Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 10:42 Nemendur og starfsmenn Harvard-háskóla mótmæla aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn skólanum á háskólasvæðinu í Cambridge í Massachusetts í síðustu viku. AP Stjórnendur Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hafa stefnt alríkisstjórninni fyrir að hafa fryst fjárveitingar til skólans með ólögmætum hætti. Yfirmenn æðri menntastofnana í landinu gagnrýna harðlega „fordæmalaust ofríki og afskiptasemi“ stjórnvalda af háskólum. Alan M. Garber, forseti Harvard-háskóla, tilkynnti um málsóknina í bréfi til háskólasamfélagsins í gær. Þar sagði hann ákvörðun ríkisstjórnar repúblikana um fyrsta um tveggja milljarða dollara fjárveitingar til skólans ógna nauðsynlegum rannsóknum á sjúkdómum. Alríkisstjórnin frysti greiðslurnar í síðustu viku eftir að Garber neitaði að beygja sig í duftið, ólíkt stjórnendum margra annarra bandarískra háskóla, undan kröfum hennar um að hann breytti stjórnarháttum sínum, mannaráðningum og inntökuskilyrðum eftir geðþótta hennar. „Afleiðingar þessa ofríkis ríkisstjórnarinnar verða alvarlegar og langvarandi,“ skrifaði Garber í bréfi sínu í gær. Nefndi hann sérstaklega skaðleg áhrif á rannsóknir á krabbameini í börnum, Alzheimers og Parkinsons. Skólinn byggir stefnu sína meðal annars að því að ríkisstjórnin traðki á stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Fjárveitingarnar hefðu verið frystar til þess að þvinga skólann til veita alríkisstjórninni stjórn á akademískum ákvörðunum við Harvard. Fleiri en hundrað forsetar háskóla og annarra æðri menntastofnana, þar á meðal Princeton-háskóla, skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu sem birtist í dag þar sem þeir lýstu aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn Harvard og öðrum skólum sem fordæmalausu ofríki og pólitískum afskiptum sem ógnuðu æðri menntun í landinu. Hótað enn frekari skerðingum og refsiaðgerðum Ríkisstjórn repúblikana hefur sakað bandaríska háskóla um að gera ekki nóg til þess að uppræta gyðingaandúð innan veggja sinna. Vísar hún til tíðra mótmæla gegn hernaði Ísraela á Gasa á bandarískum háskólasvæðum síðasta eina og hálfa árið. Á meðal þess sem ríkisstjórnin krafðist af Harvard var að skólastjórnendur tilkynntu yfirvöldum um nemendur sem væru á móti „bandarískum gildum“. Þá vildu ríkisstjórnin fá að hafa áhrif á námskrár í skólanum. Nokkrir aðrir háskólar hafa lúffað undan sambærilegum kröfum alríkisstjórnarinnar. Harvard, stöndugasti háskóli Bandaríkjanna, var fyrsti skólinn sem neitaði að láta undan. Fyrir vikið hefur alríkisstjórnin hótað því að skerða fjárveitingar til hans enn frekar og að svipta hann skattfrelsi. Þá gæti honum verið bannað að taka við erlendum nemendum. Hvíta húsið brást við málsókn Harvard í gær með því að lýsa því yfir að sá tími væri liðinn sem stofnanir eins og Harvard gætu „verið á spenanum“ hjá alríkisstjórninni. Harvard fær um níu milljarða dollara á ári frá alríkisstjórninni en það fé rennur að mestu leyti til vísindarannsókna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska alríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum stöðvað aragrúa vísindarannsókna, á öllu frá smitsjúkdómum til loftsbreytinga, ýmist með stórfelldum niðurskurði hjá alríkisstofnunum eða með banni við að þær styðji verkefni sem ganga frá pólitískri hugmyndafræði núverandi valdhafa. Bandaríkin Háskólar Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Alan M. Garber, forseti Harvard-háskóla, tilkynnti um málsóknina í bréfi til háskólasamfélagsins í gær. Þar sagði hann ákvörðun ríkisstjórnar repúblikana um fyrsta um tveggja milljarða dollara fjárveitingar til skólans ógna nauðsynlegum rannsóknum á sjúkdómum. Alríkisstjórnin frysti greiðslurnar í síðustu viku eftir að Garber neitaði að beygja sig í duftið, ólíkt stjórnendum margra annarra bandarískra háskóla, undan kröfum hennar um að hann breytti stjórnarháttum sínum, mannaráðningum og inntökuskilyrðum eftir geðþótta hennar. „Afleiðingar þessa ofríkis ríkisstjórnarinnar verða alvarlegar og langvarandi,“ skrifaði Garber í bréfi sínu í gær. Nefndi hann sérstaklega skaðleg áhrif á rannsóknir á krabbameini í börnum, Alzheimers og Parkinsons. Skólinn byggir stefnu sína meðal annars að því að ríkisstjórnin traðki á stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Fjárveitingarnar hefðu verið frystar til þess að þvinga skólann til veita alríkisstjórninni stjórn á akademískum ákvörðunum við Harvard. Fleiri en hundrað forsetar háskóla og annarra æðri menntastofnana, þar á meðal Princeton-háskóla, skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu sem birtist í dag þar sem þeir lýstu aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn Harvard og öðrum skólum sem fordæmalausu ofríki og pólitískum afskiptum sem ógnuðu æðri menntun í landinu. Hótað enn frekari skerðingum og refsiaðgerðum Ríkisstjórn repúblikana hefur sakað bandaríska háskóla um að gera ekki nóg til þess að uppræta gyðingaandúð innan veggja sinna. Vísar hún til tíðra mótmæla gegn hernaði Ísraela á Gasa á bandarískum háskólasvæðum síðasta eina og hálfa árið. Á meðal þess sem ríkisstjórnin krafðist af Harvard var að skólastjórnendur tilkynntu yfirvöldum um nemendur sem væru á móti „bandarískum gildum“. Þá vildu ríkisstjórnin fá að hafa áhrif á námskrár í skólanum. Nokkrir aðrir háskólar hafa lúffað undan sambærilegum kröfum alríkisstjórnarinnar. Harvard, stöndugasti háskóli Bandaríkjanna, var fyrsti skólinn sem neitaði að láta undan. Fyrir vikið hefur alríkisstjórnin hótað því að skerða fjárveitingar til hans enn frekar og að svipta hann skattfrelsi. Þá gæti honum verið bannað að taka við erlendum nemendum. Hvíta húsið brást við málsókn Harvard í gær með því að lýsa því yfir að sá tími væri liðinn sem stofnanir eins og Harvard gætu „verið á spenanum“ hjá alríkisstjórninni. Harvard fær um níu milljarða dollara á ári frá alríkisstjórninni en það fé rennur að mestu leyti til vísindarannsókna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska alríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum stöðvað aragrúa vísindarannsókna, á öllu frá smitsjúkdómum til loftsbreytinga, ýmist með stórfelldum niðurskurði hjá alríkisstofnunum eða með banni við að þær styðji verkefni sem ganga frá pólitískri hugmyndafræði núverandi valdhafa.
Bandaríkin Háskólar Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42 Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55
Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ 17. apríl 2025 15:42
Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15. apríl 2025 23:09