Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 12:00 Antonio Rüdiger trompaðist undir lok bikarúrslitaleiks Real Madrid og Barcelona í síðustu viku. getty/Burak Akbulut Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir að kasta hlut í dómara bikarúrslitaleiks Real Madrid og Barcelona. Rüdiger fór meiddur af velli í bikarúrslitaleiknum í Sevilla í síðustu viku. Skömmu fyrir leikslok fengu þeir Lucas Vásquez báðir rautt spjald fyrir að tryllast eftir að aukaspyrna var dæmd á Kylian Mbappé. Barcelona vann leikinn, 3-2. Í skýrslunni sinni eftir leikinn sagði dómarinn Ricardo de Burgos Bengoetxea að Rüdiger hafi fengið rauða spjaldið fyrir að kasta hlut í átt að sér. Talið er að um ísmola hafi verið að ræða. Spænska knattspyrnusambandið hefur nú úrskurðað Rüdiger í sex leikja bann fyrir framkomu hans í bikarúrslitaleiknum. Þjóðverjinn tekur bannið út í spænsku úrvalsdeildinni og missir af síðustu fimm leikjum Real Madrid á þessu tímabili og þeim fyrsta á næsta tímabili. Rüdiger hefði reyndar hvort sem er misst af síðustu leikjum þessa tímabils en hann gekkst undir aðgerð á hné í gær. Rüdiger, sem hefur verið hjá Real Madrid síðan 2022, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í leiknum gegn Barcelona. Real Madrid tapaði bikarúrslitaleiknum eins og áður sagði, er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu og er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni. Vásquez fékk tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Barcelona. Hann tekur það út í spænsku bikarkeppninni. Rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk eftir lokaflautið í bikarúrslitaleiknum var hins vegar dregið til baka. Spænski boltinn Tengdar fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. 28. apríl 2025 12:01 Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Barcelona er spænskur bikarmeistari eftir 3-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Real Madrid í framlengdum úrslitaleik spænska konungsbikarsins, Copa del Rey, í kvöld. 26. apríl 2025 22:47 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Rüdiger fór meiddur af velli í bikarúrslitaleiknum í Sevilla í síðustu viku. Skömmu fyrir leikslok fengu þeir Lucas Vásquez báðir rautt spjald fyrir að tryllast eftir að aukaspyrna var dæmd á Kylian Mbappé. Barcelona vann leikinn, 3-2. Í skýrslunni sinni eftir leikinn sagði dómarinn Ricardo de Burgos Bengoetxea að Rüdiger hafi fengið rauða spjaldið fyrir að kasta hlut í átt að sér. Talið er að um ísmola hafi verið að ræða. Spænska knattspyrnusambandið hefur nú úrskurðað Rüdiger í sex leikja bann fyrir framkomu hans í bikarúrslitaleiknum. Þjóðverjinn tekur bannið út í spænsku úrvalsdeildinni og missir af síðustu fimm leikjum Real Madrid á þessu tímabili og þeim fyrsta á næsta tímabili. Rüdiger hefði reyndar hvort sem er misst af síðustu leikjum þessa tímabils en hann gekkst undir aðgerð á hné í gær. Rüdiger, sem hefur verið hjá Real Madrid síðan 2022, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í leiknum gegn Barcelona. Real Madrid tapaði bikarúrslitaleiknum eins og áður sagði, er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu og er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni. Vásquez fékk tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Barcelona. Hann tekur það út í spænsku bikarkeppninni. Rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk eftir lokaflautið í bikarúrslitaleiknum var hins vegar dregið til baka.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. 28. apríl 2025 12:01 Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Barcelona er spænskur bikarmeistari eftir 3-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Real Madrid í framlengdum úrslitaleik spænska konungsbikarsins, Copa del Rey, í kvöld. 26. apríl 2025 22:47 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. 28. apríl 2025 12:01
Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Barcelona er spænskur bikarmeistari eftir 3-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Real Madrid í framlengdum úrslitaleik spænska konungsbikarsins, Copa del Rey, í kvöld. 26. apríl 2025 22:47