Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 2. maí 2025 07:01 Hver er efnahagslegur ávinningur af fjórfrelsi EES samningsins fyrir Ísland? Mikið er talað um hið svonefnda fjórfrelsi samningsins. Frjálsir vöruflutningar (viðskipti), frjálsir fólksflutninga, frjálst flæði fjármagns og frjáls þjónustu. Skoðum hver er ávinningur útflutninggreina inn á ESB svæðið. Tvær skýrslum liggja fyrir. Hagfræðistofnun HÍ. vann skýrslu að beiðni Utanríkisráðuneytisins sem kom út í jan. 2018 og bar heitið “Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf. “og önnur skýrsla öllu ýtarlegri í máli en ekki í innihaldi kom út 2019 sem nefndist; „Skýrsla starfshóps um EES samstarfið.“ Ávinningur útflutnings Íslands af EES. Sjávarútvegur Viðskipti Íslands og ESB byggja að mestu leyti á tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 og EES samningnum frá 1994. EES-samningurinn nær að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, en fjallað er um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Þar eru ákvæði um afnám og lækkun tolla af sjávarafurðum Íslendinga til ESB. Enn er lagður á tollur á ýmsar tegundir sjávarafurða sem hafa áhrif á viðskipti. Fiskafurðir sem bera enn fullan toll eru lax, síld, makríll, rækja, hörpudiskur og humar, afurðir sem eru í samkeppni við lönd ESB. Niðurstaðan skýrslnanna er að ávinning íslensks sjávarútvegs af EES samningnum er sláandi mjög lítill umfram það sem Ísland hafði fyrir samkvæmt tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 sem enn er í gildi. HHÍ skýrslan sagði m.a; „ Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki um 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda.“ Skýrsla Starfshópsins 2019 tók þessa niðurstöðu beint inn í sinn kafla og bæti við: „Á undanförnum árum hefur ESB gert fríverslunarsamninga við Kanadamenn og Japani sem hafa að geyma hagstæðari tolla á sjávarafurðum en er að finna í samningnum við Íslendinga.„ Samkvæmt samantekt frá Sendiráði Íslands í Brussel eru 70% af fiskútflutningi til ESB, á verðmætagrundvelli, tollfrjáls,“, meira er það nú ekki Frá þessum tíma hefur útfluttur makríll og lax aukist verulega sem bera toll og því hafa tollgreiðslur inn á EES aukist verulega og má segja að EES samningurinn hafi ekki veitt útflutningi sjávarafurða neinn ávinningumfram tvíhliðasamninginn við EB frá 1972. Staðan er nú eftir rúm 30 ár í EES að nýtur Ísland ekki enn fullt tollfrelsis fyrir sjávarafurðir og samningur ESB við Kanada og Japan er hagstæðari fyrir sjávarafurðir en Ísland hefur í EES,-og ekki þurfa þessi lönd að taka upp ESB tilskipanir í sína lagabálka því tvíhliða samningarnir fela ekki í sér sameiginlegar stofnanir eða yfirþjóðlegt vald. Eftir útgöngu Breta úr ESB hefur Ísland náð betri samningum inn á Bretland en hafði fyrir. Iðnaðarvörur. Fjárhagslegur ávinningur Iðnaðarútflutnings af EES samningnum umfram eldri fríverslunarsamningi um iðnaðarvöruútflutning er enginn, því alla tolla var búið að fella niður af iðnaðarvörum í tvíhliða samningnum 1972 sem enn er í gildi. Um ávinning af útfluttum Iðnaðarvörum segir í skýrslu HHÍ: „ Megináhrif samnings um Evrópskt efnahagssvæði á viðskipti með iðnvarning felast að líkindum í samræmingu reglna og afnámi tæknilegra viðskiptahindrana.“Í skýrslu Samstarfshópsins 2019 segir: „Full tollfríðindi í viðskiptum með iðnaðarvörur fólust í fríverslunarsamningi Íslands og EBE frá árinu 1972. Með EES-samningnum voru þessi tollfríðindi staðfest.“ Frjálsu flæði fólksflutninga, fjármagns og þjónustu Um ávinning samningsins af frjálsu flæði fjármagns, fólksflutningum og þjónustu er fjallað almennum orðum í skýrslunum, en ekki er að sjá að samningurinn gefi Íslandi eitthvað sérstakt forskot umfram önnur lönd utan ESB. Þróunin í alþjóðaviðskiptum er almennt orðin opnari á þessum sviðum hvar sem er í heiminum.Oft er rætt um að samningurinn veiti aðgang að styrkjakerfi ESB til rannsókna hverskonar, en þá gleymist að geta þess að kostnaður sem samningnum fylgir er margfalt meiri en ávinningurinn á heildina litið. Niðurstaða. Fagurgalar um EES samninginn, eins og að hafa “aðgang að öllum innri markaði ESB“ er fallinn sem sést best af því að viðskiptalönd utan ESB/EES eru orðin betri en Ísland hefur. Segja á EES samningnum upp og hefja fríverslunarviðræður um samning sem er laus við lagatilskipanir ESB . Samningurinn um EES er ekki viðskiptasamningur. Hann var og er samningur um aðlögun að ESB sem ekki yrði til bóta. