Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2025 17:36 Heildartekjur Play á þessum fyrsta ársfjórðungi voru 46,4 milljónir bandaríkjadalir. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play tapaði 26,8 milljónum bandaríkjadala eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en það jafngildir um 3,5 milljörðum króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að um framför sé að ræða frá sama tímabili í fyrra þegar tapið var 27,2 milljónir bandaríkjdalir. Heildartekjur Play á þessum fyrsta ársfjórðungi voru 46,4 milljónir bandaríkjadala, eða 5,9 milljarðar króna, samanborið við 54,4 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningunni segir að sú þróun endurspegli breytingar á leiðakerfi Play þar sem dregið hafi verið úr framboði og flugáætlun breytt með árstíðabundna eftirspurn í huga. Handbært fé Play í lok ársfjórðungsins nam 21,1 milljón bandaríkjadal, sem er aukning um 3,9 milljónir dali miðað við 17,2 milljónir dali í lok fyrsta ársfjórðungs í fyrra. Handbært fé í árslok 2024 nam 23,6 milljónum dala. „Lausafjárstaðan er sterkari samanborið við fyrra ár, sem endurspeglar betri rekstrarhorfur. Félagið leitar ávallt leiða til að tryggja lausafjárstöðu félagsins sem best, meðal annars með hagræðingu á veltufé en ef markaðsaðstæður breytast kemur til greina að auka hlutafé í félaginu eða dótturfélagi þess,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að hann sé ánægður með árángurinn á þessum ársfjórðungi. „Eins og við höfum áður greint frá hvílir meginþungi viðskiptalíkans okkar á tveimur lykilstoðum: flugi til sólarlanda og að tryggja arðbær leiguverkefni fyrir þann hluta flota okkar sem ekki nýtist í okkar framleiðslu. Ég er stoltur af því að segja að við erum að skila góðum árangri á báðum þessum sviðum,“ segir hann. „Síðasta haust var tekin ákvörðun um að leggja meiri áherslu á sólarlandaflug frá Íslandi, og niðurstöðurnar eru þegar farnar að sjást. Við höfum aukið flug til vinsælla sólarlandaáfangastaða og framboðið heldur áfram að vaxa jafnt og þétt. Þetta er í samræmi við framtíðarsýn okkar um að byggja upp öflugt rekstrarmódel sem getur tekist á við árstíðarbundnar sveiflur, sem styður við sterka frammistöðu allt árið um kring.“ Þá bendir Einar á að páskarnir hafi verið í fyrsta ársfjórðungnum í fyrra, en í apríl á þessu ári. „Auðvitað mun það krefjast áframhaldandi einbeitingar, vinnuframlags og aðlögunarhæfni hjá okkur öllum í Play. Breytingar eru aldrei auðveldar, en þær eru nauðsynlegar og við höfum sýnt að við höfum bæði hæfileika og staðfestu til að ná árangri. Ég er fullkomlega sannfærður um að við munum, saman, halda áfram á þessari jákvæðu braut, yfirstíga þær áskoranir sem kunna að verða á leið okkar og ná markmiðum okkar.“ Play Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Heildartekjur Play á þessum fyrsta ársfjórðungi voru 46,4 milljónir bandaríkjadala, eða 5,9 milljarðar króna, samanborið við 54,4 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningunni segir að sú þróun endurspegli breytingar á leiðakerfi Play þar sem dregið hafi verið úr framboði og flugáætlun breytt með árstíðabundna eftirspurn í huga. Handbært fé Play í lok ársfjórðungsins nam 21,1 milljón bandaríkjadal, sem er aukning um 3,9 milljónir dali miðað við 17,2 milljónir dali í lok fyrsta ársfjórðungs í fyrra. Handbært fé í árslok 2024 nam 23,6 milljónum dala. „Lausafjárstaðan er sterkari samanborið við fyrra ár, sem endurspeglar betri rekstrarhorfur. Félagið leitar ávallt leiða til að tryggja lausafjárstöðu félagsins sem best, meðal annars með hagræðingu á veltufé en ef markaðsaðstæður breytast kemur til greina að auka hlutafé í félaginu eða dótturfélagi þess,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að hann sé ánægður með árángurinn á þessum ársfjórðungi. „Eins og við höfum áður greint frá hvílir meginþungi viðskiptalíkans okkar á tveimur lykilstoðum: flugi til sólarlanda og að tryggja arðbær leiguverkefni fyrir þann hluta flota okkar sem ekki nýtist í okkar framleiðslu. Ég er stoltur af því að segja að við erum að skila góðum árangri á báðum þessum sviðum,“ segir hann. „Síðasta haust var tekin ákvörðun um að leggja meiri áherslu á sólarlandaflug frá Íslandi, og niðurstöðurnar eru þegar farnar að sjást. Við höfum aukið flug til vinsælla sólarlandaáfangastaða og framboðið heldur áfram að vaxa jafnt og þétt. Þetta er í samræmi við framtíðarsýn okkar um að byggja upp öflugt rekstrarmódel sem getur tekist á við árstíðarbundnar sveiflur, sem styður við sterka frammistöðu allt árið um kring.“ Þá bendir Einar á að páskarnir hafi verið í fyrsta ársfjórðungnum í fyrra, en í apríl á þessu ári. „Auðvitað mun það krefjast áframhaldandi einbeitingar, vinnuframlags og aðlögunarhæfni hjá okkur öllum í Play. Breytingar eru aldrei auðveldar, en þær eru nauðsynlegar og við höfum sýnt að við höfum bæði hæfileika og staðfestu til að ná árangri. Ég er fullkomlega sannfærður um að við munum, saman, halda áfram á þessari jákvæðu braut, yfirstíga þær áskoranir sem kunna að verða á leið okkar og ná markmiðum okkar.“
Play Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent