Kjördagur framundan í Kanada Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 23:58 Mark Carney, formaður Frjálslynda flokksins, og Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins. Þeir leiða tvo stærstu flokkanna fyrir komandi þingkosningar. EPA Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga fyrir skömmu eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra eftir að Justin Trudeau sagði af sér. Trudeau hafði gegnt embættinu í rúm níu ár en sagði af sér í byrjun árs. Frjálslyndi flokkurinn hefur verði við völd frá árinu 2015 og stefni í að flokkurinn myndi gjalda afhroð en eftir að Carney tók við hefur fylgi flokksins aukist til muna. Nýjustu tölur skoðanakannana segja 43 prósent landsmanna styðji Frjálslynda flokkinn en 38,9 prósent Íhaldsflokkinn. Íhaldsflokkurinn er leiddur áfram af Pierre Poilievre sem er reyndur pólitíkus. Hann talar meðal annars fyrir lægri framfærslukostnaði, til að mynda að hægt sé að greiða niður húsnæðislán á sjö árum í stað þeirra tuga ára sem það taki í dag. Það hljómar vel fyrir marga yngri kjósendur og þá sérstaklega unga karlmenn. Bæði Poilievre og Carney hafa talað fyrir betra hagkerfi í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að eyða meira fjármagni en Íhaldsflokkurinn en hinn síðarnefndi stefnir á meiri skattalækkanir. Trump hefur áhrif á kosningarnar Staðan í Bandaríkjunum hefur áhrif á kosningarnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Þá eiga löndin í tollastríði en um 75 prósent af útflutningi frá Kanada fer til Bandaríkjanna. Carney hefur talað opinberlega gegn Trump og orðum hans um að gera Kanada hlut af Bandaríkjunum. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Poilievre sagðst einnig ætla standa gegn því skyldi Trump reyna að hafa áhrif á sjálfstæði landsins. „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Hann hefur hins vegar einnig verið sagður hafa hugmyndafræðilega nánd við Donald Trump. Kanada Donald Trump Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga fyrir skömmu eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra eftir að Justin Trudeau sagði af sér. Trudeau hafði gegnt embættinu í rúm níu ár en sagði af sér í byrjun árs. Frjálslyndi flokkurinn hefur verði við völd frá árinu 2015 og stefni í að flokkurinn myndi gjalda afhroð en eftir að Carney tók við hefur fylgi flokksins aukist til muna. Nýjustu tölur skoðanakannana segja 43 prósent landsmanna styðji Frjálslynda flokkinn en 38,9 prósent Íhaldsflokkinn. Íhaldsflokkurinn er leiddur áfram af Pierre Poilievre sem er reyndur pólitíkus. Hann talar meðal annars fyrir lægri framfærslukostnaði, til að mynda að hægt sé að greiða niður húsnæðislán á sjö árum í stað þeirra tuga ára sem það taki í dag. Það hljómar vel fyrir marga yngri kjósendur og þá sérstaklega unga karlmenn. Bæði Poilievre og Carney hafa talað fyrir betra hagkerfi í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að eyða meira fjármagni en Íhaldsflokkurinn en hinn síðarnefndi stefnir á meiri skattalækkanir. Trump hefur áhrif á kosningarnar Staðan í Bandaríkjunum hefur áhrif á kosningarnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Þá eiga löndin í tollastríði en um 75 prósent af útflutningi frá Kanada fer til Bandaríkjanna. Carney hefur talað opinberlega gegn Trump og orðum hans um að gera Kanada hlut af Bandaríkjunum. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Poilievre sagðst einnig ætla standa gegn því skyldi Trump reyna að hafa áhrif á sjálfstæði landsins. „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Hann hefur hins vegar einnig verið sagður hafa hugmyndafræðilega nánd við Donald Trump.
Kanada Donald Trump Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira