Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 09:00 Trent Alexander-Arnold fagnaði sigurmarki sínu ber að ofan og með treyju sína á hornfánanum. Getty/Liverpool FC Trent Alexander-Arnold var hetja Liverpool um páskahelgina en hann skoraði þá sigurmarkið á móti Leicester aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á völlinn sem varamaður. Eftir leikinn vildi bakvörðurinn þó ekki segja neitt um framtíð sína hjá Liverpool. Alexander-Arnold hefur verið meiddur síðustu vikur en í millitíðinni hafa spænskir og enskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest það að hann sé á förum til Real Madrid í sumar. Það sem meira er Liverpool fengi ekki krónu fyrir eina af sínum stærstu stjörnum. Liverpool hefur aftur á móti framlengt samninga sína við Mohamed Salah og Virgil van Dijk sem voru báðir að renna út á samningi eins og Alexander-Arnold. Það var mikil dramatík í gangi eftir að Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið mikilvæga á móti Leicester en Liverpool er fyrir vikið aðeins einum sigri frá tuttugasta enska meistaratitlinum. Hengdi treyjuna á hornfánann Alexander-Arnold fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni og hengja hana upp á hornfánann. Sumir eru farnir að reyna að lesa eitthvað í þessi fagnaðarlæti hans. „Ef þú ert á förum frá fótboltafélagið þá fagnar þú ekki svona,“ sagði Clinton Morrison, sérfræðingur á BBC. „Það er eitthvað kraftmikið í augunum hans eftir að hann skoraði þetta mark. Svo hljóp hann beint til stuðningsmanna Liverpool,“ sagði Gary Neville. Sérfræðingarnir voru að reyna að lesa eitthvað í fagnaðarlæti Trents því hann sjálfur gaf ekkert upp. Mun fylgja honum alla tíð „Ég vil ekki tala um stöðuna hjá mér. Svona dagar eru alltaf sérstakir. Þetta er einstök gleðistund sem mun fylgja mér alla tíð,“ sagði Trent Alexander-Arnold sjálfur eftir leikinn. Það mátti heyra eitthvað smá baul þegar Alexander-Arnold kom inn á sem varamaður en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að hætta öllu slíku eftir að hann skoraði. Þá var þessi uppaldi Liverpool strákur orðinn einn af þeim á ný. Hann ýtti mér fram Alexander-Arnold sagði líka frá því að fyrirliðinn Virgil van Dijk hafi ýtt honum í átt að stuðningsmönnunum. „Hann ýtti mér fram svo ég fengi að upplifa þetta. Stuðningsmennirnir hafa verið magnaðir á þessu tímabili og þeir hjálpuðu okkur enn á ný í þessum leik. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir fjölskyldur okkar og fyrir okkar stuðningsfólk,“ sagði Alexander-Arnold. Hvort þetta var eins konar kveðjustund eða hvort að Alexander-Arnold taki U-beygju og semji aftur við Liverpool verður að koma í ljós. Það verður líka fróðlegt að sjá viðtökurnar sem hann fær í næsta leik Liverpool á Anfield. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Alexander-Arnold hefur verið meiddur síðustu vikur en í millitíðinni hafa spænskir og enskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest það að hann sé á förum til Real Madrid í sumar. Það sem meira er Liverpool fengi ekki krónu fyrir eina af sínum stærstu stjörnum. Liverpool hefur aftur á móti framlengt samninga sína við Mohamed Salah og Virgil van Dijk sem voru báðir að renna út á samningi eins og Alexander-Arnold. Það var mikil dramatík í gangi eftir að Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið mikilvæga á móti Leicester en Liverpool er fyrir vikið aðeins einum sigri frá tuttugasta enska meistaratitlinum. Hengdi treyjuna á hornfánann Alexander-Arnold fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni og hengja hana upp á hornfánann. Sumir eru farnir að reyna að lesa eitthvað í þessi fagnaðarlæti hans. „Ef þú ert á förum frá fótboltafélagið þá fagnar þú ekki svona,“ sagði Clinton Morrison, sérfræðingur á BBC. „Það er eitthvað kraftmikið í augunum hans eftir að hann skoraði þetta mark. Svo hljóp hann beint til stuðningsmanna Liverpool,“ sagði Gary Neville. Sérfræðingarnir voru að reyna að lesa eitthvað í fagnaðarlæti Trents því hann sjálfur gaf ekkert upp. Mun fylgja honum alla tíð „Ég vil ekki tala um stöðuna hjá mér. Svona dagar eru alltaf sérstakir. Þetta er einstök gleðistund sem mun fylgja mér alla tíð,“ sagði Trent Alexander-Arnold sjálfur eftir leikinn. Það mátti heyra eitthvað smá baul þegar Alexander-Arnold kom inn á sem varamaður en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að hætta öllu slíku eftir að hann skoraði. Þá var þessi uppaldi Liverpool strákur orðinn einn af þeim á ný. Hann ýtti mér fram Alexander-Arnold sagði líka frá því að fyrirliðinn Virgil van Dijk hafi ýtt honum í átt að stuðningsmönnunum. „Hann ýtti mér fram svo ég fengi að upplifa þetta. Stuðningsmennirnir hafa verið magnaðir á þessu tímabili og þeir hjálpuðu okkur enn á ný í þessum leik. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir fjölskyldur okkar og fyrir okkar stuðningsfólk,“ sagði Alexander-Arnold. Hvort þetta var eins konar kveðjustund eða hvort að Alexander-Arnold taki U-beygju og semji aftur við Liverpool verður að koma í ljós. Það verður líka fróðlegt að sjá viðtökurnar sem hann fær í næsta leik Liverpool á Anfield. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira