani sem hafa að geyma hagstæðari tolla á sjávarafurðum en er að finna í samningnum við Íslendinga.„ Samkvæmt samantekt frá Sendiráði Íslands í Brussel eru 70% af fiskútflutningi til ESB, á verðmætagrundvelli, tollfrjáls,“, meira er það nú ekki Frá þessum tíma hefur útfluttur makríll og lax aukist verulega sem bera toll og því hafa tollgreiðslur inn á EES aukist verulega og má segja að EES samningurinn hafi ekki veitt útflutningi sjávarafurða neinn ávinningumfram tvíhliðasamninginn við EB frá 1972. Staðan er nú eftir rúm 30 ár í EES að nýtur Ísland ekki enn fullt tollfrelsis fyrir sjávarafurðir og samningur ESB við Kanada og Japan er hagstæðari fyrir sjávarafurðir en Ísland hefur í EES,-og ekki þurfa þessi lönd að taka upp ESB tilskipanir í sína lagabálka því tvíhliða samningarnir fela ekki í sér sameiginlegar stofnanir eða yfirþjóðlegt vald. Eftir útgöngu Breta úr ESB hefur Ísland náð betri samningum inn á Bretland en hafði fyrir. Iðnaðarvörur. Fjárhagslegur ávinningur Iðnaðarútflutnings af EES samningnum umfram eldri fríverslunarsamningi um iðnaðarvöruútflutning er enginn, því alla tolla var búið að fella niður af iðnaðarvörum í tvíhliða samningnum 1972 sem enn er í gildi. Um ávinning af útfluttum Iðnaðarvörum segir í skýrslu HHÍ: „ Megináhrif samnings um Evrópskt efnahagssvæði á viðskipti með iðnvarning felast að líkindum í samræmingu reglna og afnámi tæknilegra viðskiptahindrana.“Í skýrslu Samstarfshópsins 2019 segir: „Full tollfríðindi í viðskiptum með iðnaðarvörur fólust í fríverslunarsamningi Íslands og EBE frá árinu 1972. Með EES-samningnum voru þessi tollfríðindi staðfest.“ Frjálsu flæði fólksflutninga, fjármagns og þjónustu Um ávinning samningsins af frjálsu flæði fjármagns, fólksflutningum og þjónustu er fjallað almennum orðum í skýrslunum, en ekki er að sjá að samningurinn gefi Íslandi eitthvað sérstakt forskot umfram önnur lönd utan ESB. Þróunin í alþjóðaviðskiptum er almennt orðin opnari á þessum sviðum hvar sem er í heiminum.Oft er rætt um að samningurinn veiti aðgang að styrkjakerfi ESB til rannsókna hverskonar, en þá gleymist að geta þess að kostnaður sem samningnum fylgir er margfalt meiri en ávinningurinn á heildina litið. Niðurstaða. Fagurgalar um EES samninginn, eins og að hafa “aðgang að öllum innri markaði ESB“ er fallinn sem sést best af því að viðskiptalönd utan ESB/EES eru orðin betri en Ísland hefur. Segja á EES samningnum upp og hefja fríverslunarviðræður um samning sem er laus við lagatilskipanir ESB . Samningurinn um EES er ekki viðskiptasamningur. Hann var og er samningur um aðlögun að ESB sem ekki yrði til bóta. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar