„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. apríl 2025 10:48 Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992. Vísir/Vilhelm Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. „Hvers vegna er Kvikmyndaskóli Íslands, sem stofnaður var árið 1992 og hefur kennitölu frá árinu 2003, þegar fyrsta viðurkenning á starfseminni fékkst frá stjórnvöldum, allt í einu gjaldþrota?“ skrifar Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, á Klapptré.is. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Málið fór svo að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans. Böðvar segir sjaldan hafa verið jafn mikil eftirspurn eftir námi í skólanum og síðustu ár og hafi gæði námsins aukist til muna. Skólinn sé mikilvægur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað auk þess sem nemendur alls staðar að úr heiminum koma til að stunda nám við skólann. Gjaldþrotið sé aðgerðarleysi ráðuneyta að kenna Þrjár meginástæður séu fyrir gjaldþrotinu að sögn Böðvars. Í fyrsta lagi hafi skólinn ekki fengið viðurkenningu á starfinu frá ráðuneytum. „Í 28 mánuði hefur skólinn ekki fengið afgreidda viðurkenningu á starfsemina, hvorki frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, né Mennta- og barnamálaráðuneyti, þrátt fyrir linnulausar beiðnir stjórnenda og stjórnar skólans um afgreiðslu,“ skrifar hann. Í öðru lagi hafi niðurfelling námslánaréttar nemenda við skólann leitt til fjöldabrottfalls. Þegar kvikmyndadeild við Listaháskóla Íslands var stofnuð árið 2021 gátu nemendur Kvikmyndaskólans ekki lengur tekið námslán til að greiða skólagjöldin. Nemendum fækkaði því um fimmtíu prósent á haustmisserinu 2024 og vormisserinu 2025 með tilheyrandi tekjutapi skólans. Í þriðja lagi hafi ekki tekist að semja við Mennta- og barnamálaráðuneytið um útgreiðslu fjármuna árið 2025. Það sé gert þrátt fyrir að „skólanum sé eyrnamerkt fé á fjárlögum.“ Því hafi skólinn ekki fengið neinar greiðslur þetta árið og afleiðingin gjaldþrot. „Það hefur verið sameiginleg niðurstaða ráðherra og ráðuneyta á öllu þessu tímabili að Kvikmyndaskóla Íslands skuli gert ókleift að starfa. Með því að viðurkenna ekki skólann, taka námslánaréttinn af nemendum, og greiða síðan ekki til skólans af fjárlögum, þá hefur starfsemin verið keyrð í þrot,“ skrifar Böðvar. „Ástæður gjaldþrotsins eru því að öllu leyti afleiðingar af aðgerðum eða aðgerðarleysi ráðuneyta í að veita skólum þjónustu sem ríkið einkarétt á að veita, sem er viðurkenning náms innan skólakerfisins.“ Stjórnvöld séu á móti Kvikmyndaskólanum Böðvar segir engar formlegar skýringar liggja fyrir hvers vegna stjórnvald hafi ekki stutt betur við skólann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við rekstur skólans sem hafi staðist háskólaúttekt með glæsibrag og leyst úr öllu skilyrðum sem honum hafi verið settur. „Skýringin virðist vera sú að stjórnvöld eru á móti uppbyggingu háskólastarfsemi utan núverandi háskóla,“ skrifar Böðvar. „Skólanum var lokað með þögn og aðgerðarleysi. Þetta á bæði við um núverandi ráðherra háskólamála Loga Einarsson og fyrrum ráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.“ Námið muni breytast til muna Böðvar virðist heldur ekki ánægður með yfirtöku Rafmenntar á skólanum og segir að námið og starfsemi skólans muni breytast til muna. Hann þakkar þeim jafnframt fyrir inngripið sem geri nemendum kleif að ljúka önninni. „Hvað framtíðina varðar þá er greinilegt að skólanum er ætlað að verða einhverskonar iðnnám sem á að útskrifa tæknifólk sem þjónustar listamennina sem útskrifast úr Listaháskóla Íslands,“ skrifar Böðvar. „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands í þeirri mynd sem hann hefur verið síðustu áratugi.