Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar 30. apríl 2025 13:30 Fyrir ungling sem snemma fékk áhuga á borgum var það mikill fengur þegar byrjað var að setja fundargerðir skipulagsnefndar Reykjavíkur á internetið árið 1997. Loks var hægt að fylgjast með öllu því sem til stóð að gera og umræðum kjörinna fulltrúa um það. Væntingarnar voru miklar um að þarna væru háleitar hugmyndir um hvernig móta mætti glæsta framtíðarborg. En vonbrigðin létu á sér kræla þegar ljóst var að hlutir eins og kvistir og aukaíbúðir tóku jafn mikið ef ekki meira pláss í þessum fundargerðum. Það eina sem gat talist krassandi var hvort þenja ætti byggðina út yfir þennan móa eða hinn, og hvort opna ætti fyrir bílaumferð í Hafnarstræti eða ekki til að bjarga miðbænum. Einu raunverulegu áhyggjurnar voru hvort ekki væri tryggt að það væru næg útivistarsvæði í nýjum hverfum. Og næg bílastæði. En með tímanum fór umræðan að taka breytingum. Bera fór á raunverulegum áherslum sem byggðu á því að fylgja enn fastar stefnu sem byggði á betra samspili umhverfislegra, samfélagslegra og hagrænna þátta, þ.e. sjálfbærni, og að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu færu að vinna betur saman. Og að vanda meira til verka, t.d. varðandi skuggavarp bygginga og annað. Sé hraðspólað til nútímans hefur bæði umræða og fagþekking aukist mikið og það sést í umræddum fundargerðum. En verkefnið, að leysa borg, er fyrir vikið líka orðið margfalt flóknara, sé ætlunin að tikka í sífjölgandi box. Í dag er verið að vinna eftir áætlunum sem hafa, góðu heilli, gengið lengra en flestar sem komu á undan um að nýta land betur, efla vistvænni ferðamáta, vernda náttúru og útivistarsvæði á jaðri borgarinnar og efla borgarsamfélagið í heild: lífs- og búsetugæði. Það er í takti við alþjóðlega þróun, hvar sem litið er til í okkar nágrannalöndum. Það sem ýtir líka undir þessa þróun er þau þekkingar- og fyrirtækjasamfélög sem dafna hvað best í borgum sem bjóða upp á mikil gæði. En þá er komið að lykilatriði. Hvað eru gæði? Það sem eru gæði fyrir einn þurfa ekki endilega að vera gæði fyrir annan. Gæði geta verið afar persónubundin og háð áherslum og jafnvel smekk hvers og eins. Og jafnvel geta orðið árekstrar milli ákveðinna geira þegar kemur að arkitektúr, verkfræði og öðru þegar kemur að gæðahugtakinu. Það hefur sýnt sig undanfarin misseri að þar þykir mörgum sinn fuglinn fagrastur, mikilvægastur, og jafnvel rétthærri en hinir. Að mínu mati er sú vegferð sem við erum á, með að þróa borgarsamfélagið við Faxaflóa, góð og sú besta sem völ er á, svona heilt yfir. Ég, eins og við flest, getum bent á sitthvað sem betur mætti fara. Ekkert er fullkomið. En staðan er sú að það, sem getur verið okkar hjartans mál, hvort sem það tengist áhuga eða starfsvettvangi, er eitthvað sem þarf að horfa á í víðu samhengi. Það sem getur hentað sem hönnunarviðmið í litlum eða meðalstórum bæjum, eins og málefni birtu og skuggavarps, sem er sannarlega mikilvægt, er samt eitthvað sem getur illa verið alráðandi þáttur í næstum 300 þúsund manna borg þar sem landvirði og þar með hagrænir, en líka umhverfis- og samgöngulegir þættir bjóða kannski ekki alltaf upp á bestu mögulegu gæði hvað það varðar. Þol og þörf okkar einstaklinganna fyrir birtu er ekki sú sama, þótt ákveðin grunnviðmið séu réttlætanleg og nauðsynleg. Aðalatriðið að gera sem best og ekki síst að neytandinn sé vel upplýstur um þessi gæði (eða skort á þeim). Þar er pottur brotinn. Ástríða fyrir því að nýta gömul hús og gömul byggingarefni, sem ekki teljast óumdeilanlegar menningarminjar, er sama marki brennd. Eins frábært og það kann að vera að gera slíkt þegar færi gefst til, þá þarf líka að taka tillit til þess að hugsanlega geti stærri hagsmunir glatast ef horft er of einstrengingslega á þetta atriði. Það má ekki útiloka þann möguleika, að stundum sé besta lausnin einfaldlega sú að fjarlægja það eldra, þótt sagan verði vissulega minna skemmtileg og kynningarnar minna áhugaverðar fyrir vikið. Og stundum getur einfaldlega reynst betra að leiða regnvatn í gamaldags ræsi frekar en blágrænar ofanvatnsfarvegi, þótt slíkar lausnir geti mjög oft verið geysilega mikil prýði, gagnlegar og hagkvæmar. En alltaf þarf að hafa heildarsamhengið og heildahagsmunina í fyrirrúmi. Og fleira má tína til. Málefni almenningssamgangna, stofnbrauta og húsnæðisframboðs eru önnur risastór mál þar sem skilgreining á gæðum getur verið gjörólík eftir því hver spurður er. En aðalatriðið er samt eftir sem áður að heildarsamhengið og heildarhagsmunir ráði för. En hér er látið staðar numið. Enda ný fundargerð komin á vefinn. Höfundur er skipulagsverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Samúel