Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar 21. apríl 2025 17:01 Séra Jorge Mario Bergoglio er allur í jarðvist sinni. Fæddur 17. des. 1936 í Argentínu. Kjörinn páfi 13. mars 2013. Ég, sem kaþólikki, fagnaði því mjög þegar hann tók við embætti páfa og kenndi sig við heilagan Frans frá Assísi. Það þótti mér stórmannlegt. Frans frá Assísi er nefnilega verndardýrlingur dýra og náttúru. Skírnarnafn hans var Giovanni di Pietro di Bernardone f. 1811 d. 1226. Sérstaklega þótti mér merkilegt að Frans páfi skyldi vilja tileinka sér sömu viðhorf til alls dýralífs og heilagur Frans hafði gert. Um heilagan Frans er til mikið af heimildum og vert er að gefa því gaum að til þess að komast í dýrlingatölu inn kaþólsku kirkjunnar þarf viðkomandi að hafa uppfyllt mörg og ströng skilyrði. Kirkjan ákvað að gera sinn mann að dýrlingi árið 1228 í valdatíð Gregoríusar IX páfa. Því fagnaði ég því mikið þegar hinn fallni páfi ákvað að kenna sig við heilagan Frans. Það fór heldur ekki á milli mála að í starfi sínu sem páfi lagði hann ríka áherslu að fylgja eftir, í orði og verki, því sem heilagur Frans tileinkaði sér. Heilögum Frans var það metnaður að hafna auði og munaði en hann var sonur auðugs kaupmanns. Hann kaus að lifa í fátækt og einlægri þjónustu við Guð. Það fólst því mikil dyggð í því af páfa að kenna sig við heilagan Frans. Ég sem kaþólikki hef fengið það staðfest frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi að kirkjan líti svo á að öll dýr hafi sál. Það hefur þá einföldu merkingu að hvernig sem það líf verður sem tekur við af jarðvistinni þá munum við hitta dýrin okkar aftur. Það er örugglega tilhlökkunarefni fyrir mjög marga. ,,Frans frá Assísí trúði því að öll sköpun Guðs væri heilög og að dýrin væru bræður og systur okkar í sköpuninni. Hann talaði gjarnan um „bróður sólar“ og „systur tungl“ og kallaði dýrin „bræður“ og „systur“. Hann leit ekki á menn sem yfirráðendur yfir náttúrunni, heldur sem hluta af henni, í samhljómi við dýr, jurtir, jörð og himin. Hann átti í persónulegum samskiptum við dýr — samkvæmt sögum og þjóðsögum — og sagði að dýrin lofuðu Guð á sinn hátt" (heimild ChatGpt) Af aðdáun við páfa og heilagan Frans hleypti ég af stokkunum fyrstu samkundu Alþjóðlegs dags dýra - World Animal Day 4. okt. fyrir nokkrum árum. Það var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hvar ég minntist heilags Frans og Frans páfa fyrir fjölmörgum. Mér þótti því mikilvægt, nú á öðrum degi stærstu trúarhátíðar kaþólskra, þegar þeir missa jarðneskan leiðtoga sinn, að minnast hans og tengingar hans við heilagan Frans og tengingar þess síðarnefnda við vernd dýra, sem hefur verið áhugamál hjá mér lengi. Frans páfi hefur nú fengið draum sinn uppfylltan, að sameinast skapara sínum og munum við hér á jörðu örugglega njóta verka hans áfram efra. Um leið og ég óska landsmönnum gleðilegra páska, það sem eftir lifir af þeim, birti ég hér friðarbæn heilags Frans sem vor fallni páfi hefur örugglega tileinkað sér. Drottinn, gerðu mig að verkfæri friðar þínsÞar sem hatur ríkir, láttu mig bera kærleika,Þar sem móðgun ríkir, fyrirgefningu,Þar sem sundrung ríkir, einingu,Þar sem villur ríkja, sannleikaÞar sem efasemdir ríkja, trú,Þar sem örvænting ríkir, von,Þar sem myrkur ríkir, ljós,Þar sem sorg ríkir, gleði. Drottinn, lát mig frekar leita þessað hugga en að hljóta huggun,að skilja en að vera skilinn,að elska en að vera elskaður. Því að í því að gefa öðlast maður,í því að gleyma sjálfum sér finnur maður sjálfan sig,í því að fyrirgefa er okkur fyrirgefið,og í því að deyja fæðumst við til eilífs lífs. Amen. Höfundur er kaþólskur dýraverndunarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Páfagarður