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er efnahagslegur ávinningur af fjórfrelsi EES samningsins fyrir Ísland? Mikið er talað um hið svonefnda fjórfrelsi samningsins. Frjálsir vöruflutningar (viðskipti), frjálsir fólksflutninga, frjálst flæði fjármagns og frjáls þjónustu. Skoðum hver er ávinningur útflutninggreina inn á ESB svæðið. Tvær skýrslum liggja fyrir. Hagfræðistofnun HÍ. vann skýrslu að beiðni Utanríkisráðuneytisins sem kom út í jan. 2018 og bar heitið “Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf. “og önnur skýrsla öllu ýtarlegri í máli en ekki í innihaldi kom út 2019 sem nefndist; „Skýrsla starfshóps um EES samstarfið.“ Ávinningur útflutnings Íslands af EES. Sjávarútvegur Viðskipti Íslands og ESB byggja að mestu leyti á tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 og EES samningnum frá 1994. EES-samningurinn nær að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, en fjallað er um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Þar eru ákvæði um afnám og lækkun tolla af sjávarafurðum Íslendinga til ESB. Enn er lagður á tollur á ýmsar tegundir sjávarafurða sem hafa áhrif á viðskipti. Fiskafurðir sem bera enn fullan toll eru lax, síld, makríll, rækja, hörpudiskur og humar, afurðir sem eru í samkeppni við lönd ESB. Niðurstaðan skýrslnanna er að ávinning íslensks sjávarútvegs af EES samningnum er sláandi mjög lítill umfram það sem Ísland hafði fyrir samkvæmt tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 sem enn er í gildi. HHÍ skýrslan sagði m.a; „ Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki um 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda.“ Skýrsla Starfshópsins 2019 tók þessa niðurstöðu beint inn í sinn kafla og bæti við: „Á undanförnum árum hefur ESB gert fríverslunarsamninga við Kanadamenn og Japani sem hafa að geyma hagstæðari tolla á sjávarafurðum en er að finna í samningnum við Íslendinga.„ Samkvæmt samantekt frá Sendiráði Íslands í Brussel eru 70% af fiskútflutningi til ESB, á verðmætagrundvelli, tollfrjáls,“, meira er það nú ekki Frá þessum tíma hefur útfluttur makríll og lax aukist verulega sem bera toll og því hafa tollgreiðslur inn á EES aukist verulega og má segja að EES samningurinn hafi ekki veitt útflutningi sjávarafurða neinn ávinningumfram tvíhliðasamninginn við EB frá 1972. Staðan er nú eftir rúm 30 ár í EES að nýtur Ísland ekki enn fullt tollfrelsis fyrir sjávarafurðir og samningur ESB við Kanada og Japan er hagstæðari fyrir sjávarafurðir en Ísland hefur í EES,-og ekki þurfa þessi lönd að taka upp ESB tilskipanir í sína lagabálka því tvíhliða samningarnir fela ekki í sér sameiginlegar stofnanir eða yfirþjóðlegt vald. Eftir útgöngu Breta úr ESB hefur Ísland náð betri samningum inn á Bretland en hafði fyrir. Iðnaðarvörur. Fjárhagslegur ávinningur Iðnaðarútflutnings af EES samningnum umfram eldri fríverslunarsamningi um iðnaðarvöruútflutning er enginn, því alla tolla var búið að fella niður af iðnaðarvörum í tvíhliða samningnum 1972 sem enn er í gildi. Um ávinning af útfluttum Iðnaðarvörum segir í skýrslu HHÍ: „ Megináhrif samnings um Evrópskt efnahagssvæði á viðskipti með iðnvarning felast að líkindum í samræmingu reglna og afnámi tæknilegra viðskiptahindrana.“Í skýrslu Samstarfshópsins 2019 segir: „Full tollfríðindi í viðskiptum með iðnaðarvörur fólust í fríverslunarsamningi Íslands og EBE frá árinu 1972. Með EES-samningnum voru þessi tollfríðindi staðfest.“ Frjálsu flæði fólksflutninga, fjármagns og þjónustu Um ávinning samningsins af frjálsu flæði fjármagns, fólksflutningum og þjónustu er fjallað almennum orðum í skýrslunum, en ekki er að sjá að samningurinn gefi Íslandi eitthvað sérstakt forskot umfram önnur lönd utan ESB. Þróunin í alþjóðaviðskiptum er almennt orðin opnari á þessum sviðum hvar sem er í heiminum.Oft er rætt um að samningurinn veiti aðgang að styrkjakerfi ESB til rannsókna hverskonar, en þá gleymist að geta þess að kostnaður sem samningnum fylgir er margfalt meiri en ávinningurinn á heildina litið. Niðurstaða. Fagurgalar um EES samninginn, eins og að hafa “aðgang að öllum innri markaði ESB“ er fallinn sem sést best af því að viðskiptalönd utan ESB/EES eru orðin betri en Ísland hefur. Segja á EES samningnum upp og hefja fríverslunarviðræður um samning sem er laus við lagatilskipanir ESB . Samningurinn um EES er ekki viðskiptasamningur. Hann var og er samningur um aðlögun að ESB sem ekki yrði til bóta. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun