Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 10:42 Nemendur og starfsmenn Harvard-háskóla mótmæla aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn skólanum á háskólasvæðinu í Cambridge í Massachusetts í síðustu viku. AP Stjórnendur Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hafa stefnt alríkisstjórninni fyrir að hafa fryst fjárveitingar til skólans með ólögmætum hætti. Yfirmenn æðri menntastofnana í landinu gagnrýna harðlega „fordæmalaust ofríki og afskiptasemi“ stjórnvalda af háskólum. Alan M. Garber, forseti Harvard-háskóla, tilkynnti um málsóknina í bréfi til háskólasamfélagsins í gær. Þar sagði hann ákvörðun ríkisstjórnar repúblikana um fyrsta um tveggja milljarða dollara fjárveitingar til skólans ógna nauðsynlegum rannsóknum á sjúkdómum. Alríkisstjórnin frysti greiðslurnar í síðustu viku eftir að Garber neitaði að beygja sig í duftið, ólíkt stjórnendum margra annarra bandarískra háskóla, undan kröfum hennar um að hann breytti stjórnarháttum sínum, mannaráðningum og inntökuskilyrðum eftir geðþótta hennar. „Afleiðingar þessa ofríkis ríkisstjórnarinnar verða alvarlegar og langvarandi,“ skrifaði Garber í bréfi sínu í gær. Nefndi hann sérstaklega skaðleg áhrif á rannsóknir á krabbameini í börnum, Alzheimers og Parkinsons. Skólinn byggir stefnu sína meðal annars að því að ríkisstjórnin traðki á stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Fjárveitingarnar hefðu verið frystar til þess að þvinga skólann til veita alríkisstjórninni stjórn á akademískum ákvörðunum við Harvard. Fleiri en hundrað forsetar háskóla og annarra æðri menntastofnana, þar á meðal Princeton-háskóla, skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu sem birtist í dag þar sem þeir lýstu aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn Harvard og öðrum skólum sem fordæmalausu ofríki og pólitískum afskiptum sem ógnuðu æðri menntun í landinu. Hótað enn frekari skerðingum og refsiaðgerðum Ríkisstjórn repúblikana hefur sakað bandaríska háskóla um að gera ekki nóg til þess að uppræta gyðingaandúð innan veggja sinna. Vísar hún til tíðra mótmæla gegn hernaði Ísraela á Gasa á bandarískum háskólasvæðum síðasta eina og hálfa árið. Á meðal þess sem ríkisstjórnin krafðist af Harvard var að skólastjórnendur tilkynntu yfirvöldum um nemendur sem væru á móti „bandarískum gildum“. Þá vildu ríkisstjórnin fá að hafa áhrif á námskrár í skólanum. Nokkrir aðrir háskólar hafa lúffað undan sambærilegum kröfum alríkisstjórnarinnar. Harvard, stöndugasti háskóli Bandaríkjanna, var fyrsti skólinn sem neitaði að láta undan. Fyrir vikið hefur alríkisstjórnin hótað því að skerða fjárveitingar til hans enn frekar og að svipta hann skattfrelsi. Þá gæti honum verið bannað að taka við erlendum nemendum. Hvíta húsið brást við málsókn Harvard í gær með því að lýsa því yfir að sá tími væri liðinn sem stofnanir eins og Harvard gætu „verið á spenanum“ hjá alríkisstjórninni. Harvard fær um níu milljarða dollara á ári frá alríkisstjórninni en það fé rennur að mestu leyti til vísindarannsókna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska alríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum stöðvað aragrúa vísindarannsókna, á öllu frá smitsjúkdómum til loftsbreytinga, ýmist með stórfelldum niðurskurði hjá alríkisstofnunum eða með banni við að þær styðji verkefni sem ganga frá pólitískri hugmyndafræði núverandi valdhafa. Bandaríkin Háskólar Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Alan M. Garber, forseti Harvard-háskóla, tilkynnti um málsóknina í bréfi til háskólasamfélagsins í gær. Þar sagði hann ákvörðun ríkisstjórnar repúblikana um fyrsta um tveggja milljarða dollara fjárveitingar til skólans ógna nauðsynlegum rannsóknum á sjúkdómum. Alríkisstjórnin frysti greiðslurnar í síðustu viku eftir að Garber neitaði að beygja sig í duftið, ólíkt stjórnendum margra annarra bandarískra háskóla, undan kröfum hennar um að hann breytti stjórnarháttum sínum, mannaráðningum og inntökuskilyrðum eftir geðþótta hennar. „Afleiðingar þessa ofríkis ríkisstjórnarinnar verða alvarlegar og langvarandi,“ skrifaði Garber í bréfi sínu í gær. Nefndi hann sérstaklega skaðleg áhrif á rannsóknir á krabbameini í börnum, Alzheimers og Parkinsons. Skólinn byggir stefnu sína meðal annars að því að ríkisstjórnin traðki á stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Fjárveitingarnar hefðu verið frystar til þess að þvinga skólann til veita alríkisstjórninni stjórn á akademískum ákvörðunum við Harvard. Fleiri en hundrað forsetar háskóla og annarra æðri menntastofnana, þar á meðal Princeton-háskóla, skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu sem birtist í dag þar sem þeir lýstu aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn Harvard og öðrum skólum sem fordæmalausu ofríki og pólitískum afskiptum sem ógnuðu æðri menntun í landinu. Hótað enn frekari skerðingum og refsiaðgerðum Ríkisstjórn repúblikana hefur sakað bandaríska háskóla um að gera ekki nóg til þess að uppræta gyðingaandúð innan veggja sinna. Vísar hún til tíðra mótmæla gegn hernaði Ísraela á Gasa á bandarískum háskólasvæðum síðasta eina og hálfa árið. Á meðal þess sem ríkisstjórnin krafðist af Harvard var að skólastjórnendur tilkynntu yfirvöldum um nemendur sem væru á móti „bandarískum gildum“. Þá vildu ríkisstjórnin fá að hafa áhrif á námskrár í skólanum. Nokkrir aðrir háskólar hafa lúffað undan sambærilegum kröfum alríkisstjórnarinnar. Harvard, stöndugasti háskóli Bandaríkjanna, var fyrsti skólinn sem neitaði að láta undan. Fyrir vikið hefur alríkisstjórnin hótað því að skerða fjárveitingar til hans enn frekar og að svipta hann skattfrelsi. Þá gæti honum verið bannað að taka við erlendum nemendum. Hvíta húsið brást við málsókn Harvard í gær með því að lýsa því yfir að sá tími væri liðinn sem stofnanir eins og Harvard gætu „verið á spenanum“ hjá alríkisstjórninni. Harvard fær um níu milljarða dollara á ári frá alríkisstjórninni en það fé rennur að mestu leyti til vísindarannsókna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska alríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum stöðvað aragrúa vísindarannsókna, á öllu frá smitsjúkdómum til loftsbreytinga, ýmist með stórfelldum niðurskurði hjá alríkisstofnunum eða með banni við að þær styðji verkefni sem ganga frá pólitískri hugmyndafræði núverandi valdhafa.
Bandaríkin Háskólar Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55
Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42
Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09