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Gjaldþrot Skóla- og menntamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Hvers vegna er Kvikmyndaskóli Íslands, sem stofnaður var árið 1992 og hefur kennitölu frá árinu 2003, þegar fyrsta viðurkenning á starfseminni fékkst frá stjórnvöldum, allt í einu gjaldþrota?“ skrifar Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, á Klapptré.is. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Málið fór svo að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans. Böðvar segir sjaldan hafa verið jafn mikil eftirspurn eftir námi í skólanum og síðustu ár og hafi gæði námsins aukist til muna. Skólinn sé mikilvægur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað auk þess sem nemendur alls staðar að úr heiminum koma til að stunda nám við skólann. Gjaldþrotið sé aðgerðarleysi ráðuneyta að kenna Þrjár meginástæður séu fyrir gjaldþrotinu að sögn Böðvars. Í fyrsta lagi hafi skólinn ekki fengið viðurkenningu á starfinu frá ráðuneytum. „Í 28 mánuði hefur skólinn ekki fengið afgreidda viðurkenningu á starfsemina, hvorki frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, né Mennta- og barnamálaráðuneyti, þrátt fyrir linnulausar beiðnir stjórnenda og stjórnar skólans um afgreiðslu,“ skrifar hann. Í öðru lagi hafi niðurfelling námslánaréttar nemenda við skólann leitt til fjöldabrottfalls. Þegar kvikmyndadeild við Listaháskóla Íslands var stofnuð árið 2021 gátu nemendur Kvikmyndaskólans ekki lengur tekið námslán til að greiða skólagjöldin. Nemendum fækkaði því um fimmtíu prósent á haustmisserinu 2024 og vormisserinu 2025 með tilheyrandi tekjutapi skólans. Í þriðja lagi hafi ekki tekist að semja við Mennta- og barnamálaráðuneytið um útgreiðslu fjármuna árið 2025. Það sé gert þrátt fyrir að „skólanum sé eyrnamerkt fé á fjárlögum.“ Því hafi skólinn ekki fengið neinar greiðslur þetta árið og afleiðingin gjaldþrot. „Það hefur verið sameiginleg niðurstaða ráðherra og ráðuneyta á öllu þessu tímabili að Kvikmyndaskóla Íslands skuli gert ókleift að starfa. Með því að viðurkenna ekki skólann, taka námslánaréttinn af nemendum, og greiða síðan ekki til skólans af fjárlögum, þá hefur starfsemin verið keyrð í þrot,“ skrifar Böðvar. „Ástæður gjaldþrotsins eru því að öllu leyti afleiðingar af aðgerðum eða aðgerðarleysi ráðuneyta í að veita skólum þjónustu sem ríkið einkarétt á að veita, sem er viðurkenning náms innan skólakerfisins.“ Stjórnvöld séu á móti Kvikmyndaskólanum Böðvar segir engar formlegar skýringar liggja fyrir hvers vegna stjórnvald hafi ekki stutt betur við skólann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við rekstur skólans sem hafi staðist háskólaúttekt með glæsibrag og leyst úr öllu skilyrðum sem honum hafi verið settur. „Skýringin virðist vera sú að stjórnvöld eru á móti uppbyggingu háskólastarfsemi utan núverandi háskóla,“ skrifar Böðvar. „Skólanum var lokað með þögn og aðgerðarleysi. Þetta á bæði við um núverandi ráðherra háskólamála Loga Einarsson og fyrrum ráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.“ Námið muni breytast til muna Böðvar virðist heldur ekki ánægður með yfirtöku Rafmenntar á skólanum og segir að námið og starfsemi skólans muni breytast til muna. Hann þakkar þeim jafnframt fyrir inngripið sem geri nemendum kleif að ljúka önninni. „Hvað framtíðina varðar þá er greinilegt að skólanum er ætlað að verða einhverskonar iðnnám sem á að útskrifa tæknifólk sem þjónustar listamennina sem útskrifast úr Listaháskóla Íslands,“ skrifar Böðvar. „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands í þeirri mynd sem hann hefur verið síðustu áratugi.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Gjaldþrot Skóla- og menntamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent