„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2025 20:17 Ekki til króna á Króknum. Vísir/HAG Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er jafnan kallaður, þjálfari Tindastóls, segir það svo sannarlega svíða að liðið fari tómhent heim á Sauðárkrók eftir 2-1 tap gegn Þór/KA. „Það gerir það klárlega. Mér fannst við verðskulda meira heldur en að tapa þessum leik alveg klárlega miðað við vinnuframlagið og baráttuna og færin sem við fáum ofan á það. Ef við tínum allt saman er algjört bull að Þór/KA skyldi vinna þennan leik.” Makala Woods klúðraði dauðafæri til að koma Tindastól í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks sem reyndist dýrkeypt en Þór/KA jafnaði leikinn í næstu sókn. „Það svíður alveg svakalega og Birgitta (Rún Finnbogadóttir) reyndar líka þegar Elísa (Bríet Björnsdóttir) sendir boltann fyrir og Birgitta hittir ekki boltann fyrir opnu marki, það líka sveið, en við þurfum að nýta færin á móti Þór/KA eðlilega, og á móti öllum liðum. Við fáum ekkert rosa mörg færi en við fáum færi, á móti öllum, þannig þá þarf að nýta það. Að sama skapi fannst mér vinnuframlagið stórkostlegt og ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Við áttum frábæran leik og jafntefli mögulega sanngjarnt í endann en mér fannst við ekkert endilega betri en Þór/KA en alls ekki lakari.” Tindastóll gerði Þór/KA erfitt fyrir með góðri pressu og sóttu hratt þegar færi gafst. Leikplanið virtist því vera ganga vel upp. „Ég held að það hafi bara gengið ágætlega. Við pressum reyndar hátt upp á móti öllum liðum alltaf og það gekk bara að mörgu leyti ágætlega. Ég held við höfum sjokkerað þær pínu. Þær unnu okkur 9-0 síðast þegar við spiluðum og það var annað uppi á teningnum í dag sem ég er mjög ánægður með.” Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn eftir rúma viku og er óhætt að segja að Donni geti ekki beðið eftir þeim leik. „Ég held að við værum til í að spila við Stjörnuna á morgun, akkúrat núna, það eru allir alveg brjálaðir eftir þennan leik að hafa tapað á einhverri svona lélegri fyrirgjöf sem endar í fjær horninu. Það svíður svakalega að tapa leik á því en þær verða allar klárar í næsta leik, ég get lofað þér því, og tilbúnar að leiðrétta fyrir þrjú stigin sem við áttum að fá í dag, eða þá allavega eitt.” Donni var að lokum spurður hvort nýr leikmaður yrði fenginn til að styrka liðið fyrir gluggalok og svaraði því skemmtilega: „Ég vildi óska þess að við gætum fengið töluvert af leikmönnum en það er bara ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki, allavega í kvennafótbolta, þannig það er bara staðreynd þannig það verða ekki fengnir fleiri leikmenn geri ég ráð fyrir, ekki nema einhver óvæntur vilji koma og spila frítt.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Sjá meira
„Það gerir það klárlega. Mér fannst við verðskulda meira heldur en að tapa þessum leik alveg klárlega miðað við vinnuframlagið og baráttuna og færin sem við fáum ofan á það. Ef við tínum allt saman er algjört bull að Þór/KA skyldi vinna þennan leik.” Makala Woods klúðraði dauðafæri til að koma Tindastól í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks sem reyndist dýrkeypt en Þór/KA jafnaði leikinn í næstu sókn. „Það svíður alveg svakalega og Birgitta (Rún Finnbogadóttir) reyndar líka þegar Elísa (Bríet Björnsdóttir) sendir boltann fyrir og Birgitta hittir ekki boltann fyrir opnu marki, það líka sveið, en við þurfum að nýta færin á móti Þór/KA eðlilega, og á móti öllum liðum. Við fáum ekkert rosa mörg færi en við fáum færi, á móti öllum, þannig þá þarf að nýta það. Að sama skapi fannst mér vinnuframlagið stórkostlegt og ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Við áttum frábæran leik og jafntefli mögulega sanngjarnt í endann en mér fannst við ekkert endilega betri en Þór/KA en alls ekki lakari.” Tindastóll gerði Þór/KA erfitt fyrir með góðri pressu og sóttu hratt þegar færi gafst. Leikplanið virtist því vera ganga vel upp. „Ég held að það hafi bara gengið ágætlega. Við pressum reyndar hátt upp á móti öllum liðum alltaf og það gekk bara að mörgu leyti ágætlega. Ég held við höfum sjokkerað þær pínu. Þær unnu okkur 9-0 síðast þegar við spiluðum og það var annað uppi á teningnum í dag sem ég er mjög ánægður með.” Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn eftir rúma viku og er óhætt að segja að Donni geti ekki beðið eftir þeim leik. „Ég held að við værum til í að spila við Stjörnuna á morgun, akkúrat núna, það eru allir alveg brjálaðir eftir þennan leik að hafa tapað á einhverri svona lélegri fyrirgjöf sem endar í fjær horninu. Það svíður svakalega að tapa leik á því en þær verða allar klárar í næsta leik, ég get lofað þér því, og tilbúnar að leiðrétta fyrir þrjú stigin sem við áttum að fá í dag, eða þá allavega eitt.” Donni var að lokum spurður hvort nýr leikmaður yrði fenginn til að styrka liðið fyrir gluggalok og svaraði því skemmtilega: „Ég vildi óska þess að við gætum fengið töluvert af leikmönnum en það er bara ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki, allavega í kvennafótbolta, þannig það er bara staðreynd þannig það verða ekki fengnir fleiri leikmenn geri ég ráð fyrir, ekki nema einhver óvæntur vilji koma og spila frítt.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Sjá meira