Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2025 18:30 Lamine Yamal sýndi hversu stórkostlegur hann er með frammistöðu sinni á Ólympíuleikvanginum í Barcelona í kvöld. Getty/Michael Regan Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. Miðað við skemmtunina sem boðið var upp á í kvöld má ætla að fólk telji dagana fram að seinni leiknum sem fram fer í Mílanó næsta þriðjudagskvöld. Inter komst yfir eftir aðeins þrjátíu sekúndna leik í kvöld, þegar Marcus Thuram skoraði afskaplega fallegt mark með hælspyrnu, eftir sendingu frá Denzel Dumfries. Hollendingurinn átti svo sjálfur eftir að skora seinni tvö mörk Inter. Dumfries kom Inter í 2-0 með frábærri hjólhestaspyrnu á 21. mínútu og sjálfsagt margir stuðningsmanna Barcelona þá orðið órólegir. Þá var hins vegar komið að hinum 17 ára gamla Lamine Yamal. Hann minnkaði muninn gjörsamlega upp á sitt einsdæmi, með einleik og mögnuðu skoti í stöng og inn, allt í anda Lionels Messi. Cristiano Ronaldo at 17 years old: 19 appearances, 5 goals, 4 assists.Lionel Messi at 17 years old: 9 appearances, 1 goal, 0 assists.Lamine Yamal at 17 years old: 100 appearances, 22 goals, 33 assists. pic.twitter.com/1NOaeZTdZ7— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 30, 2025 Ferran Torres jafnaði svo metin af stuttu færi fyrir hálfleik, eftir skallasendingu Raphinha. Dumfries bætti við þriðja marki Inter á 63. mínútu en strax í kjölfarið náði Barcleona að jafna, með rosalegu skoti Raphinha utan teigs eftir hornspyrnu. Markið skráist reyndar sem sjálfsmark því boltinn fór í þverslána og þaðan í markvörðinn Yann Sommer og inn. Enn átti hellingur eftir að gerast því Inter skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu, þar sem munaði varla sentímetra, og Yamal lyfti boltanum í þverslána, svo eitthvað sé nefnt. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því enn allt í járnum fyrir leikinn næsta þriðjudag sem ræður því hvort þessara liða fer í úrslitaleikinn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. Miðað við skemmtunina sem boðið var upp á í kvöld má ætla að fólk telji dagana fram að seinni leiknum sem fram fer í Mílanó næsta þriðjudagskvöld. Inter komst yfir eftir aðeins þrjátíu sekúndna leik í kvöld, þegar Marcus Thuram skoraði afskaplega fallegt mark með hælspyrnu, eftir sendingu frá Denzel Dumfries. Hollendingurinn átti svo sjálfur eftir að skora seinni tvö mörk Inter. Dumfries kom Inter í 2-0 með frábærri hjólhestaspyrnu á 21. mínútu og sjálfsagt margir stuðningsmanna Barcelona þá orðið órólegir. Þá var hins vegar komið að hinum 17 ára gamla Lamine Yamal. Hann minnkaði muninn gjörsamlega upp á sitt einsdæmi, með einleik og mögnuðu skoti í stöng og inn, allt í anda Lionels Messi. Cristiano Ronaldo at 17 years old: 19 appearances, 5 goals, 4 assists.Lionel Messi at 17 years old: 9 appearances, 1 goal, 0 assists.Lamine Yamal at 17 years old: 100 appearances, 22 goals, 33 assists. pic.twitter.com/1NOaeZTdZ7— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 30, 2025 Ferran Torres jafnaði svo metin af stuttu færi fyrir hálfleik, eftir skallasendingu Raphinha. Dumfries bætti við þriðja marki Inter á 63. mínútu en strax í kjölfarið náði Barcleona að jafna, með rosalegu skoti Raphinha utan teigs eftir hornspyrnu. Markið skráist reyndar sem sjálfsmark því boltinn fór í þverslána og þaðan í markvörðinn Yann Sommer og inn. Enn átti hellingur eftir að gerast því Inter skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu, þar sem munaði varla sentímetra, og Yamal lyfti boltanum í þverslána, svo eitthvað sé nefnt. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því enn allt í járnum fyrir leikinn næsta þriðjudag sem ræður því hvort þessara liða fer í úrslitaleikinn.