Andlát Frans páfa Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Séra Jorge Mario Bergoglio er allur í jarðvist sinni. Fæddur 17. des. 1936 í Argentínu. Kjörinn páfi 13. mars 2013. Ég, sem kaþólikki, fagnaði því mjög þegar hann tók við embætti páfa og kenndi sig við heilagan Frans frá Assísi. Það þótti mér stórmannlegt. Frans frá Assísi er nefnilega verndardýrlingur dýra og náttúru. Skírnarnafn hans var Giovanni di Pietro di Bernardone f. 1811 d. 1226. Sérstaklega þótti mér merkilegt að Frans páfi skyldi vilja tileinka sér sömu viðhorf til alls dýralífs og heilagur Frans hafði gert. Um heilagan Frans er til mikið af heimildum og vert er að gefa því gaum að til þess að komast í dýrlingatölu inn kaþólsku kirkjunnar þarf viðkomandi að hafa uppfyllt mörg og ströng skilyrði. Kirkjan ákvað að gera sinn mann að dýrlingi árið 1228 í valdatíð Gregoríusar IX páfa. Því fagnaði ég því mikið þegar hinn fallni páfi ákvað að kenna sig við heilagan Frans. Það fór heldur ekki á milli mála að í starfi sínu sem páfi lagði hann ríka áherslu að fylgja eftir, í orði og verki, því sem heilagur Frans tileinkaði sér. Heilögum Frans var það metnaður að hafna auði og munaði en hann var sonur auðugs kaupmanns. Hann kaus að lifa í fátækt og einlægri þjónustu við Guð. Það fólst því mikil dyggð í því af páfa að kenna sig við heilagan Frans. Ég sem kaþólikki hef fengið það staðfest frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi að kirkjan líti svo á að öll dýr hafi sál. Það hefur þá einföldu merkingu að hvernig sem það líf verður sem tekur við af jarðvistinni þá munum við hitta dýrin okkar aftur. Það er örugglega tilhlökkunarefni fyrir mjög marga. ,,Frans frá Assísí trúði því að öll sköpun Guðs væri heilög og að dýrin væru bræður og systur okkar í sköpuninni. Hann talaði gjarnan um „bróður sólar“ og „systur tungl“ og kallaði dýrin „bræður“ og „systur“. Hann leit ekki á menn sem yfirráðendur yfir náttúrunni, heldur sem hluta af henni, í samhljómi við dýr, jurtir, jörð og himin. Hann átti í persónulegum samskiptum við dýr — samkvæmt sögum og þjóðsögum — og sagði að dýrin lofuðu Guð á sinn hátt" (heimild ChatGpt) Af aðdáun við páfa og heilagan Frans hleypti ég af stokkunum fyrstu samkundu Alþjóðlegs dags dýra - World Animal Day 4. okt. fyrir nokkrum árum. Það var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hvar ég minntist heilags Frans og Frans páfa fyrir fjölmörgum. Mér þótti því mikilvægt, nú á öðrum degi stærstu trúarhátíðar kaþólskra, þegar þeir missa jarðneskan leiðtoga sinn, að minnast hans og tengingar hans við heilagan Frans og tengingar þess síðarnefnda við vernd dýra, sem hefur verið áhugamál hjá mér lengi. Frans páfi hefur nú fengið draum sinn uppfylltan, að sameinast skapara sínum og munum við hér á jörðu örugglega njóta verka hans áfram efra. Um leið og ég óska landsmönnum gleðilegra páska, það sem eftir lifir af þeim, birti ég hér friðarbæn heilags Frans sem vor fallni páfi hefur örugglega tileinkað sér. Drottinn, gerðu mig að verkfæri friðar þínsÞar sem hatur ríkir, láttu mig bera kærleika,Þar sem móðgun ríkir, fyrirgefningu,Þar sem sundrung ríkir, einingu,Þar sem villur ríkja, sannleikaÞar sem efasemdir ríkja, trú,Þar sem örvænting ríkir, von,Þar sem myrkur ríkir, ljós,Þar sem sorg ríkir, gleði. Drottinn, lát mig frekar leita þessað hugga en að hljóta huggun,að skilja en að vera skilinn,að elska en að vera elskaður. Því að í því að gefa öðlast maður,í því að gleyma sjálfum sér finnur maður sjálfan sig,í því að fyrirgefa er okkur fyrirgefið,og í því að deyja fæðumst við til eilífs lífs. Amen. Höfundur er kaþólskur dýraverndunarsinni.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar