Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2025 12:11 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. vísir/vilhelm Kópavogsbær hefur hætt við brattar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins. Bæjarstjórinn segist hafa rætt við foreldra í bænum um málið og ákveðið að leggja fram nýja tillögu á fundi bæjarráðs. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um miklar hækkanir á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Hækkanirnar voru 53 prósent og 105 prósent fyrir heils dags námskeið í viku. Oddviti Viðreisnar sagði hækkanirnar fráleitar og að þær gætu orðið til þess að foreldrar í viðkvæmri stöðu gætu ekki sent börnin sín á námskeið. Nú hefur Kópavogsbær ákveðið að bíða með þessar bröttu hækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir að þess í stað verði hækkunin í takt við verðlagsþróun. „Þessi tillaga var lögð fram til að mæta gagnrýni sem hefur verið að koma frá íþróttafélögunum sem hafa boðið upp á sambærileg námskeið. Okkar námskeið hafa verið í beinni samkeppni við önnur sumarnámskeið, sem til dæmis íþróttafélögin hafa verið að bjóða upp á. Hins vegar verð ég að segja að vissulega er þetta heldur brött hækkun. Eftir ábendingar sem við höfum verið að fá frá foreldrum, þá tel ég að við þurfum að ígrunda þetta betur,“ segir Ásdís. Hins vegar verði bærinn að bregðast við þessum ábendingum frá íþróttafélögunum á næstunni. „Eftir ábendingar frá foreldrum, þá viðurkenni ég fúslega að þetta er of brött hækkun. Þess vegna munum við leggja til í bæjarráði að bakka með þessa hækkun,“ segir Ásdís. Minnihlutinn í bæjarráði gagnrýndi einnig að ungmennaráð hafi ekki fengið að taka afstöðu til hækkananna. Ásdís er ekki sammála henni. „Mér fannst þetta heldur langsótt að fara með slíkar breytingar inn í ungmennaráð. Hins vegar erum við í góðu samráði við ungmennaráð um ýmislegt sem kemur að ungmennum í bænum og eigum gott samtal og samráð við það. En ég tel ekki rétt að gjaldskrárbreytingar sem slíkar eigi að fara fyrir ungmennaráð,“ segir Ásdís. Kópavogur Frístund barna Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um miklar hækkanir á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Hækkanirnar voru 53 prósent og 105 prósent fyrir heils dags námskeið í viku. Oddviti Viðreisnar sagði hækkanirnar fráleitar og að þær gætu orðið til þess að foreldrar í viðkvæmri stöðu gætu ekki sent börnin sín á námskeið. Nú hefur Kópavogsbær ákveðið að bíða með þessar bröttu hækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir að þess í stað verði hækkunin í takt við verðlagsþróun. „Þessi tillaga var lögð fram til að mæta gagnrýni sem hefur verið að koma frá íþróttafélögunum sem hafa boðið upp á sambærileg námskeið. Okkar námskeið hafa verið í beinni samkeppni við önnur sumarnámskeið, sem til dæmis íþróttafélögin hafa verið að bjóða upp á. Hins vegar verð ég að segja að vissulega er þetta heldur brött hækkun. Eftir ábendingar sem við höfum verið að fá frá foreldrum, þá tel ég að við þurfum að ígrunda þetta betur,“ segir Ásdís. Hins vegar verði bærinn að bregðast við þessum ábendingum frá íþróttafélögunum á næstunni. „Eftir ábendingar frá foreldrum, þá viðurkenni ég fúslega að þetta er of brött hækkun. Þess vegna munum við leggja til í bæjarráði að bakka með þessa hækkun,“ segir Ásdís. Minnihlutinn í bæjarráði gagnrýndi einnig að ungmennaráð hafi ekki fengið að taka afstöðu til hækkananna. Ásdís er ekki sammála henni. „Mér fannst þetta heldur langsótt að fara með slíkar breytingar inn í ungmennaráð. Hins vegar erum við í góðu samráði við ungmennaráð um ýmislegt sem kemur að ungmennum í bænum og eigum gott samtal og samráð við það. En ég tel ekki rétt að gjaldskrárbreytingar sem slíkar eigi að fara fyrir ungmennaráð,“ segir Ásdís.
Kópavogur Frístund barna Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira