Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2025 12:03 Drífa Snædal talskona Stígamóta spyr hvers vegna mennirnir, sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir, gangi lausir. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir undarlegt að þrír menn sem eru sakaðir um tvær hópnauðganir gangi lausir. Umræða um þjóðerni mannanna sé afvegaleiðing, það sem máli skiptir sé að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum. Sex hópnauðganir hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. Það er talsverð fjölgun frá fyrri árum, en undanfarin fimm ár hafa milli sex og tíu mál verið tilkynnt til lögreglu á ári. „Það koma fleiri slík tilvik til okkar en til lögreglunnar. Það voru tólf einstaklingar sem komu til Stígamóta í fyrra sem afleiðingu af hópnauðgun en þetta hefur farið upp í þrjátíu á ári áður,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. „Þetta er að sjálfsögðu rosalegt og ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki merki um að hópnauðgunum sé að fjölga svona hressilega.“ Hún bendir á að þolendur kynferðisbrota leiti gjarnan til Stígamóta nokkuð eftir að þeir verða fyrir ofbeldinu. Því nemi Stígamót ekki fjölgun í svona málum strax. „Þetta virðast vera stórhættulegir menn“ Í tveimur málanna eru sömu þrír mennirnir grunaðir gerendur. Mennirnir eru sagðir hafa byrlað fyrir konunum á skemmtistaðnum English pub í miðborginni og flutt þær í sömu íbúðina í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem meint brot voru framin. Mennirnir eru ekki í gæsluvarðhaldi en einn er í farbanni. „Þetta virðast vera stórhættulegir menn og það er mjög undarlegt að þeir gangi lausir. Lögreglan þarf að svara því hvers vegna það er. Þegar þetta varðar öryggi og öryggistilfinningu kvenna, þá er „af því bara“ ekkert svar frá lögreglu. Hún þarf að skilgreina það frekar og skýra frá því hvers vegna stórhættulegir menn ganga hér lausir,“ segir Drífa. Arnar Þór Gíslason, eigandi English pub sagði í samtali við RÚV í gær að mennirnir séu bannaðir á staðnum og aðrir skemmtistaðaeigendur hafi verið varaðir við mönnunum. „Það er mjög mikilvægt að starfsfólk skemmtistaða sé mjög vel vakandi. Auðvitað þarf að mennta allt starfsfólk skemmtistaða í viðbrögðum við því ef eitthvað grunsamlegt atvik á sér stað eða ef þau verða þess áskynja að eitthvað sé í uppsiglingu. Þannig að það er gott og ég held að það hafi orðið betra með árunum þó að því miður hafi ekki tekist að afstýra afbrotum þarna.“ Þjóðerni skipti ekki máli hér Mikil umræða hefur farið af stað um málin og sagði móðir annars brotaþolans í færslu á samfélagsmiðlum í gær að það sé sorglegt að horfa upp á fólk nýta sér málið til að kynda undir múslimaandúð. Enginn gerenda sé múslimi, allir kristnir og flestir frá Evrópu. „Kynferðisbrot er kynferðisbrot og það skiptir ekki máli hver fremur það. Það þarf að viðurkenna kynferðisbrot og láta þá sem beita þeim axla ábyrgð. Og það þarf forvarnir. Þjóðerni skiptir ekki öllu máli hérna tel ég. Það sem skiptir máli er að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum,“ segir Drífa. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. 25. apríl 2025 08:23 Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir hafa verið bannaðir á English Pub, skemmtistað sem þeir eru sagðir hafa sótt. Þá hafa aðrir skemmtistaðaeigendur verið varaðir við mönnunum. 24. apríl 2025 19:50 Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Sex hópnauðganir hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. Það er talsverð fjölgun frá fyrri árum, en undanfarin fimm ár hafa milli sex og tíu mál verið tilkynnt til lögreglu á ári. „Það koma fleiri slík tilvik til okkar en til lögreglunnar. Það voru tólf einstaklingar sem komu til Stígamóta í fyrra sem afleiðingu af hópnauðgun en þetta hefur farið upp í þrjátíu á ári áður,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. „Þetta er að sjálfsögðu rosalegt og ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki merki um að hópnauðgunum sé að fjölga svona hressilega.“ Hún bendir á að þolendur kynferðisbrota leiti gjarnan til Stígamóta nokkuð eftir að þeir verða fyrir ofbeldinu. Því nemi Stígamót ekki fjölgun í svona málum strax. „Þetta virðast vera stórhættulegir menn“ Í tveimur málanna eru sömu þrír mennirnir grunaðir gerendur. Mennirnir eru sagðir hafa byrlað fyrir konunum á skemmtistaðnum English pub í miðborginni og flutt þær í sömu íbúðina í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem meint brot voru framin. Mennirnir eru ekki í gæsluvarðhaldi en einn er í farbanni. „Þetta virðast vera stórhættulegir menn og það er mjög undarlegt að þeir gangi lausir. Lögreglan þarf að svara því hvers vegna það er. Þegar þetta varðar öryggi og öryggistilfinningu kvenna, þá er „af því bara“ ekkert svar frá lögreglu. Hún þarf að skilgreina það frekar og skýra frá því hvers vegna stórhættulegir menn ganga hér lausir,“ segir Drífa. Arnar Þór Gíslason, eigandi English pub sagði í samtali við RÚV í gær að mennirnir séu bannaðir á staðnum og aðrir skemmtistaðaeigendur hafi verið varaðir við mönnunum. „Það er mjög mikilvægt að starfsfólk skemmtistaða sé mjög vel vakandi. Auðvitað þarf að mennta allt starfsfólk skemmtistaða í viðbrögðum við því ef eitthvað grunsamlegt atvik á sér stað eða ef þau verða þess áskynja að eitthvað sé í uppsiglingu. Þannig að það er gott og ég held að það hafi orðið betra með árunum þó að því miður hafi ekki tekist að afstýra afbrotum þarna.“ Þjóðerni skipti ekki máli hér Mikil umræða hefur farið af stað um málin og sagði móðir annars brotaþolans í færslu á samfélagsmiðlum í gær að það sé sorglegt að horfa upp á fólk nýta sér málið til að kynda undir múslimaandúð. Enginn gerenda sé múslimi, allir kristnir og flestir frá Evrópu. „Kynferðisbrot er kynferðisbrot og það skiptir ekki máli hver fremur það. Það þarf að viðurkenna kynferðisbrot og láta þá sem beita þeim axla ábyrgð. Og það þarf forvarnir. Þjóðerni skiptir ekki öllu máli hérna tel ég. Það sem skiptir máli er að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum,“ segir Drífa.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. 25. apríl 2025 08:23 Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir hafa verið bannaðir á English Pub, skemmtistað sem þeir eru sagðir hafa sótt. Þá hafa aðrir skemmtistaðaeigendur verið varaðir við mönnunum. 24. apríl 2025 19:50 Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. 25. apríl 2025 08:23
Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir hafa verið bannaðir á English Pub, skemmtistað sem þeir eru sagðir hafa sótt. Þá hafa aðrir skemmtistaðaeigendur verið varaðir við mönnunum. 24. apríl 2025 19:50
Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23