Torfi Pétursson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir ungling sem snemma fékk áhuga á borgum var það mikill fengur þegar byrjað var að setja fundargerðir skipulagsnefndar Reykjavíkur á internetið árið 1997. Loks var hægt að fylgjast með öllu því sem til stóð að gera og umræðum kjörinna fulltrúa um það. Væntingarnar voru miklar um að þarna væru háleitar hugmyndir um hvernig móta mætti glæsta framtíðarborg. En vonbrigðin létu á sér kræla þegar ljóst var að hlutir eins og kvistir og aukaíbúðir tóku jafn mikið ef ekki meira pláss í þessum fundargerðum. Það eina sem gat talist krassandi var hvort þenja ætti byggðina út yfir þennan móa eða hinn, og hvort opna ætti fyrir bílaumferð í Hafnarstræti eða ekki til að bjarga miðbænum. Einu raunverulegu áhyggjurnar voru hvort ekki væri tryggt að það væru næg útivistarsvæði í nýjum hverfum. Og næg bílastæði. En með tímanum fór umræðan að taka breytingum. Bera fór á raunverulegum áherslum sem byggðu á því að fylgja enn fastar stefnu sem byggði á betra samspili umhverfislegra, samfélagslegra og hagrænna þátta, þ.e. sjálfbærni, og að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu færu að vinna betur saman. Og að vanda meira til verka, t.d. varðandi skuggavarp bygginga og annað. Sé hraðspólað til nútímans hefur bæði umræða og fagþekking aukist mikið og það sést í umræddum fundargerðum. En verkefnið, að leysa borg, er fyrir vikið líka orðið margfalt flóknara, sé ætlunin að tikka í sífjölgandi box. Í dag er verið að vinna eftir áætlunum sem hafa, góðu heilli, gengið lengra en flestar sem komu á undan um að nýta land betur, efla vistvænni ferðamáta, vernda náttúru og útivistarsvæði á jaðri borgarinnar og efla borgarsamfélagið í heild: lífs- og búsetugæði. Það er í takti við alþjóðlega þróun, hvar sem litið er til í okkar nágrannalöndum. Það sem ýtir líka undir þessa þróun er þau þekkingar- og fyrirtækjasamfélög sem dafna hvað best í borgum sem bjóða upp á mikil gæði. En þá er komið að lykilatriði. Hvað eru gæði? Það sem eru gæði fyrir einn þurfa ekki endilega að vera gæði fyrir annan. Gæði geta verið afar persónubundin og háð áherslum og jafnvel smekk hvers og eins. Og jafnvel geta orðið árekstrar milli ákveðinna geira þegar kemur að arkitektúr, verkfræði og öðru þegar kemur að gæðahugtakinu. Það hefur sýnt sig undanfarin misseri að þar þykir mörgum sinn fuglinn fagrastur, mikilvægastur, og jafnvel rétthærri en hinir. Að mínu mati er sú vegferð sem við erum á, með að þróa borgarsamfélagið við Faxaflóa, góð og sú besta sem völ er á, svona heilt yfir. Ég, eins og við flest, getum bent á sitthvað sem betur mætti fara. Ekkert er fullkomið. En staðan er sú að það, sem getur verið okkar hjartans mál, hvort sem það tengist áhuga eða starfsvettvangi, er eitthvað sem þarf að horfa á í víðu samhengi. Það sem getur hentað sem hönnunarviðmið í litlum eða meðalstórum bæjum, eins og málefni birtu og skuggavarps, sem er sannarlega mikilvægt, er samt eitthvað sem getur illa verið alráðandi þáttur í næstum 300 þúsund manna borg þar sem landvirði og þar með hagrænir, en líka umhverfis- og samgöngulegir þættir bjóða kannski ekki alltaf upp á bestu mögulegu gæði hvað það varðar. Þol og þörf okkar einstaklinganna fyrir birtu er ekki sú sama, þótt ákveðin grunnviðmið séu réttlætanleg og nauðsynleg. Aðalatriðið að gera sem best og ekki síst að neytandinn sé vel upplýstur um þessi gæði (eða skort á þeim). Þar er pottur brotinn. Ástríða fyrir því að nýta gömul hús og gömul byggingarefni, sem ekki teljast óumdeilanlegar menningarminjar, er sama marki brennd. Eins frábært og það kann að vera að gera slíkt þegar færi gefst til, þá þarf líka að taka tillit til þess að hugsanlega geti stærri hagsmunir glatast ef horft er of einstrengingslega á þetta atriði. Það má ekki útiloka þann möguleika, að stundum sé besta lausnin einfaldlega sú að fjarlægja það eldra, þótt sagan verði vissulega minna skemmtileg og kynningarnar minna áhugaverðar fyrir vikið. Og stundum getur einfaldlega reynst betra að leiða regnvatn í gamaldags ræsi frekar en blágrænar ofanvatnsfarvegi, þótt slíkar lausnir geti mjög oft verið geysilega mikil prýði, gagnlegar og hagkvæmar. En alltaf þarf að hafa heildarsamhengið og heildahagsmunina í fyrirrúmi. Og fleira má tína til. Málefni almenningssamgangna, stofnbrauta og húsnæðisframboðs eru önnur risastór mál þar sem skilgreining á gæðum getur verið gjörólík eftir því hver spurður er. En aðalatriðið er samt eftir sem áður að heildarsamhengið og heildarhagsmunir ráði för. En hér er látið staðar numið. Enda ný fundargerð komin á vefinn. Höfundur er skipulagsverkfræðingur.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun