Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 22:57 Kim Kardashian var ein á hótelherbergi árið 2016 þegar fimm menn brutust inn. EPA Árið 2016 var brotist á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, hún bundin á höndum og fótum og skartgripum hennar rænt. Réttarhald yfir mönnunum hefst um miðjan maí og mun Kardashian bera vitni. Þjófunum hefur verið gefið viðurnefnið „afa-ræningjarnir“ en þeir vissu ekki að um stórstjörnu var að ræða fyrr en daginn eftir ránið. Tíu karlmenn, flestir fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, fara fyrir dóm um miðjan apríl vegna ránsins. Fimm þeirra eru ákærðir fyrir að taka þátt í ráninu, þar á meðal Yunice Abbas og Aomar Ait Khedache sem hafa játað sök. Hópurinn fékk viðurnefni sitt þar sem flestir eru nú á sjötugsaldri. Abbas skrifaði seinna í endurminningar sínar að ránið átti að vera það síðasta áður en hann færi á eftirlaun. Yunice Abbas, einn ræningjanna, gaf út bók um ránið.EPA Ránið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 þegar Kardashian var stödd á hóteli í París. Abbas og fjórir aðrir samverkamenn fylgdust með hótelinu fram eftir kvöldi. Klukkan þrjú um nóttina réðust þeir svo inn, klæddir sem lögreglumenn og með byssu meðferðis. Þeir hótuðu starfsmanninum í afgreiðslunni sem leiddi mennina fimm upp að herbergi Kardashian. Hún heyrði í hópnum nálgast og reyndi að hringja í neyðarlínuna með símanúmerinu 911 en það er númer neyðarlínunnar í Bandaríkjunum og því svaraði enginn. Mennirnir réðust inn í herbergið og létu hana afhenda trúlofunarhringinn sinn en á þeim tíma var hún trúlofuð rapparanum Kanye West. Þá bundu þeir hana á höndum og fótum og fóru með inn á baðherbergi. Þeir rændu skartgripum að andvirði tíu milljóna dollara sem samsvarar tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þar af kostaði trúlofunarhringurinn fjórar milljónir dollara eða rúmar fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Mennirnir fimm flúðu á hjólum en Kardashian náði að losa sig og hringja í lögregluna. Hún yfirgaf borgina strax um morguninn. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar hófu að fjalla um ránið sem Abbas og félagar gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu rænt fræga raunveruleikastjörnu. Trúlofunarhringurinn ekki enn fundinn Í ítarlegri umfjöllun BBC um málið segir að bæði öryggisverðir Kardashian og ræningjarnir hafi gert grundvallarmistök þessa nótt. Til að mynda misstu þeir einn poka með skartgripum í á meðan þeir flúðu vettvang „Þeir tóku ekki með í reikninginn hversu þróaður lögreglubúnaðurinn var, sem getur núna fundið agnarsmáar leifar af DNA ræningjanna hvar sem er,“ segir Particia Tourancheau, blaðamaður sem fjallar um glæpi og höfundur bókar um ránið og ítarlega umfjöllun um líf glæpamannanna. Ræningjarnir fóru með skartgripina til Belgíu til að selja þá og fékk Abbas 75 þúsund evrur, eða rúmar tíu milljónir króna, fyrir þá. Hinir fengu lægri upphæð. Trúlofunarhringurinn hvarf hins vegar þar sem þeir töldu hringinn of auðþekkjanlegan til að reyna selja hann. Kardashian ber vitni Líkt og áður kom fram fara tíu menn fyrir dóm en samkvæmt CNN voru tólf menn ákærðir. Einn þeirra er látinn og annar er með alvarlega heilabilun svo líklegt er að honum verði veitt undanþága. Átta hafa neitað sök en Abbas og Khedache hafa játað sök. Kardashian mun bera vitni í dómsal í Frakklandi en verða þá næstum níu ár síðan atburðurinn átti sér stað. Frakkland Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tíu karlmenn, flestir fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, fara fyrir dóm um miðjan apríl vegna ránsins. Fimm þeirra eru ákærðir fyrir að taka þátt í ráninu, þar á meðal Yunice Abbas og Aomar Ait Khedache sem hafa játað sök. Hópurinn fékk viðurnefni sitt þar sem flestir eru nú á sjötugsaldri. Abbas skrifaði seinna í endurminningar sínar að ránið átti að vera það síðasta áður en hann færi á eftirlaun. Yunice Abbas, einn ræningjanna, gaf út bók um ránið.EPA Ránið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 þegar Kardashian var stödd á hóteli í París. Abbas og fjórir aðrir samverkamenn fylgdust með hótelinu fram eftir kvöldi. Klukkan þrjú um nóttina réðust þeir svo inn, klæddir sem lögreglumenn og með byssu meðferðis. Þeir hótuðu starfsmanninum í afgreiðslunni sem leiddi mennina fimm upp að herbergi Kardashian. Hún heyrði í hópnum nálgast og reyndi að hringja í neyðarlínuna með símanúmerinu 911 en það er númer neyðarlínunnar í Bandaríkjunum og því svaraði enginn. Mennirnir réðust inn í herbergið og létu hana afhenda trúlofunarhringinn sinn en á þeim tíma var hún trúlofuð rapparanum Kanye West. Þá bundu þeir hana á höndum og fótum og fóru með inn á baðherbergi. Þeir rændu skartgripum að andvirði tíu milljóna dollara sem samsvarar tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þar af kostaði trúlofunarhringurinn fjórar milljónir dollara eða rúmar fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Mennirnir fimm flúðu á hjólum en Kardashian náði að losa sig og hringja í lögregluna. Hún yfirgaf borgina strax um morguninn. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar hófu að fjalla um ránið sem Abbas og félagar gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu rænt fræga raunveruleikastjörnu. Trúlofunarhringurinn ekki enn fundinn Í ítarlegri umfjöllun BBC um málið segir að bæði öryggisverðir Kardashian og ræningjarnir hafi gert grundvallarmistök þessa nótt. Til að mynda misstu þeir einn poka með skartgripum í á meðan þeir flúðu vettvang „Þeir tóku ekki með í reikninginn hversu þróaður lögreglubúnaðurinn var, sem getur núna fundið agnarsmáar leifar af DNA ræningjanna hvar sem er,“ segir Particia Tourancheau, blaðamaður sem fjallar um glæpi og höfundur bókar um ránið og ítarlega umfjöllun um líf glæpamannanna. Ræningjarnir fóru með skartgripina til Belgíu til að selja þá og fékk Abbas 75 þúsund evrur, eða rúmar tíu milljónir króna, fyrir þá. Hinir fengu lægri upphæð. Trúlofunarhringurinn hvarf hins vegar þar sem þeir töldu hringinn of auðþekkjanlegan til að reyna selja hann. Kardashian ber vitni Líkt og áður kom fram fara tíu menn fyrir dóm en samkvæmt CNN voru tólf menn ákærðir. Einn þeirra er látinn og annar er með alvarlega heilabilun svo líklegt er að honum verði veitt undanþága. Átta hafa neitað sök en Abbas og Khedache hafa játað sök. Kardashian mun bera vitni í dómsal í Frakklandi en verða þá næstum níu ár síðan atburðurinn átti sér stað.
Frakkland Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira